Góð hugmynd... eða hvað?

Auðvitað er svona forsjárhyggja ekki eitthvað sem manni finnst jákvætt og vissulega má búast við að námsmönnum í Tajikistan finnist þeir beittir kúgun og ósanngirni.

Samt kemst maður ekki hjá því hugsa hvílíkur munur það væri ef farsímanotkun þó ekki nema minnkaði svolítið og fleiri nýttu sér almenningssamgöngur.

Því verður þó ekki komið á með boðum og bönnum. Til þess þarf hugarfarsbreytingu... já, og hvatningu.

Þar hefur Reykjavíkurborg farið á undan með góðu fordæmi. Að bjóða námsmönnum ókeypis strætóferðið, ekki endilega vegna þess að námsmenn séu svo illa stæðir að þeir geti ekki borgað fargjaldið, heldur til þess að hvetja þá til að nota almenningssamgöngur og um leið að minnka umferð einkabíla á háannatíma. Þá græða allir.

Hugmyndin er eitursnjöll en hún gengur reyndar ekki upp nema einnig boðið sé upp á notendavænt og afkastagott almenningssamgangnakerfi. Við skulum vona að Reykjavíkurborg beri gæfu til að fylgja þessu vel eftir því árangurinn er greinilegur.


mbl.is Farsímar bannaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Forsjárhyggja er ekki af hinu góða.

Haraldur Pálsson, 11.3.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa, kæri Haraldur.

Emil Örn Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég held, kæri Jón, að flestum vel upplýstum mönnum (körlum og konum) sé það nokkuð ljóst.

Emil Örn Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 13:02

4 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Allt kallið þið forsjárhyggju. Þó að nemandinn trufli bara sjálfan sig, hefur það áhrif á skólastarfið, ef að hann truflar aðra þá er hann að hindra þá í sínu námi. Svo má spyrja að framkvæmdinni og aldurmörkum og slíku...

Slökkva ekki allir á símum í leikhúsi og bíó af sömu ástæðum, eða er það forsjárhyggja ;)

Sama með strætó, ef að við reiknum inn dæmið kostnað við vegakerfið og kostnað við vinnutap, eldsneytiskostanð, heilsutap og afskriftir af bílum, má ljóst vera að góðar almenningssamgöngur eru gulls ígildi. Helst þyrftu þetta allt að vera rafmangsstrætóar.

Pétur Henry Petersen, 11.3.2009 kl. 13:32

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Veiztu, Pétur, ég er svo hjartanlega sammála þér. Sérstakleg hvað varðar almenningssamgöngurnar. Málið er að svona breytingum er bezt að koma á með jákvæðri hvatningu og hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega eins og Reyjavíkurborg hefur gert gagnvart námsmönnum og almenningssamgöngum.

Rafmagnsstrætó væri náttúrulega bara draumur. Innlend orka, minni mengun. Ekki spurning.

Símanotkun er hægt að banna og/eða takmarka s.s. á tónleikum, í leikhúsi, í kennslustund o.sv.fr. En að sekta fólk sem er með síma í vasanum, jafnvel þó það sé slökkt á honum, er ekki til fyrirmyndar.

Emil Örn Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 13:54

6 identicon

Þetta er ekki spurning um aga. Þetta er ofríki og eftirlitsþörf.

Að vísu er þessi þjóð með ólíkindum vel upplýst miðað við að fólkið er að mestu múslimar ( lestrar og skriftþekking 95% ). Undir hæl kommúnismanns var skólaskyda og það er ástæðan. Það þarf einmitt svona átak til að halda þeirri þekkingu við.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:23

7 identicon

Þið voruð varla allir alltaf með síma í vasanum þegar þið voruð í grunn- eða menntaskóla. Til hvers þurfa nemendur í fullu námi að vera með þá á sér í tímum???

Það má líta á það á tvennskonar máta hvort það er eitthvað að því að "sekta fólk sem er með síma í vasanum, jafnvel þó það sé slökkt á honum". Í skólum gilda reglur og blessunarlega er það þannig að í flestum öðrum löndum en á Íslandi eru talsvert strangari reglur í skólum (ef tekið væri harða á ákveðnum málum hér væri ekki þetta gífurlega agavandamál í íslenskum skólum).  Í flestum löndum þar sem gilda reglur um skólabúninga er það alvarlegt brot á reglunum að mæta ekki í skólabúningi í skólann og barninu eflaust vísað heim eða eitthvað slíkt.   Er það brot á mannréttindum?

Rafmagnsstrætóar eru notaðir í mörgum stórborgum Evrópu með mjög góðum árangri.

Þeir bara kalla þá sporvagna en ekki rafmagnsstrætóa.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:46

8 identicon

Vil bara benda á eitt: Reykjavíkurborg hefur ekki gengið á undan með góðu fordæmi, heldur öllu heldur gengið á eftir með frekar lélegu fordæmi. Á Akureyri hefur verið ókeypis í strætó fyrir alla, ekki bara námsmenn, töluvert lengur en það hefur verið ókeypis í strætó fyrir námsmenn í Reykjavík. Einnig var það t.d. þannig á tímabili að námsmenn í Reykjavík sem höfðu lögheimili utan Reykjavíkur fengu ekki ókeypis í strætó. Ekki get ég þó fullyrt um það hvort það sé þannig ennþá.

Valdís (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:50

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Bragi, víða eru almenningsfarartæki, sem kallast sporvagnar. Þeir eru rafknúnir. Því miður var það í tízku í mörgum löndum Evrópu fyrir svona 20-30 árum síðan að skipta þeim út fyrir olíuknúna strætisvagna. Því finnast ekki sporvagnar lengur í sumum borgum s.s. Kaupmannahöfn. Í öðrum borgum voru menn ekki búnir að þessu þegar rann upp fyrir þeim að sporvagnakerfið er á ýmsan hátt hentugra, mengar minna, gengur á eigin leið, sem oft er í rétti fyrir annari umferð, kemst þar sem stærri bílar komast ekki o.sv.fr. Því er það víða sem gömul sporvagnakerfi hafa verið útvíkkuð og endurbætt.

Hins vegar eru líka til rafmagnsstrætisvagnar. Slíkir eldri vagnar kallast á sumum málum Trolley-Bus og þeir fá rafmagn frá línum sem liggja yfir götum. Einnig eru til nýrri rafmagnsstrætisvagnar sem taka hleðslu frá jörð á ákveðnum stöðvum.

Hvort heldur væri sporvagnar eða önnur rafknúin almenningsfarartæki, þá er löngu tímabært að slíkt verði skoðað af meiri alvöru hér í Reykjavík

Emil Örn Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 15:53

10 identicon

Jú jú, óneitanlega löngu tímabært... en til þess þyrftu yfirvöld hér að hafa meiri áhuga á að skipta sínum farartækjum út fyrir rafmagnsfarartæki.

Þeir hafa því miður haft ósköp lítinn (reyndar engan) áhuga á því hingað til.  NEMA Orkuveitan - maður verður að halda því til haga.  Þeir hafa verið duglegir að prófa sig áfram með mengunarlaus farartæki. Þeir eiga tvo rafmagnsbíla og allavega einn vetnisbíl.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband