23.3.2009 | 12:36
Nano
Indverjar eru ágætir. Þessi næstfjölmennasta þjóð heims er einnig fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og þriðja mesta herveldi heims. Andstæður í þjóðfélaginu munu vera gífurlegar og hverjum sem er væri hollt að horfa á kvikmyndina "Viltu vinna milljarð" til að gera sér, þó ekki væri nema örlitla, grein fyrir þessu þjóðfélagi.
Fyrir ekki löngu ákváðu Indverjar að farsímavæða þessa fjölmennu og, að stórum hluta, fátæku þjóð. Þeim tókst það sem þeir ætluðu sér. Þ.e. að framleiða farsíma sem kostar innan við 2.000,- krónur.
Nú hafa þeir einnig ákveðið að netvæða þjóðina og munu vera búnir að hanna frumgerð af fartölvu, sem á að kosta innan við 2.000,- krónur.
Svo á líka að bílvæða Indverja og nú er Nano-bifreiðin að koma á markaðinn. Bíll, sem kostar innan við 250.000,- krónur.
Maður getur varla annað en dáðst að slíkri framtakssemi.
Nú get ég vel unnt Indverjum þess að eiga sinn fjölskyldubíl og vissulega mun Nano-bifreiðin gera mörgum, bæði á Indlandi og víðar, það mögulegt. Mörgum annars hefðu aldrei getað eignast slíkt farartæki, sem okkur Íslandi finnst sjálfsagt að eiga. Enda eru fleiri bifreiðar hér en ökuleyfi.
Ég kemst samt ekki hjá því að hugsa um mengunina og olíunotkunina, sem mun stóraukast verði þessi áætlun að veruleika. Ég endurtek að ég get vel unnt fátækum Indverjum og annara þjóða fólki að eignast bíla en mig óar við því ef bílaeign mannkyns eykst um hugsanlega einhverjar milljónir.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig indverskur skopmyndateiknari sér fyrir sér framtíðina. Nano-birfreið við hvert hús... þó húsin sjálf séu án allra þæginda þ.m.t. hitunar. Hugsanlegar eru áherzlunar ekki réttar.
Heimsins ódýrasti bíll í sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég bý á Indlandi og ég hef hvergi séð húshitun hér á landi, en loftkæling er algeng á fínni stöðum. Rennandi vatn er hins vegar stórt atriði sem vantar víða.
Í dag eru mótorhjól gjarnan fyrir utan 10 fermetra bárujárnskofa í stað bílanna á myndinni. Það vantar samt alveg sjónvarpsloftnet á hana.
Einar Jón, 23.3.2009 kl. 13:38
Það sem vantar í þessa frétt er að ræða aðeins um efnahaginn þarna úti.
Fyrir okkur íslendinga hljómar 250.000 kr. nokkuð gott verð fyrir bíl en ef hugsað er út í laun fátækari einstklinga í Indlandi þá eru þau ekki nema 8.000 kr. á mánuði (var 4.000 kr. þegar ég ferðaðist um Indland á sínum tíma geri því ráð fyrir tvöföldun í þessum reikningi mínum.) Þetta er því eins og fátækustu íslendingarnir með um 150.000 kr. á mánuði myndu kaupa sér bíl sem kostar 4.600.000 kr. - er bíllinn þá í raun svo ódýr fyrir þá fátæku?
Birgir Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 13:59
Manni sýnist þá að bíllinn höfði ekki til fátækustu heldur einhverrar millistéttar(?)
Ég myndi alveg kaupa svona bíl í innanbæjarsnatt, hann er á réttu verði fyrir mig ; - )
Þangað til læt ég reiðhjólið nægja.
Ólafur Þórðarson, 23.3.2009 kl. 15:00
Þess má geta að þetta fyrirtæki Tata Motors (20. stærsti bílaframleiðandi í heiminum og gæti farið ört hækkandi á þeim lista) keypti í fyrri vörumerki og framleiðslu Jaguar og Land Rover af Ford og eru þar með komnir með ágætis fótfestu í Evrópu. Einnig eru sögusagnir í gangi um hugsamleg kaup á Chrysler.
Það eru uppi áætlanir um að framleiða rafmagnsbíls útfærsla að Tata Nano sem mun heita E-Nano. Tata hefur líka tekið upp á sína arma áætlanir um framleiðslu á bíl sem gengur fyrir þjöppuðu lofti annað hvort eingöngu eða sem "hybrid" með bæði þjappað loft og bensín, sjá hér: http://www.mdi.lu/english/
Einar Steinsson, 23.3.2009 kl. 15:02
Ég þakka öllum fyrri innlitið. Gaman fá heimsókn alla leið frá Indlandi.
Teiknarinn hefði kannske átt að mynda fólk að sækja vatn í brunn frekar en ylja sér við eld. Nema hann sé frá Punjab eða Kashmir. Mér skilst að það geti stundum orðið kalt þar.
Annars held ég flestir geri sér grein fyrir því að fátækasta fólkið mun ekkert frekar geta eignast bíl en áður. En samt sem áður fjölgar þeim verulega sem munu nú geta keypt bifreið og eðlilega mun bifreiðum fjölga mikið.
Emil Örn Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.