Eru þetta ekki ofurlaun?

Það er munur að vera hverrar krónu virði... sérstaklega eins og krónan er metin þessa dagana, eða þannig.

Annars er einkennilegt að sjá hvernig ýmsir vefritarar vaða fram á völlinn og lýsa því yfir að þetta séu sko engin ofurlaun og bera saman við bankastjóralaun til skamms tíma. Það vill til að þar er ólíku saman að jafna.

Eva Joly mun ætla sér að vinna hér 4 daga í mánuði og fyrir það fær hún 1.3 millur. S.s. 325þúsund á dag eða 7.150.000 krónur í mánaðarlaun miðað við fulla vinnu!

Jæja, þetta er kannske ekki sanngjarnt. Gefum okkur að hún vinni eitthvað úr gögnum heima hjá sér. Gefum okkur að hún leggi jafnvel álíka vinnu í þessi mál utan Íslands eins og hún gerir hér. Þá er hún ekki með nema rúmlega 3 og 1/2 millu á mánuði... Halló! Ef það eru ekki ofurlaun þá veit ég ekki hvað.

Og svo að lokum: Hvað er þetta með hann Steingrím J. og Norðmenn? Með fullri virðingu fyrir Evu, hún er enn einn Nojarinn í starfsliði þessarar ríkisstjórnar.  Er þetta eitthvert "plott"?

En þar sem hún er nú útlendingur þá má svo sem ætla að hún fái meiri frið og sé sýnd meiri virðing en okkar eigin saksóknurum. Væri það ekki munur ef við ættum úr svo miklu fé að spila til að leggja Efnhagasbrotadeild Rannsóknarlögreglunnar?

Ég get ekki að því gert. Mér finnst þetta lélegt. 


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta er ekki virðing fyrir störfum EVu Jolie!  Hún mun hala inn mikið meira af pening en nokkru sinni laun sín!...svo ekki sé talað um RÉTTLÆTI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jæja, Anna. Hann þótti nú ekki vera að hala inn réttlætið íslenzki saksóknarinn sem fékk það hlutverk að fara með mál á hendur Bónusfeðgum. Þá heyrði maður nú meira um hvað illa væri farið með öðlinginn Jóhannes og drenginn hans.

Ég endurtek: Með fullri virðingu fyrir Evu Joly (og segðu ekki að ég sé að vanvirða hana sem persónu), það er jaðrar við persónudýrkun hvernig fólk virðist ekki halda vatni yfir henni.

Emil Örn Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 21:34

3 identicon

Sæll Emil. Hvaðan hefurðu það að þetta sé ekki full vinna hjá henni??Og hennar fólki? Og hún hefur vissulega sérfræðiþekkingu sem ekki finnst hér.

Þessi laun eru svipuð og Flug kafteinn hefur í Evrópu, og töluvert lægra en sést hefur hér fyrir forstöðumenn nýju bankana t.d. sem síðasta stjórn réði.

Hér  hrundi kerfið og hundruð miljarða hvarf. Hundruð miljarða!

Sem skattgreiðendur eins og þú og ég, og það sem verra er börnin okkar koma til með að borga. Og ofan á það saurguðu þessir þjófar nafn okkar alstaðar erlendis. (ég sem á Holland sem móðurland, skammast mín fyrir að segja þar að Ísland sé mitt föðurland) Erlendis er litið á okkur sem þjófa!

Það verður að koma höndum yfir þessa glæpamenn hverra flokka sem þeir eru, og með hverjum þeim meðulum sem tiltæk eru. Kostnaðurinn  er aukaatriði því árangur í því að ná til baka ránsfengnum kemur til með að verða í hlutfalli við útlagðan kostnað og í bónus getum við sent komandi kynslóðum (börnum okkar) þau skilaboð að þetta sé rangt.

Fyrri stjórn gerði ekkert. Þegar Geir og Ingibjörg hefðu átt að fara strax við bankafallið og biðja Bresku og Hollensku stjórnirnar að hjálpa sér að koma höndum yfir glæponana, sem þau höfðu vitað síðan í ársbyrjun í fyrra hvað aðhöfðust, og endurheimta peningana.  Þá kusu þau að gera fjölmiðla sirkus úr öllu. Því fór sem fór. Hvað voru þau að vernda. Ekkert hefur gerst síðan, ekki króna verið endurheimt og ekki einn einasti glæpon handtekinn.

Þessi kona og hennar hjálp kemur til með að ná þessu fólki. Hvort sem það hefur borgað í kosningasjóði Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar eða Framsóknar. Það er mér slétt sama um.

Gleymum ekki því að það var flokka samtryggingin og klíkuskapurinn sem kom okkur í þennan skít.

P/S Eg hef ekki heyrt neinar tillögur frá Sjálfstæðisflokk eða Samfylkingu hvernig á að ná þessu liði. Eða finnst öllum þar þetta lið vera saklaust???

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:55

4 Smámynd: Eygló

Er nokkuð að undra að við "höldum ekki vatni" yfir Evu.  Enginn Íslendingur hefur þá sérþekkingu (mér liggur við að segja sérgáfu) sem fæst með aðkomu hennar.

Mér finnst laun hennar og hennar fólks svosem skíterí í viðbót við það sem upp er komið. Og öll vonumst við til að niðurstöður rannsókna hennar verði til að bjarga einhverju.  Persónulega fengi ég örlitla útrás fyrir hefnigirni mína (vond kennd) gagnvart þeim sem þátt eiga í tapi mínu og stöðu afkomendanna.

Það er auðvitað hægt að skoða þetta frá fleiri sjónarhornum, og satt að segja skil ég hvað þú ert að fara í pistlinum.  Þar að auki leyfum við hvert öðru að vera ósammála viðritara.

Eygló, 1.4.2009 kl. 03:24

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Til að svara Arnþóri, þá sagði Eva það sjálf, í sjónvarpsviðtali, fyrir skemmstu, að hún færi fram á 2.000 Evrur á dag, fyrir fjögurra daga vinnu í mánuði. Ofurlaun ?... Ég hef miklar væntingar til hennar, og geri ráð fyrir að hún sé peninganna virði.

Hinsvegar átti ég í samræðum við Norsk/Enskan auðkýfing um síðustu helgi, og hann hafði ekki mikið álit á Evu og skilvirkni hennar, og hélt því fram að við værum að kaupa köttinn í sekknum. Hver veit ?. Verður ekki tíminn að leiða í ljós, hver skilvirkni hennar er ?

Börkur Hrólfsson, 1.4.2009 kl. 09:46

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir þetta, Börkur. Það er þá hreinu hvað tímakaupið hennar Evu er. Burtséð frá meintum mannkostum hennar og færni þá fer ég ekki ofan af því að þetta eru ofurlaun.

Emil Örn Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 10:22

7 identicon

Ég hef fulla trú á Evu Joly og held að hún verði hverrar krónu virði. Þú ættir frekar að blogga um ofurlaun skilanefnda bankanna.

Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 13:49

8 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er nú sammála Emil um það að það mætti láta meira peningaflæði fara til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, burt sé frá Joly.

En það þyrfti líka meiri pening í ... svo margt.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 1.4.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er auðséð Emil Örn, að það fálæti sem við deilum gagnvart Evu Joly og refsigleði hennar er fjarri því að vera almannaeign.

En ég er feginn því að eiga þig að liðsmanni í þessu máli.

Sigurður Hreiðar, 1.4.2009 kl. 15:15

10 identicon

Persónudýrkun vinstri-græningja nær hámarki þegar fjallað er um Steingrím J og hans verk.  Væntanlega vilja þeir meina að ráðning Evu sé hans verk og hans frumkvæði en gleyma að Egill Silfur á allan heiðurinn af komu hennar hingað.  Að sjálfsögðu eru þetta ofurlaun, burtséð frá því hver á að fá þau.  Ekkert nýtt að þetta lið er ekki sjálfum sér samkvæmt. Ég er að a.m.k. liðsmaður ykkar S.Hreiðar í þessu máli Emil.

Jóhann Hannó Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 15:40

11 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur fyrir innlitið. Það er morgunljóst að það deila ekki allir sömu hrifningu á ráðningu Evu Joly. Þá finnst heldur ekki öllum það sé sama hverju sé til kostað.

Emil Örn Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 17:01

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Auðvitað deila stuðningsmenn óráðsíu og fjárglæfra ekki gleði okkar almennings yfir að best mögulega fólkið sé ráðið til verksins að hafa hendur í hári þessara manna, og jafnvel gæti verið flétt ofanaf einhverjum siðspilltum stjórnmálamönnum í leiðinni. Þið megið náttúrulega ekki til þess hugsa er það nokkuð strákar?

Vitið þið eitthvað um konuna? Vitið þiði yfirleitt hvað er að gerast í kringum ykkur?  Eða eruð þið forheimskir frímúrarar?

Einhver Ágúst, 2.4.2009 kl. 20:35

13 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já einmitt, Ágúst Már. Svo ég tali nú bara fyrir sjálfan mig þá veit ég ósköp lítið um þessa konu. Það væri kannske ráð að þú upplýstir okkur. Miðað við þínar fullyrðingar, með lýsingarorðum í efsta stigi, þá virðist þú greinilega þekkja betur til.

Emil Örn Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 22:08

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ágúst Már veit amk. eitthvað um frímúrara af ýmsum toga. Það er meira en ég geri.

Sigurður Hreiðar, 3.4.2009 kl. 12:20

15 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahaha...ég viðurkenni að þessi lokaathugasemd um frímúrara var óviðeigandi og alls ekki það sem ég vil viðhafa allra jafna en ´stundum hitnar manni í hamsi, þið afsakið.

Ég bjó um skeið í Noregi og fylgdist með Evu Joly þar í gegnum fjölmiðla, hún hefur búið lengi í Frakklandi og gegnt þar stöðu rannsóknardómara, dregið fyrir dóm í löngum og flóknum málferlum pólitíkusa og fjármálajöfra, fengi þá dæmda og búið lengi við það að lífi hennar er ógnað að öfgafullum hægri öflum.

En já hún kostar, og kostar frekar mikið, en ég held það verði smámunir miðað við hvernig hún getur snúið þessu máli okkur í hag því að ég tel það full veikt að láta sýslumann úr 3000 manna bæjarfélagi útá landi fara að rannsaka alþjóðlega glæpastarfsemi, og í raun tel ég það glæpsamlegt og bera vitni um lydduskap og merki þess að þessir menn eigi bara að sleppa og sérstaklega stjórnmálamenn og makar þeirra sem eru vægast sagt í vafasömum tengslum við þetta sukk allt saman.

Þú ert skemmtilegur Sigurður og kannt að svara, takk fyrir það en hvaða illska er þetta í ykkur gagnvart norðmönnum? Þeir standa með okkur utan ESB og vilja vera í samstarfi er það eitthvað athugavert?

Að hafa sem bandamann frænda sinn stórauðugann getur nú ekki veriði svo slæmt fyrir okkur, og innan AGS munu þeir verða okkur að liði svo við endum ekki sem El Salvador eða Columbía rúin að skinni og drukkn uð í málmbræðslum og mengun....

Annars langar mig að hvetja ykkur strákar til að skoða valmöguleika til breytinga í næstu kosningum og skoað borgarahreyfinguna á xo.is

Mbk Gústi

Einhver Ágúst, 3.4.2009 kl. 14:19

16 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú þekkir greinilega meira til Evu en ég, Ágúst og ég þakka þér þessar upplýsingar. Ferill hennar er greinilega mjög merkilegur. Mér þykir þú þó vera dómharður í garð sýslumannsins og ekki útilokað að hann geti sýnt sömu takta og fólk, sem lærir lögfræði í kvöldskóla. En það gerði Eva einmitt.

Með þessu er ég ekki að gera lítið úr Evu, engan veginn, heldur aðeins að benda á að mér þykir þessi lýsing þín á téðum sýslumanni lýsa ákveðnum fordómum og með sömu aferðafræði mætti gera lítið úr næstum hverjum sem er.

Ég ber enga illsku í garð Norðmanna, frekar en annara þjóða. Það er hins vegar eftirtektarvert hvað það virðist eitthvað sjálfsagt og einfalt í dag að leita í raðir norskra vinstri manna eftir embættismönnum.

Einnig þykir mér það eftirtektarvert hversu fljótt Eva barst í hendur ríkisstjórnarinnar og strax og án frekari umhugsunar var hún ráðin í þokkalega vel launaða innivinnu.

Sumir hefðu nú spurt hvort ekki væri rétt að auglýsa stöðuna og meta umsækjendur.

Ég get svo fyllilega tekið undir með þér að hann Sigurður er bæði orðheppin og skjótur til svars.

Emil Örn Kristjánsson, 3.4.2009 kl. 18:12

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Það vakir ekki fyrir mér að gera lítið úr einum né neinum bara að benda á að gott er að velja rétta verkfærið til starfsins, það er ekki gagnrýni á stjörnuskrúfjárn að benda á að það er ekki rétta verkfærið fyrir tork skrúfu og mun væntanlega eyðileggja meira en það lagar.

Sýslumaðurinn stjórnar áfram rannsókninni en er kominn með hjálp frá einum fremsta rannsakanda spillingar og fjárglæfra í heiminum, það er bara plús og gerir verk hanns væntanlega léttara og skilvirkara enda hef ég lítið heyrt hann kvarta.

Blessi þig vinur minn.

Einhver Ágúst, 6.4.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband