Glæsilegt

Þetta er gott mál. Umferðamiðstöðin var mikið framtak á sínum tíma en við þurfum stærri og notadrýgri samgöngumiðstöð. Nú fáum við glæsilega miðstöð sem sinnir bæði land- og loftsamgöngum.

Það er löngu tímabært að Reykjavíkurflugvöllur fái sómasamlega flughöfn og nú verður hægt að flytja aðstöðuna úr skúrunum við vestan flugvallarins. Þá mun flughöfnin færast nær miðbænum og samgöngumiðstöðin nýja mun genga svipuðu hlutverki og aðaljárnbrautarstöðvar gegna víða í höfuðborgum.

Það er nú einu sinni þannig að ætli Reykjavík sér að standa undir nafni sem höfðuborg Íslands verður hún um leið að vera samgöngumiðstöð fyrir landið allt. Með þessu mun hún geta gengt því hlutverki með meiri sóma en fyrr.

Ekki spillir svo fyrir að þessi framkvæmd mun einnig skapa atvinnu og ekki veitir af. Eins og ég hef oft sagt áður: Það er betra að borga fólki eitthvað meira fyrir að skapa verðmæti en atvinnuleysisbætur fyrir að líða illa. Einmitt þess vegna á hið opinbera, ríki og sveitarfélög, að fara núna í framkvæmdir sem aldrei fyrr.

 


mbl.is Vill byrja á samgöngumiðstöð á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband