Stórlega ofmetið...?

Ég hef ekki séð þessa mynd og ég hef ekki lesið bókina. Ég er því dómbær á hvorugt.

Ég hef hins vegar lesið bók eftir þennan sama höfund. Sú bók heitir Sagan af bláa hnettinum. Fjöldi manns heldur ekki vatni yfir henni en sjálfum þykir mér lítið til koma. Satt að segja finnst mér þessi bók eitthvert ofmetnasta ritverk íslenzkt í seinni tíð. Enda er hún stirðlesin og torsótt, sérstaklega þegar haft er í huga fyrir hvaða markhóp hún er rituð.

Þar af leiðir leyfi ég mér að telja téðan Andra Snæ ofmetinn rithöfund. Því furðar mig að hann skuli vera á launaskrá ríkisins til 3ja ára... þiggja svokölluð "listamannalaun".

Greinilega þykir þó einhverjum maðurinn vera mikill listamaður, því honum gengur betur en mörgum að selja hugverk sín. Því furðar mig enn frekar að hann skuli vera þiggjandi sk. "listamannalauna".

Hugsanlega er ég, að mati sumra, búinn að skrifa mig út úr siðuðu samfélagi með svona yfirlýsingum. En það verður þá bara svo að vera. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem ég er gagnrýndur fyrir að hafa sjálfstæða skoðun á því sem kallast list. Hef enda verið skammaður opinberlga af samtökum listmanna fyrir að tjá mig um það sem ég hef "ekki vit á". En á maður ekki segja það sem manni finnst?

Eitt er þó næsta víst. Ég hef engar áætlanir uppi um að sjá þessa heimildarmynd.


mbl.is Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Draumalandið var frábær bók. Þar kom margt athyglisvert fram og flest eða allt vel rökstutt. Hún opnaði augu mín fyrir spillingunni í íslensku þjóðfélagi, fyrirbæri sem hefur verið að koma upp á yfirborðið undanfarna mánuði. Ég mæli með bókinni, hvort sem þú telur þig vera með eða móti því sem hann er að segja.

Villi Asgeirsson, 12.3.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Villi sæll, reyndar geta rithöfundar verið mistækir. Hugsanlega ætti ég að gefa manninum "séns". Ég hlýt þó að velta fyrir mér hvernig mér má þykja Sagan um bláa hnöttinn svo tyrfin og einfaldlega ekki vel skrifuð meðan svo margir aðrir næstum dýrka hana. Tek þó fram að hugmyndin er góð og það hefði mátt gera mjög læsilega bók út frá efninu. Má jafnvel ætla að þó þér þyki bók frábær þyki mér hún í bezta falli góð hugmynd?

Ég átta mig nú ekki alveg á þér, Óskar. Hvað ert þú að vilja með tilefnislaust pólitískt skítkast, dylgjur og alhæfingar á vefritið mitt? Ég sé ekki að ofangreind færsla mín gefi þér neitt tilefni til svona andsvara. Hvar lærðir þú eiginlega mannasiði?

Ekki svo að skilja að það er misjafn sauður í mörgu fé. Það má ugglaust finna spillt fólk í Sjálfstæðisflokknum, rétt eins og það má finna heiðarlegt og velviljað fólk í öðrum flokkum... líka Samfylkingunni.

Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 00:33

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Heimildarmynd" er rangnefni á þessari áróðursfilmu. Þetta eru draumórakenndar fabúleringar hjá manni sem er öfgakenndur umhverfisverndarsinni og hann á marga fylgjendur sem halda ekki vatni yfir honum. Blek-klessa úr biluðum penna hans veldur því að aðdáendur hans taka andköf af hrifningu og kliður fer um hjörðina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2009 kl. 01:18

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Takk fyrir innlitið, Gunnar. Það er greinilegt að ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti rithöfundarins. Eins og þú hef ég einmitt tekið eftir því hve margir fyllast aðdáðun á skrifum manns sem mér þykir varla í meðallagi ritfær.

Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 11:55

5 identicon

Einhver sagði að ekki bæri að vanmeta fordóma, þeir geta flýtt fyrir manni.

En mér virðist að þarna sé verið að rugla saman manninum og málefninu. Værirðu meira sammála Andra Snæ ef hann skrifaði fágaðri stíl? Eða koma fordómarnir hér til aðstoðar.

Viltu ekki hlusta á röksemdir gegn skoðunum þínum? Eða koma fordómarnir hér til hjálpar? 

 Hvað er að vera öfgakenndur umherfissinni? Ef maður telur að það sé lélegur bisniss að kosta til 150 milljónum að búa til eitt starf í hugsanlega brothættum rekstri einsog álframleiðslu, eru það öfgar?

Doddi D (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Doddi, ég átta mig ekki á því hvað þú ert að reyna að segja. Ég verð að ítreka að á ég hef hvorki lesið bókina né séð myndina Draumalandið. Eins og ég segi í færslu minni er ég dómbær á hvorugt.

Í því tilviki get ég ekki verið að rugla saman manni og málefni... málefnið er mér ókunnugt.

Ég fer ekki ofan af því að ég tel, eftir lestur einnar bókar, að Andri Snær sé ofmetinn rithöfundur.

Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 23:32

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef útlendingar vilja kosta til 150 miljónum fyrir eitt starf á Íslandi, þá er það bara hið besta mál

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.3.2009 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 4896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband