2.4.2009 | 14:51
Stjórnarskrárbreytingar krefjast tíma og vandvirkni
Stjórnarskráin eru þau lög sem öll önnur lög byggja á. Stjórnarskráin er sá öryggisloki sem kemur í veg fyrir að hægt sé með lagasetningu að ráðast gegn þeim grundvallarmannréttindum og lögmálum sem samfélagið byggir á.
Þess vegna á að vera erfitt og tímafrekt að breyta stjórnarskránni. Sama hvað manni kann að finnast breytingarnar tímabærar, góðar og réttmætar. Það má ekki flana að neinu þegar jafn mikilvægt mál og stjórnarskráin sjálf er til umfjöllunar. Ef stjórnarskrábreytingar væru einfaldar og fljótgerðar er hætt við að ýmislegt gæti gerst í hita augnabliksins.
Þess vegna má ekki kasta til höndunum með umrætt stjórnarskrárfrumvarp... eða breytingum á stjórnarskránni yfirleitt
Persónulega finnst mér að stjórnarskrárbreytingar ættu bæði að þurfa aukinn meirihluta á Alþingi og vera síðan skotið til þjóðarinnar til að fá aukinn meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mér finnst að þjóðin verði að fá að segja sitt álit beint þegar slíkar grundvallarbreytingar eiga sér stað og að það verði að vera í þökk verulegs meiri hluta þjóðarinnar.
Nú veit ég að atriði í stjórnarskrá Íslands, sem ég vildi sjá breytt, myndu líklega ekki hjóta náð fyrir aukum aukins meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það breytir því ekki að þannig meðferð myndi ég kjósa að sjá þegar breyta þarf stjórnarskránn.
Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Slíkt ferli væri gott ef við byggjum við vandaða stjórnarskrá og breytingarhugmyndir í þessa átt verða væntanlega hluti af þeirri stjórnarskrá sem komandi stjórnlagaþing setur sér. Meðan við hinsvegar búum við stórgallaða stjórnarskrá sem býður almenningi þann eina kost að stofna til óeirða ef hann vill hafa áhrif á valdastöður í samfélaginu er nauðsynlegt að koma með stjórnarskrárbreytingu sem gefur fólki möguleika á að safna undirskrifum í stað þess að safna pottum og pönnum. Þetta er ein leið til að koma í veg fyrir að hér verði allt í ljósum logum í haust og því liggur á. Hvað varðar þjóðareignarákvæðið að þá er það ákvæði sem hefur verið breið samstaða um í langan tíma og fær að fljóta með auk þess sem það verður aukatrygging þegar kemur að samningum við lánadrottna og ESB.
Héðinn Björnsson, 3.4.2009 kl. 11:29
Þetta er ferli, Héðinn, sem við þurfum að sjálfsögðu að binda í stjórnarskrá. Og ég get ekki tekið undir með þér að stjórnarská okkar sé "stórgölluð". Hún er ekki það kúgunarplagg sem sumir vilja vera láta, þó það sé vissulega löngu tímabært að taka hana til rækilegrar endurskoðunar.
Einmitt vegna þess hve mikilvæg stjórnarskráin er og hversu skotheld hún verður að vera er það vítavert að hraða breytingum á henni og kasta til þeirra höndum.
Emil Örn Kristjánsson, 3.4.2009 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.