Er ekki gamla aðferðin bara bezt?

Það hafa ýmsir talað fyrir því að nýta nútíma samskiptatækni í stærri stíl en verið hefur í kosningum. Samfó hefur riðið á vaðið og er með rafræna prófkjörskosningu... sk. netprófkjör

Nú hefur það sýnt sig að slíkar kosningar eru engan veginn skotheldar. Reyndar er ekkert kerfi algerlega öruggt en ekki er annað að sjá en samskiptatæknin sé ekki betur á veg komin en svo að hún bjóði ekki upp á jafn mikið öryggi og gamla góða seðla- og blýantsaðferðin.

Samfylkingarmanna vegna vona ég að þetta klúðri ekki gersamlega prófkjöri þeirra, því að baki liggur mikil vinna. Það er þó hætt við því að þarna hafi læðst inn atkvæði, sem ekki eiga þar heima og því megi draga lögmæti prófkjörsins í efa.

Ég er því fyllilega sáttur við að mega taka þátt prófkjöri með gömlu aðferðinni núna um helgina. En velta má því fyrir sér, í ljósi umræðunnar um beinna lýðræði, hvort ekki væri bara bezt að taka upp handauppréttingar. Slíkt er ekki ógerlegt hjá fámennri þjóð og þá þarf enginn maður (karl eða kona) að efast um að atkvæði hans hans hafi skilað sér rétt. Reyndar er þetta kerfi enn við lýði í svissnesku kantónunni (sambandslandinu) Appenzell Innerrhoden. Þar safnast atkvæðabært fólk, einu sinni á ári, saman á aðaltorgi höfuðstaðarins, Appenzell, og kjósa sér ríkisstjórn og samþykkja lög með handauppréttingu. Eini gallinn við slíkar kosningar er að þá eru þær ekki lengur leynilegar. En það verður ekki bæði haldið og sleppt.

Ég ætla svo ekkert að vera að gefa það upp hvort ég hafi notað tækifærið og tekið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar... ég ætla heldur ekki að segja ykkur að kaus Jón Baldvin LoL


mbl.is „Einstakt klúður“ í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 4895

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband