30.3.2009 | 15:27
Vanhæfir fréttamenn
Ég sat nú undir þessari ræðu og án þess að ég leggi á hana efnislegt eða siðferðislegt mat þá verð ég að segja að hún var djesk... fyndin og skemmtileg.
Hins vegar sér maður nú hvernig orðrómurinn fer af stað. Norðmenn slá upp frétt, sem algerlega vanhæfur þýðandi hefur farið höndum um, og nú gengur fjöllum hærra vestan Atlantsála að Davíð hafi kallað Svein "drullusokk". Það vita þeir sem vilja vita að hann kallaði manninn "lausamann" og það er fjarri að hægt sé að leggja þessi tvö orð að jöfnu.
Því fer einnig fjarri að Davíð hafi líkt sér við Krist. Þvert á móti. Og fréttamenn, sem halda öðru fram, hafa annað tveggja ekki hlustað á ræðuna eða mistúlka hana vísvitandi til að búa til safaríkari frétt.
Annars þarf ekki mistúlka neitt í þessari ræðu, hún er nógu safarík fyrir... án þess, eins og áður sagði, að ég sé að leggja efnislegt eða siðferðislegt mat á hana.
Norskir fjalla um ræðu Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varaformaður Íbúasamtaka Grafarvogs
Varaformaður Hverfisráðs Grafarvogs
Ritari Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi
Í stjórn Foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs
Í skólanefnd Borgarholtsskóla (rétt, hann er í Grafarvogi)
Þetta eru hlutverkin þín í hverfinu þínu. Ætla rétt að vona að þú notir ekki svona "fyndið" orðalag á fundum í félögunum þínum
Kveðja að norðan
Anna Guðný , 30.3.2009 kl. 22:16
Sæl, Anna Guðný. Þakka þér fyrir innlitið.
Ég hef nú stundum orðað það svo að þó maður taki að sér ýmis störf fyrir samfélagið sé ekki þar með sagt að maður þurfi að ganga um með vandlætingar- og harðlífissvip alla daga.
Ég hygg að í flestum tilvikum kunni ég að haga orðalagi, viðmóti og framkomu eins og við á miðað við stað, stund og tilefni. Ég get hins vegar leyft mér að brosa út í annað og jafnvel skella upp úr þegar þegar mönnum (körlum og konum) tekst vel til. Til dæmis geta tvíræðar sögur oft verið hin bezta skemmtan í ákveðnum hópi þó maður láti slíkt ekki frá sér fara annarsstaðar. Ég er hins vegar ekki sá hrænsnari að þora ekki að viðurkenna að mér hafi þótt umrædd ræða fyndin. Mér þykja reyndar Tommi og Jenni líka fyndnir þó ég taki þá félaga ekki mér til fyrirmyndar.
Mér þykir vænt um að þú skulir líta við en mér þykir þú ekki hafa ástæðu til vandlætingar.
Emil Örn Kristjánsson, 30.3.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.