16.3.2009 | 10:46
Málfarshornið - Mér er nóg boðið!
Ég tel mig bæði víðlesinn og fjölfróðan mann. Þó kem ég engum botni í þessa stuttu grein. Það er eins og hér hafi verið eytt miklu rými í að segja ekki neitt.
Á ég að skilja það svo að "Smettið" (Facebook) sé miðill fyrir auglýsingar eða eru auglýsingar látnar leka inn á netið og sé svo er það í þökk eða óþökk auglýsenda?
Eina sem ég skil, eftir þennan lestur, er að símafyrirtækið Vodafone er annað tveggja að gera auglýsingu eða hefur lokið við að gera auglýsingu þar sem sviðið er Himnaríki.
Svo skil ég það einnig að greinarhöfundur fullyrðir eitthvað um viðbrögð kirkjunnar, þó ég skilji engan veginn hver þau muni verða. Hér tekur nefnilega steininn úr. Hvað þýðir orðið "eipa"? Ég leyfi mér að draga stórlega í efa að það sé íslenzkt.
Réttast þætti mér að sá sem ritaði þessa frétt væri hýrudreginn og fengi að auki alvarlega áminningu fyrir sóðaskap.
Ég er viss um að í núverandi árferði er hægt að ráða fjölda vel upplýstra manna (karla og kvenna) sem kunna að koma frá sér þokkalegum texta á íslenzku máli og hafa metnað til vandaðra vinnubragaða.
Fyrirtækin nýta sér Facebook til auglýsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst óþarfi að vera að óskapast yfir málfari á mbl.is. Það er og hefur alltaf verið afskaplega lélegt. Tímaeyðsla að vera að svekkja sig á slíku.
Sæmundur Bjarnason, 16.3.2009 kl. 12:18
Góður, Sæmi. Ég tek þetta til umhugsunar.
Emil Örn Kristjánsson, 16.3.2009 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.