Þú skalt ekki stela... og ekki heldur svíkja.

Það vill til að líklega eiga tryggingarfélög minnsta samúð allra hjá almenningi. Í samanburði við tryggingarfélögin er Ríkisskattstjóri elskaður af þjóðinni. Hversvegna skyldi það vera?

Svarið er einfalt. Fólk greiðir tryggingariðgjöld sín í þeirri trú að þar með sé það, eðli málsins samkvæmt, tryggt fyrir áföllum. Svo þegar til þarf að taka, þegar fólk verður fyrir tjóni og prísar sig sælt að hafa sitt á þurru þá tekur oft við slagur við þann aðila sem það taldi sig eiga skjól hjá.

Nú ætla ég engan veginn að leggja öll tryggingafélög undir sama hatt og alls ekki alla starfsmenn tryggingarfélaga. Þar er að finna, merkilegt nokk, samvizkusamt og réttsýnt fólk og oft hefur maður vorkennt starfmönnum tryggingafélaga á mannamótum þegar upp kemst um atvinnu þeirra.

Samt kemst maður ekki hjá því að upplifa sum tryggingarfélög sem fyrirtæki með yfirlýst markmið að svindla á viðskiptavinum sínum og starfsfólk þar að stórum hluta samvizkulausa þrjóta.

Sjálfur hef ég lent í því að þurfa að leggja á mig ómælda vinnu, erfiði og fé til þess eins að fá rétta málsmeðferð. Ég hef lent í því að starfsmenn tryggingarfélaga neita að lesa lögregluskýrslur og önnur gögn sem eru máli viðkomandi og gætu orðið til þess að bótaþegi fái það sem honum ber. Og af hverju koma tryggingarfélögin oft og ítrekað með staðlausar mótbárur til að komast hjá því að standa við sínar skuldbindingar? Ætli það sé ekki vegna þess að flestir einfaldlega gefast upp fyrir þeim?

En nú hefst sama vælið og barlómurinn eins og svo oft áður hjá blessuðum tryggingarfélögunum. Allir eru svo vondir við þau. Oftast er svona væl undanfari mikilla hækkana á iðgjöldum. Félögin eru að reyna að byggja upp samúð hjá almenningi, svo þau geti hækkað álögurnar. Og oft láta þau eins og það sé ekkert nema eymd og tap að hafa upp úr slíkum rekstri. Halló, það telur mér enginn trú um að menn séu að reka tryggingarfélgög í einhverju góðgerðarskyni.

Hvernig væri að þau væru bara hreinskiptari í sínum viðskiptum og kæmu heiðarlega fram við viðskiptavini sína? Þá þætti víst flestum í lagi að greiða iðgjöldin sín.

Ég er ekki að mæla því bót að fólk svindli og svíki út úr tryggingum, þó tryggingarfélögin séu oft að uppskera eins og þau hafa sáð. Það á ekki að brjóta lög, það á ekki að stela eða svíkja. Og þó maður svíki þann sem sveik þá er maður bara búinn að koma sér niður á sama lága planið og sá hinn sami er á.

Höfundur vill taka fram að hann hefur ekkert upp núverandi tryggingarfélag sitt að klaga. Hann hefur hins vegar ljótar sögur að segja af öðrum tryggingafélögum.


mbl.is Fjórðungur vissi um svik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég var svikinn af mínu tryggingarfélagi.

Offari, 16.3.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband