Aumingjar-kyssið á vöndinn og þakkið fyrir að mega það!

Þvílíkur aumingjaskapur.

Það á að sjálfsögðu ekki að láta breta, með þá Jarp (lesist Brown) og Ástmögur (lesist Darling) í broddi fylkingar, komast upp með þessa lögleysu að beita heila þjóð hryðjuverkalögum. Komist menn upp með það óátalið einu sinni er eins víst að þeir geri það aftur og aftur og aftur. Og að fleiri lítilmannleg stórveldi fari að taka up sömu aðferðir. Guð hjálpi okkur þá.

Stjórnvöld eru ekkert nema aumingjar að kyssa svona á vöndinn fyrir hönd allrar þjóðarinnar og þakka fyrir að mega það.

Og fyrst menn (karlar og konur) treysta sér ekki til að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn þá skora ég á framtaksamt og löglært fólk að kæra einfaldlega herra Jarp fyrir íslenzkum dómstólum fyrir að hafa beitt þjóðina alla órétti. Honum yrði þá væntanlega í framhaldinu birt stefna og honum í sjálfsvald sett hvort hann mætir fyrir rétti eður ei. Hvort heldur yrði þá yrði réttað yfir honum hér, hann væntanlega dæmdur samkvæmt íslenzkum lögum vonandi fundinn sekur um misbeitingu valds. Eða hvernig svo sem löglært fólk myndi nú orða það.

Það væri þó ekki til annars en að sýna umheiminum að við látum ekki kúga okkur mótþróalaust auk þess að vera svolítill plástur á sært þjóðarstoltið.

Einhverjir kunna að hafa rekið augun í að ég rita orðið "bretar" með litlum staf. Það er gert af ásettu ráði enda tel ég rétt að íslenzkum stafsetningareglum verði breytt á þann veg að bretland og bretar verði eftirleiðis ritað með litlum staf... og helzt bæði litlum og ljótum.


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Emil - mig langar að koma á framfæri þeirri skoðun minni að ég tel rangt að alhæfa svona um Breta sem þjóð og gera lítið úr góðu fólki - þó vissulega séu til þar (eins og hér) lélegir karakterar, hinsvegar er ég fyllilega sammála þér að það er ekkert nema aumingjaskapur að hætta við málaferli gegn Brown og co.  Nú finnst mér að þurfi að mótmæla þessarri ákvörðun.

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:48

2 identicon

I fyrsta lagi hefdi thessi malaferli kostad okkur drjugan skilding sem vid hreinlega hofum ekki efni a.

I odru lagi, tha hefdu Islendingar eflaust tapad i thessum malaferlum hvort sem er.

I thridja lagi, thu og adrir Islendingar aettud bara ad fara saetta ykkur vid tha stadreynd ad vid thurfum meira a Bretum ad halda, en their thurfa okkur.

Ps. Allsvakalega ertu fyndinn med thetta "Jarp" og "Astmogur".  Thetta er eins og ad hlusta a 8 ara gamlan krakka a 6. aratuginum.

Daniel Logi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:51

3 identicon

Sammála þér Emil Örn - líka með lítið b - og leggst nú lítið fyrir framsóknar b ið hér heima.

Daníel Logi - skelfing er gott að rola eins og þú ert ekki í forsvari - vonandi ertu það ekki - svona bjálfaháttur hefði í gegnum árin skilað okkur sem nýlenduþjóð dana enn þann dag í dag - með breta veiðandi fisk inn á fjörðum og okkur búandi í moldarkofum.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessaður, Eyþór

Þetta er að sjálfsögðu rétt hjá þér að maður á ekki að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur þekki ég margt ágætisfólk þar í landi Ég hef einnig ferðast oft og nokkuð víða bæði í Englandi og Skotlandi um og líkað vel. Þetta með litla og ljóta stafinn er að sjálfsögðu ritað í hálfkæringi, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir.

Að Jarpur og Ástmögur fari þar í broddi fylkingar er hins vegar enginn della. Hvort sem landsmönnum þeirra líkar betur eða verr.

Emil Örn Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 12:13

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir Ólafur. Það er rétt að við þurfum sízt á úrtölu fólki að halda í þessu máli.

Emil Örn Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Sammála þér Emil. Það má bara ekki gerast að við látum bretana sleppa á auðveldasta máta í þessu máli. Þjóðin er illa beygð en ekki brotin.  Auðvitað eigum við að leita réttar okkar fyrir alþjóðlegum dómstólum ef þess er kostur.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 25.2.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 4892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband