30.3.2009 | 16:54
Hættu þessu væli, maður
Þetta þykir mér nú koma í hörðustu átt. Frjálslyndi flokkurinn, sem kýs að kalla sig svo, er lítið annað en sjálfstæðismenn í fýlu. Sverrir Hermannsson stofnaði flokkinn þegar hann var í fýlu. Hann fékk Guðjón Arnar í lið með sér og smitaði hann af fýlunni. Ólafur F. fór í fýlu og gekk svo til liðs við hina fýlupúkana. Jón Magnússon var búinn að vera nokkuð lengi í fýlu og tók einnig saman við þessa fyrrum flokksbræður sína.
Að auki má svo nefna fólk sem af eihverjum ástæðum sáu hag sínum borgið hjá fýlupúkunum s.s. Magnús Þór og Sigurjón og einnig fýlupúka úr öðrum flokkum s.s. Grétar Mar og Karl V.
Það er ekkert nýtt að þegar fýlan rennur af fólki þá fer það einfaldlega heim aftur.
Frjálslyndi flokkurinn á ýmislegt sammerkt með Borgaraflokknum og mesta furða að tekist hafi að halda þetta lengi í honum lífinu. Nú er hann hins vegar orðinn óttalegt skar og stefnulaus sem fyrr. Það er því ekki að furða þó fólk finni sér skjól annarsstaðar. Til þess þarf engar mútur, Guðjón Arnar.
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur kallað það fýlu ef þú vilt en frá mínum bæjardyrum séð er þetta frekar fólk sem ekki lætur bjóða sér hvað sem er og hefur sjálfsvirðingu til að fara ef það sér að við ofurefli og yfirgang er að etja.
Þeir sem eftir sitja koma mér fyrir sjónir sem undirgefnir ,flokkshlýðnir, einstaklingar sem þora ekki að vera trúir sinni skoðun af ótta við anga kolkrabbans.
Meira svona,, if you cant beat them join them,, lið.
Magnús Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 17:36
Magnús hefur greinilega engin kynni haft af innra starfi Sjálfstæðisflokksins. Ég hélt þetta sama áður en ég gekk í flokkinn fyrir mörgum árum síðan. Raunveruleikinn kom mér skemmtilega á óvart.
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.3.2009 kl. 17:57
Já!! Frjálslyndi flokkurinn het fyrst Lýðræðisflokkurinn en Sverrir hafði þá vikið frá stofnun hans. Það var ég og Ásgeir Önundarson og Garðar Björgvinsson sem voru skráðir fyrir honum.Margir komu að stofnun hans t.d bátasjómenn að vestan ,fundirnir voru haldir að Vogaseli 1. en líka heima hjá Sverri í birjun.Þegar Sverrir helt blaðamannafund og auglýsti flokkinn(Lýðræðisflokkinn) var hann ekki með í honum. Hann breytti þvi nafninu og og kallaði hann Frjálslynda Flokkinn.
Kveðja árni Björn
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:46
Burtséð frá því, mér fannst umræðan á z-unni snúast um ástæðuna fyrir minnkandi fylgi frjálslyndra ?en ég er viss um að ástæðan á rætur sínar að rekja til ótta fólks um að fyrirbærið sem er búið að dvelja við völd sl 18 ár komist aftur til valda.Það virðist vera að fólk hafi lært af því hvernig fór fyrir Íslandshreyfingunni og vilji tryggja vægi athvæða sinna með því að kjósa VG eða SF. Ég held að það sé meiginástæða fyrir fækkandi fylgi allra flokka. það þorir enginn að kjósa samkvæmt sannfæringu sinni því aðalmarkmið flestra er að koma í veg fyrir spillingu, sem loksins er komin uppá yfirborðið,allir hafa vitað af en er nú loksins augljós og nakin í ljósgeislanum eins og kakkalakki á stöðugum flótta. Nú vill fólk bara hreint hús og byrjunin er jú að drepa pödduna fyrst .svo getum við hafist handa við að mála.
Magnús Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 23:11
Sem ritari í kjördæmafélagi FF í Reykjavík norður og nefndarmaður í fjármálaráði flokksins verð ég að leiðrétta að Sverrir Hermannsson stofnaði ekki flokkinn. Hann gekk ekki til liðs við okkur fyrr en farið var að huga að framboði til alþingis. Valdimar Jóhannsson á heiður af stofnun flokksins sem fyrst hét Samtök um þjóðareign. Það þótti ekki nógu mikil reisn yfir því að kalla félagsskapinn samtök þegar kom að þingframboði. Vissulega kom væn innspýting í starfið með tilkomu Sverris og Guðjóns Arnars. Og það má alveg halda því til haga að það var Sverrir sem skráði nafnið Frjálslyndi flokkurinn.
Það er ekki rétt að tala um FF sem stefnulausan flokk. Hingað til hefur hann frekar verið - af andstæðingum - kallaður eins máls flokkur. Það sem sameinaði fólk í þennan flokk var og er barátta gegn kvótakerfinu.
Ég er ekki viss um að þingmenn hafi gengið í FF umfram aðra flokka. Það ber hinsvegar meira á því með FF vegna þess að flokkurinn hefur fáa þingmenn hverju sinni (3 - 4).
Það hafa ýmsir gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Til að mynda Gunnar Örlygsson, Jón Magnússon og Karen á Akranesi. Jón gekk áður úr Sjálfstæðisflokknum og bauð fram með Nýju afli.
Kristinn H. Gunnarsson gekk úr Alþýðubandalaginu í Framsóknarflokkinn. Síðan í FF og loks aftur í Framsókn. Segir það eitthvað annað um Framsóknarflokkinn en FF?
Ómar Ragnarsson og Magga Sverris eru gengin til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa boðið fram fyrir Íslandshreyfinguna. Björk Vilhelmsdóttir gekk úr VG í Samfylkinguna. Jón Bjarnason gekk úr Samfylkingunni yfir í VG. Bjarni Harðar gekk úr Framsóknarflokknum yfir í L-listann. Þráinn Bertelsson gekk úr Framsóknarflokknum yfir í Borgarahreyfinguna. Birgitta Jónsdóttir gekk úr VG yfir í Borgarhreyfinguna. Þannig mætti lengi telja.
Ég er fæddur og uppalinn í Sjálfstæðisflokknum. Og kannast við lýsingu Magnúsar. Fyrir þá sem hafa ekki samanburð úr starfi í öðrum flokk er alveg líklegt að þeir upplifi annað, sbr. athugasemd Hjartar.
Jens Guð, 30.3.2009 kl. 23:20
Ég þakka ykkur fyrir innlitið og málefnalega umræðu að mestu. Það er rétt, Hjörtur, að Magnús talar ekki af mikilli þekkingu um innra starf Sjálfstæðisflokksins. Eitt sinn fyllti ég þennan hóp sem gekk fram með fullyrðingar sem sköpuðust að mestu af fordómum og þekkingarleysi á þessum fjölmennasta stjórnmálaflokki landsins. Eftir að ég gerðist virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins veit ég betur og veit einnig að þar fer lýðræðisleg stjórnmálahreyfing. Það kom einmitt skemmtilega á óvart.
Ég þakka Árna Birni og Jens fyrir þeirra innlegg. Ég er fróðari um upphaf þessarar stjórnmálahreyfingar en áður. Það breytir því þó ekki að þegar FF bauð fyrst fram þá var það undir foryztu Sverris Hermannssonar. Hann kann að hafa byggt á eldra grunni en hann gerir hreyfinguna í raun að stjórmálaflokki, þá "í fýlu" út í Sjálfstæðisflokkinn. Því skal haldið til haga, Jens, að FF er reyndar eins máls flokkur, eins og þú bendir réttilega á. Hans stóra mál er kvótakerfið og maður grunaði Sverri um að vera einfaldlega að spila á umdeilt mál til að ná fylgi. Án þess að vera ýkja mikill áhugamaður um það sjálfur.
Allt um það. Það einkennir FF að vera mannaður að miklu leyti fólki sem horfið hefur úr öðrum flokkum. Allt tal Guðjóns Arnars um mútur og mannaveiðar dæma sig sjálfar. FF á, held ég, ekki langt eftir. Það verður ekki lengi byggt á fólki sem flúið hefur aðra flokka og byggja baráttu sína á einum málaflokki.
Emil Örn Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 00:17
Allir byrja einhvers staðar í pólítík Emil, hvort sem menn byrja í Sjálfstæðisflokknum eða Frjálslynda,
Þinn flokkur er nú bara klofinn, þið eruð bara svo blindir á það að þið sjáið það ekki.
telur þú að þið í Sjálfstæðisflokknum EIGIÐ fiskinn í sjónum eins og Siggi Kári talaði um?
Telur þú að þetta kvótakerfi sé að virka?
Hefur þú búið í þorpi sem varð til vegna fisksins í sjónum?
Gerir þú þér grein fyrir því að fiskvinnsla og fiskveiðar koma öllum sjávarþorpum við?
Reykvíkingar fatta þetta bara ekki, þeir skilja ekki svona lagað, allavega þeir sem hafa aldrei migið í saltan sjó.
Arnar (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 01:00
Það er alveg rétt að ég hef enga reynslu af því að starfa í sjálfstæðisflokknum enda hef ég ekki haldið því fram, veit ekki hvað það kemur málunum við? Hitt er annað að ég aðhyllist réttlæti og trúi því staðfastlega að það sé ekki réttur neinnar manneskju eða flokks í afli fjöldans að kúga aðrar manneskjur og leggja undir sig auðlyndir þjóðar til að útbýta þeim á fárra hendur sorry þetta heitir rányrkja á Íslensku svo vil ég bara benda á stöðu þjóðarinnar og sú staða getur ekki gert mig annað en feginn yfir því að hafa aldrei kynnst innra starfi flokksins.
FF hefur þó markvisst unnið í þágu réttlætis og gegn brotum á mannréttindum það meiga þeir eiga og það verður ekki af þeim tekið, það hefur bara verið við rammann reip að draga og það er íhaldið, en það breytist vonandi.
Magnús Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 02:09
Jahá, kom þér á óvart að sjálfstæðisflokkurinn væri lýðræðislegur flokkur !
Það kemur mér á óvart, að jafn greindur maður og þú, skulir halda
að lýðræði og sjálfstæðisflokkurinn eigi samleið.
Börkur Hrólfsson, 31.3.2009 kl. 05:15
Já, Börkur. Jafn greindur maður og ég er viðurkennir staðreyndir. Ég veit af eigin reynzlu að Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur, sem viðhefur lýðræðisleg vinnubrögð. Andstætt ýmsum öðrum þá ætla ég ekki að tjá mig um innra starf flokka þar sem ég þekki ekki til. Ég leyfi mér þó að halda því fram að t.a.m. sé Samfylkingin lýðræðislegur flokkur þó ég sé í ýmsum grundvallaratriðum algerlega ósammála þeim sem þann flokk fylla. Ég efast ekki einu sinni um að þeir hafi lýðræðislega og án þvingana kosið sér eftirlaunaþega sovézkri kosningu í formannsstól. Mér kann að þykja sumar ályktanir þeirra arfavitlausar en það lýsir bara þeim hópi sem kom sér saman um þær. Ég ætla mér hins vegar ekki eitt augnablik að efast um að þokkalega lýðræðisleg vinnubrögð liggi þar að baki.
Magnús, setning þín: "Þeir sem eftir sitja koma mér fyrir sjónir sem undirgefnir ,flokkshlýðnir, einstaklingar sem þora ekki að vera trúir sinni skoðun af ótta við anga kolkrabbans", lýsa ákveðnum fordómum á innra starfi Sjálfstæðisflokksins.
Arnar, að sjálfsögðu tel ég ekki og hef aldrei talið að fiskurinn í sjónum tilheyri Sjálfstæðisflokknum. Hvernig dettur þér það í hug? Og hvar ég míg kemur málinu lítið við. Ég get að nokkru leyti tekið undir með þér um klofning Sjálfstæðisflokksins. Þó ég vilji frekar orða það svo að flísast hafi úr honum og þá er ég að tala um FF. Annað eins hefur nú oft gerst í íslenzkri pólitík og má þar nefa auk FF, Borgaraflokkinn, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Bandalag jafnaðarmanna, Þjóðvaka o.fl. Þessir klofningar eða flísar eiga það flestar sammerkt að vera skammlífar og ganga aftur til baka til móðurflokkanna. Auðvitað byrja allir einhversstaðar í pólitík en flokkar sem klofna frá öðrum stærri flokkum eru, eðli málsins samkvæmt, skipaðir fólki sem hóf feril sinn annarsstaðar.
Hvað kvótakerfið varðar þá get ég alveg tekið undir með þér að það er ekki að virka. Það er löngu gengið sér til húðar og hefur snúist allt á verri veg en lagt var upp með. Hins vegar þá þurfum við einhverskonar fiskveiðistjórnunarkerfi og við leggjum ekki kvótakerfið niður nema eitthvað annað komi í staðinn. Vonandi verður það fyrr en síðar.
Emil Örn Kristjánsson, 31.3.2009 kl. 11:07
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsta grasrótarhreyfing á landinu. Það þýðir þó ekki að flokkurinn starfi lýðræðislega, hvorki í ytra né innra umhverfi.
Lýðræishalli flokksins í gegnum árin hefur fyrst og fremst einkennst af tveimur hlutum fyrir mér (sem hef verið að fylgjast ítarlega með af hliðarlínunni):
1. Flokkurinn starfar ekki eftir stefnuyfirlýsingu flokksins
2. Flokkurinn veitir ekki ályktunum grasrótarinnar brautargengi inni á landsfundi þar sem ákvarðanirnar eru jú teknar.
Ég veit að þið munið reyna að verja landsfundinn, það er jú ykkar hlutverk í þessum samskiptum, en það hefur í gegnum tíðina verið reynslan að á landsfundi eru rædd þau mál sem forystan vill setja á oddinn. Grasrótin sætir afgangi og er því nánast eins og maki sem býr við ofbeldi á heimilinu en kemur þó alltaf aftur heim.
Fordómar? Þið viljið eflaust meina það. Ég er þó búinn að vera skráður félagi í flokknum frá 1984 og hef fylgst með störfum hans að mestu síðan. Myndi alltaf kjósa hann og leggja allt mitt af mörkum fyrir starfið ef starfið fylgdi stefnu flokksins. Stefnu yfirlýsingin er nefnilega eitt alflottasta skjal sem ég hef lesið á pólitískum vettvangi.
Baldvin Jónsson, 3.4.2009 kl. 00:51
Baldvin, hvað 1. lið varðar þá má ræða þau mál lengi og vissulega færa fyrir rök bæði með og á móti. Því miður eru aðstæður stundum slíkar, og ekki sízt í samstarfi tveggja eða fleiri flokka, að það er ekki hægt að fylgja stefnuyfirlýsingum sínum út í hörgul þó maður gjarnan vildi.
Hvað annan lið varðar þá held ég að þú verðir að færa frekari rök fyrir þessari fullyrðingu þinni. Á landsfundi eru afgreiddar ályktanir um flest þau mál sem þjóðfélagið varðar og þar eru allir virkir í umræðunni sem kæra sig um. Sjálfur tel ég mig koma úr grasrótinni, ég tek virkan þátt í störfum landsfundar og ég upplifi mig ekki sem kúgaðan maka.
Emil Örn Kristjánsson, 3.4.2009 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.