Skammist ykkar...

Ýmisir vefritarar hafa orðið til þess að tjá sig um þessa frétt og ekki sparað Árna Mathiesen kveðjurnar. Ég ætla ekki að svo stöddu tjá mig um Árna persónulega, meintan hroka hans, klaufaskap eða hvað eina sem honum er fundið til foráttu að þessu tilefni. Ég vil bara benda á að það kemur fram í fréttinni að Árni sagðist telja sig vera að fara eftir EES-samningnum í umræddu samtali.

Þegar tveir aðilar túlka ákvæði samnings á mismundani vegu þá er að sjáfsögðu eðlilegast að þeir kynni sér þau sömu ákvæði nánar, ráðfæri sig við sér fróðari menn og reyni að finna flöt á deilu sinni.

Væri Ástmögur (lesist Darling) grandvar maður og ábyrgur þá hefði hann að sjálfsögðu kynnt sér málið betur. Hefði hann í framhaldinu komist að annari niðurstöðu en Árni þá hefði næsta skref verið að gera Árna grein fyrir því.

Að skella hryðjuverkalögum á okkur í kjölfar svona samtals ber bara vott um hvatvísi, fljótfærni, fyrirhyggjuleysi og stórmennskubrjálæði. Menn (karlar og konur), sem gera slíkt hafa engar fyrirætlanir um að standa við gerða samninga krefjist þeir einhverra efnda af þeirra hálfu.

Allt tal um landráð Árna M. vegna þessarar fréttar bera svo aðeins ofstopa og rökleysi þeirra er slíkt rita vitni.

Ég tek fram að ég er ekki að skera úr um það hvor þeirra starfsbræðra hafi haft rétt eða réttara fyrir sér né heldur er ég að tjá mig um hversu fagmannlegt eða klaufalegt umrætt samtal kann að hafa verið. Til þess skortir mig þekkingu.


mbl.is Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 4897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband