Af vatnstanki

Einhver ykkar, kæru lesendur kunna að hafa tekið eftir því að ykkar einlægur birtist á annari blaðsíðu Fréttablaðsins í dag. Til að gera betur grein fyrir því máli eru hér því nokkur þankabrot mín um þetta mál.

Grafarvogsbúar hafa óskað mjög eindregið eftir útsýnispalli og einhverri frekari aðstöðu á sk. Hallsteinshöfða fyrir ofan Gufunes. Þar er m.a. höggmyndagarður, fjölfarin gönguleið, fallegur útsýnisstaður og upplýsingaskilti um sögu staðarins. Enda er jörðin Gufunes einn af mestu sögustöðum í landi höfuðborgarinnar og eru fleiri slík skilti í undirbúningi.

 Þarna stendur einnig vatnstankur frá þeim tíma þegar Áburðarverksmiðjan var reist fyrir u.þ.b. 60 árum síðan fyrir sk. Marshallaðstoð. Talið var að vatnstankurinn myndi nýtast vel sem útsýnispallur, bæði vegna staðsetningar og ekki sízt fyrir það að hann er, sem slíkur, einnig sögulegar minjar um merkilegt athafnatímabil í sögu þjóðarinnar.

 Nú brá hins vegar svo við að í byrjun siðustu viku komu menn og vélar á vegum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar og rifu umræddan vatnstank niður án frekari fyrirvara.

Það kann s.s. vel að vera að vatnstankurinn hafi ekki hentað sem slíkur til að gera á honum útsýnispall eða hann orðinn of skemmdur. Það er ekki málið. Málið er að hjá Framkvæmda- og eignasviði borgarinnar hefur greinilega ekkert verið unnið í því að útfæra óskir íbúa heldur var undirbúningur að niðurrifi var greinilega í fullum gangi á sama tíma og fulltrúar í Hverfisráði Grafarvogs og stjórn íbúasamtaka Grafarvogs vissu ekki annað en verið væri að vinna að margítrekuðum hugmyndum íbúa.

Því er borið við að hætta hafi stafað af vatnstankinum og það er vissulega rétt. Sú hætta hefði hins vegar ekki verið til staðar hefði verið unnið að framkomnum hugmyndum um framtíð umrædds vatnstanks
 
Það er náttúrulega vítavert gerræði af hálfu yfirmanna Framkvæmda- og eignasviðs að fara sínu svona fram án nokkurs samráðs við kjörna fulltrúa.

Það hefði verið lágmarks kurteisi af hendi Framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar að láta hverfisráðið vita hvað til stóð og einnig hvað þeir hafa hugsað sér að gera til að koma til móts við margítrekaðar óskir íbúa.

Nú er vatnstankurinn horfinn og ástæðulaust að gráta hann frekar en íbúar eiga kröfu á því að tafarlaust verði ráðist í að byggja snyrtilega útsýnispall með bekkjum o.þ.h. Ekki er minna lýti eða hætta að mulningnum af vatnstankinum þar sem hann liggur nú hlíðinni fyrir ofan Gufunes.

Stundum spyr maður sjálfan sig til hvers fólk sé vinna í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar ef embættismenn halda að þeir geti bara farið sínu fram hvað sem tautar og raular.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Góður Emil, þú stendur þig vel í þessu!

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 12:07

2 identicon

Kalla það gott ef gamall og ryðgaður vatnstankur, sem búið er að rústa, er stærsta áhyggjuefni íbúa í Grafarvogi!

Þá hafa þeir það fjandi gott...!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir, Hjörtur. Maður reynir.

Snæbjörn, það er vissulega gott að búa í Grafarvogi. Mér þætti samt betra, fyrst þú ákvaðst á annað borð að gera athugasemd við færslu mína, að þú læsir mál mitt í samhengi. Stóra málið er ekki að vatnstankurinn hafi verið rifinn, heldur gerræði embættismanna borgarinnar.

Emil Örn Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband