27.2.2009 | 14:17
Þvílíkur farsi!
Halló, halló, stanz. Leikhlé... hvað er að gerast hérna?
Ópólitískur bankastjóri hvað? Erindreki einhverrar skoðanasystur Steingríms J. frá Noregi. Haldið þið að við séum algjörir aular?
Og Noregur hvað? Með fullri virðingu fyrir Nojurum, er þetta ekki svolítið langt gengið? Menn (karlar og konur) göntuðust með það á sínum tíma að Íslandi væri stjórnað af Norðmönnum. Tveir ráðherrar hálf-norskir og einn giftur norðmanni? Hér er hinsvegar fjarstýring þeirra Norðmanna bæði grín- og grímulaus.
Innskot (leikþáttur):
[Sviðið er fundarherbergi ríkisstjórnarinnar. Þar sitja Jóhanna og Steingrímur. Þau eru ráðvillt.]
Steingrímur: "Úps, það vantar seðlabankstjóra. Á ég að hringja í hana Kristinu Halvorsen."
Jóhanna: "Hva, ertu ekki búinn að því? Þú vissir að við myndum reka Davíð,"
[Steingrímur hringir]
Halvorsen svarar (með norskum hreim): "Hvað tafði þig, Steingrímur J. Sigfússon? Hann Svein er búinn að bíða á barnum á Hótel Borg síðan á mánudag."
Tjaldið
Hvað er þetta eiginlega með Steingrím J. og Norðmenn? Er eitthvað á milli hans og Kristinar (grín)? Nei, í alvöru, þetta var ákveðið í janúar! "Leita víða fyrir sér", hvað? Þvílík della.
Það er gott að vera léttur í lund og geta hlegið að þessum farsa. En þetta er samt grafalvarlegt mál
Eru vitgrannir... afsakið Vinstri-grænir bara einhverjir leppar fyrir Sosialistik Venstreparti? Eru Norðmenn leynt og ljóst að leggja landið undir sína stjórn? Er Noregskonungur loksins búinn að eignast sína Grímsey og vel það? Spyr sá sem ekki veit.
Eða eru menn kannske farnir að sakna Geirs Haarde úr ríkisstjórn og halda að þeir geti bætt það upp einhverjum öðrum norskum genum? Því miður, stjórnvizka Geirs Haarde er persónubundin og hefur líklega ekkert með hálf-norskan uppruna hans að gera.
Það er full ástæða til að taka fram í lok þessarar færslu að höfundur er ekki á nokkurn hátt að hnýta í Norðmenn sem þjóð. Þeir eru upp til hópa sómafólk. Það er ekkert að því að vera í vináttu-, stjórnmála- og efnahagsbandalagi við þá en það er ekki þeirra að stjórna hér.
Bankastjórinn beið átekta á hóteli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 4902
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá að sjallar reyna að brosa gegnum tárin eftir aðhafa glutrað landinu niður á þetta auma plan. Enginn treystir aumum íslending lengur. Sjálfstæðis-krakkinn rústar heimilinu, og hlær þegar vinnukonan kemur að þrífa. Þegiðu krakki og vertu úti meðan tekið er til eftir þig!! ;-)
Jón Baldur (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:45
Mér er létt að heyra að stjórnviska Geirs Haarde er persónubundin en ekki almennt í genum norskra eða norsk-ættaðra
Hermann (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:55
Please get a life mr. perfect and know it all
magni (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:59
Sjálfstæðisflokkurinn er hópur landráðamanna sem hefur gert þjóðina
gjaldþrota. Fram á síðustu stund reyna þeir að valda sem mestum skaða og
eyðileggja framtíð þjóðarinnar.
David ‘de bankrover’ "bankaræninginn"
http://www.volkskrant.nl/economie/article1155890.ece/David_de_bankrover_moet_opstappen
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
Jón (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:14
nei og ekki neinna annara að stjórna klakanum en okkar hér niðrá flatlandinu (DK) eins og við gerdum í mörg hundruð ár og farnaðist bara nokkuð vel eða hvað!
Jón Arnar, 27.2.2009 kl. 23:42
Það er nú ekki miklu að bæta við þær athugasemdir sem nú eru komnar við ofangreinda færslu mína. Það gleður höfundinn þegar verk hans fær umfjöllun.
Mér þykir þó rétt að taka fram að umræður á vefriti mínu fara ekki fram á útlenzku.
Svo get ég einnig svarað því til að það er ekkert óskaplega erfitt að vera svona fullkominn (eins og haldið hefur verið fram) og ég hef ekki kallað ISG "mesta lygara", þeir eru til meiri. En ég hef heldur ekki reynt ISG að því að vera neitt sérstaklega trúverðug.
Mér þykir engin minkunn í því að vera kallaður "skondinn fýr" og þó maður afreki ekki annað um ævina en að vekja fólk til umhugsunar um að vanda mál sitt þá hefur maður þó til einhvers lifað. Ég er fyllilega meðvitaður um reglugerð Magnúsar Torfa, þáverandi menntamálaráðherra, um niðurfellinur z-etunnar. Að mínu mati var þar ekki neitt minna en hryðjuverk gegn íslenzku ritmáli á ferð og ég mun reyna leggja mitt litla lið til þess að minnka áhrif þess.
Flatlendingar (skondið orð) sýndu það á sínum tíma að þeir voru ekki manna verstir til að stjórna hjálendu úti í hafi. Það var líklega okkar gæfa að verða ekki undirsátar sumra annara stórvelda. Verði okkur t.a.m. Írland undir stjórn breta að dæmi og þakka um leið að hafa ekki lent á áhrifasvæði þeirra.
Emil Örn Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 00:22
Nei, ég held því alls ekki fram að hér séu menn að reyna að minnka mig á einhvern hátt. Ég tók nú bara svona til orða. Hefði allt eins mátt segja: Ég hef lúmskt gaman af því að vera kallaður "skondinn fýr".
Lygari er ljótt orð. Mig rekur ekki minni til þess að ég hafi kallað ISG lygara í rituðu máli. Ég hef hins vegar haldið því fram að hún væri ekki sérlega trúverðug, sannsögul eða marktæk.
Að sjálfsögðu ber manni að fara að lögum og reglugerðir eru ígildi laga. Hvað z-etuna varðar þá vill til að manni er í sjálfsvald sett hvort maður notar hana eða ekki. Maður verður bara að gæta þess að rita rétt, samkvæmt þeim reglum er áður giltu um ritun z-etu og gæta samræmis í stafsetningu. Ég fer þó ekki ofan af því að brottfelling z-etu úr opinberu íslenzku ritmáli var ekkert annað en hryðjuverk.
Emil Örn Kristjánsson, 28.2.2009 kl. 01:02
Þetta er nú meiri fantasían Emil.
Hvað segirðu um þann möguleika að Jóhanna og Steingrímur hafi leitað að hæfum manni með reynslu á þessu sviði og ákveðið að komast hjá pólitísku vali með því að velja mann sem er alveg nákvæmlega sama um íslenska pólitík? Kemurðu því ekki inn í það sem getur staðist? Hvernig væri að skoða feril hans en ekki skóstærð? Eða ertu of forpokaður til að skoða málið hlutlaust? Svaraðu "Já" við þeirri spurningu eins og heilaþvegnum íhaldsmanni sæmir, annars gætirðu valdið fjölda fólks vonbrigðum ef eitthvað er að marka viðbrögðin við blogginu þínu.
Nei annars, svaraðu frekar til því hvað þú veist í raun um feril þessa manns?
Hvernig værum við bættari með því að ráða annan nýfrjálshyggjumann í seðlabankastjórastólinn. Er fólk ekki alveg komið með upp í kok af þeim sem hér skitu út um allt?
Rúnar Þór Þórarinsson, 28.2.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.