20.2.2009 | 17:39
Alltaf sami hrokinn í Kananum!
Mér þykir þetta nokkuð merkileg frétt.
Í fyrsta lagi þá er 97 ár sérkennilegur tími því það er morgunljóst að ef þeim tekst að hafa hendu í hári mannsins mun honum ekki endast ævin í sitja af sér dóminn. Hefði ekki verið nær að dæma hann í ævilangt fangelsi?
Í öðru lagi þykir mér Bandaríkjamenn fara mjög í manngreinaálit. Þeir ættu að líta sjálfum sér nær. Ætli ráðmenn þar þyki allir vera með hreinan skjöld? Hvað vilja þeir með að dæma Líberíumann (sem hugsanlega er vel að dómnum kominn, ég dæmi ekki um það) en láta þá óáreitta sem í þeirra eigin ranni sitja.
Í þriðja lagi þætti mér áhugavert að sjá upplitið á Kananum ef einhver önnur þjóð vogaði sér að setja sambærileg lög og tæki að sér að dæma bandaríkska ráðmenn, herforingja og aðra til mislangrar refsivistar... út frá eigin lögum og forsendum.
Það væri kannske reynandi að fá sett sambærileg lög hér á landi og taka til við að sakfella og dæma þessarar þjóðar menn (karla og konur) fyrir margvíslegustu glæpi. S.s. fyrir að halda mönnum við óboðlegar aðstæður og pyntingar án dóms og laga og sönnunar á sekt (Guantanamo-flói). Já, og fyrir að myrða menn (karla og konur) að boði hins opinbera... víða í Bandaríkjunum er fólk dæmt til dauða en samkvæmt íslenzkum lögum er manndráp refsivert.
Ætli hið auðsæranlega og útblásna þjóðarstolt Bandaríkjamanna myndi ekki verða fyrir einhverjum hnekki.
Talyor dæmdur í 97 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að vaða villu vegar gegn heilu landi fólks. Bandaríkin eru gott land í heild og Bandaríkjamenn í heild heiðursfólk. Þú talar af miklum og ógeðfelldum hroka um fólk sem þú kallar´Kanann´. Ég bjó þar lengi, lengi og er bandarískur ríkisborgari. Held þú ættir kannski næst að skrifa um hroka Íslendinga, gerspillta og óvanalega rudda, sem vaða yfir allt og alla og víkja ekki fyrir neinum. Og gætir minnst á hlægilega veik lög gegn alls konar stórglæpamönnum og níðingum. Þetta var fáviskulegur pistill.
EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:21
Þarna var stórglæpamaður dæmdur fyrir pyntingar og morð á fjölda fólks. Lögin þar eru bara ekki eins hlægilega veik og hér: 9 mánuðir - 2 ár fyrir að níðast á barni og eyðileggja sál þess og líf. Og þeir koma aftur út og leita að næsta fórnarlabmi. Og hæst 16 ár fyrir að pynta og drepa fólk og skiptir engu hvað margir voru pyntaðir og drepnir. Hvað á að gera við fjöldamorðingja? Halda honum inni í heil hlægileg 16 til að hann komist nú örugglega út aftur og pynti og drepi það sem eftir er af fólkinu? Hugsaðu um það og skrifaðu næst um það.
EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:49
Mér datt þetta í hug, Emil: forsetasonurinn er bandarískur ríkisborgari: sjá hér:
Charles McArthur Emmanuel - Wikipedia, the free encyclopedia
[og upphafið:] Charles McArthur Emmanuel is a U.S. citizen and the son of Charles Taylor, former President of Liberia.
Vísa til þeirrar greinar, en þar kemur fram, að hann er fyrsti maðurinn, sem skv. lögum frá 1994 hefur verið unnt að dæma bandarískan borgara vegna tiltekinna glæpa sem framdir hafa verið á erlendri grund.
Jón Valur Jensson, 21.2.2009 kl. 12:41
Góð upplýsingaöflun, Jón Valur.
Ragnhildur Kolka, 21.2.2009 kl. 13:09
Þakka þér fyrir þetta, Jón Valur. Ég tek undir með Ragnhildi: Góð upplýsingaöflun.
Það mátti ekki annað skilja á fréttinni en að hér væri verið að dæma Líberíumann en kannske var það fljótfærni af mér að kanna það ekki betur. Kaninn má dæma sína í friði fyrir mér.
Athugasemdir EE, sem kýs að koma ekki fram undir nafni, dæma sig sjálfar. Sé hann/hún eitthvað búinn að tileinka sér lyndiseinkunn þeirra þjóðar er hann/hún hefur kosið að tilheyra renna þær bara frekari stoðum undir kerksnislegar fullyrðingar mínar um Kanann. Já, og reyndar einnig undir álit mitt á hefnigjarnri refsilöggjöf þeirra.
Emil Örn Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 14:41
Bandaríkjamenn eru ekki eins og þú lýsir Emil. Og pistill þinn er skrifaður af mikilli fávisku um Bandaríkjamenn, sem þú kýst að kalla Kana þeim til niðurlægingar. Bandaríkjamenn eru í heild heiðursfólk. Ég man ekki eftir neinum hroka þar. Hins vegar ert þú með mikinn hroka sem er ekki sjaldgæfur meðal rudda-Íslendinga. Bandaríkjamenn eru miklu hjálplegra, velviljaðra og yfirvegaðra fólk en þið sem vaðið yfir alla og kunnið ekki að víkja fyrir neinum. Og akið nánast yfir gangandi fólk. Og virðið ekki börn. Og þú Emil ert bara einn af þeim sem fordæmir og rangdæmir Bandaríkjamenn. Lögin þar eru harðari en í hinu lagaveika spillingarlandi Íslandi og það er ekki vegna hefnigirni fólksisns. Það er gert til að að um göturnar vaði ekki stórhættulegt fólk. Hins vegar eru ekki allir Bandaríkjamenn sem aðhyllast óvægni laga þar sem finnast jú. Ég er að vísu meðal þeirra sem finnst oft of óvægin lög og of harðir dómar þar. En íslensk lög og dómar eru alltof væg/vægir. Og fyrr má nú rota en dauðrota. Og ég lýsti því nokkuð að ofan. Og það sem ég sagði að ofan rennur engum stoðum undir fullyrðingar þínar um Bandaríkjamenn sem eru bara alrangar og fordómafullar. En kannski er það bara allt sem þú veist um Bandaríkjamenn: Það ranga sem þú hefur lært í krummaskuðinu og ræningjabælinu Fróni.
EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 15:17
EE, þú ert að grínast, er það ekki?
Ég sagði: "Ætli hið auðsæranlega og útblásna þjóðarstolt Bandaríkjamanna myndi ekki verða fyrir einhverjum hnekki." Og ég viðurkenni fúslega að þetta er alhæfing, sem getur aldrei átt við alla Bandaríkjamenn.
Frá þér hefur hins vegar komið:
"Bandaríkin eru gott land í heild og Bandaríkjamenn í heild heiðursfólk"..og aftur "Bandaríkjamenn eru í heild heiðursfólk. Ég man ekki eftir neinum hroka þar." Þú kallaðir Íslendinga hins vegar "...gerspillta og óvanalega rudda, sem vaða yfir allt og alla og víkja ekki fyrir neinum." Svo sagðir þú mér að ég væri: "...með mikinn hroka sem er ekki sjaldgæfur meðal rudda-Íslendinga." Þá fengum við að heyra samanburð þinn á þessu tveimur þjóðum: " Bandaríkjamenn eru miklu hjálplegra, velviljaðra og yfirvegaðra fólk en þið sem vaðið yfir alla og kunnið ekki að víkja fyrir neinum. Og akið nánast yfir gangandi fólk. Og virðið ekki börn"
Þetta eru stór orð og ég spyr bara aftur: Ertu ekki örugglega að grínast?
Emil Örn Kristjánsson, 21.2.2009 kl. 19:36
Nei, alls ekki. Bandaríkin eru í heild gott land og Bandaríkjamenn í heild heiðursfólk. Hins vegar er ég ekki, ég endurtek ekki að tala um alla Bandaríkjamenn og alla Íslendinga. Það er gott fólk í báðum löndum og verra fólk líka. Ég kann illa við rangdómana um Bandaríkjamenn sem heyrast of oft í landinu. Og kannski vegna neikvæðra frétta sem koma miklu oftar en fréttir af heiðvirða fólkinu. Ég hef líka orðið vitni að því nokkrum sinnum að Bandaríkjunum er kennt um galla og glæpi landa í Mið- og Suður Ameríku (Brasilia, Columbia, El Salvador, Honduras, Kuba, Mexico, Venesuela etc.) og fólk heldur að þau lönd séu í Mið- og Suður Bandaríkjunum!?! Og Bandaríkin eru bara í Norður Ameríku. Ná bara ekki niður í Mið- og Suður Ameríku. Það er eins og Íslandi væri kennt um galla og glæpi meginlanda Evrópu. EN ruddaskapur og yfirgangur sést miklu oftar á Íslandi en í USA. Það er ekki nokkur vafi. Börn og eldri borgarar eru ekki virt nógu oft (börnum oft ekki heilsað eins og þau séu ekki þarna og eldra og fullhæfu og hálærðu fólki oft vikið til hliðar bara vegna aldurs á meðan aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta er á níræðisaldri), fólk stoppar alltof oft ekki fyrir gangandi vegfarendum og víkur oft ekki fyrir öðrum bílstjórum. En ekki vantar að legið sé á flautunni. Og jú ég hitti oftar hjálplegt og velviljað fólk þar en á Íslandi. Og finnst almenningur þar yfirvegaðri. Og get ekki þolað hrokann í Íslendingum sem stæra sig af fallegustu konum HEIMS, hreinasta lofti HEIMS, tærasta lofti HEIMS við útlendinga. Það er bara rangt og til mikillar skammar. En mest af öllu pirra hinir tíðu rangdómar mig og það olli stórum orðum mínum og hörðum viðbrögðum. Vanalega nota ég ekki stóryrði. Hinsvegar virði ég það að þú ert viljugur að ræða það. Það lýsir þroska.
EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 21:00
Þ.e.: Get ekki þolað hrokann í þeim Íslendingum sem stæra sig af fallegustu konum heims, hreinasta lofti heims, tærasta vatni heims.
EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 21:10
EE, ég ætla ekki einu sinni að reyna að rökræða við þig. Þú hefur sýnt þig að óþroskaður, hörundssár, ofstopafullur, fordómfullur, hefnigjarn, orðljótur, gýfuryrtur, í alla staði ákaflega óvandaður og að auki nafnlaus og falinn vefgestur.
Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig frekar og frábið mér frekari heimsóknir frá þér á vefriti mínu.
Emil Örn Kristjánsson, 22.2.2009 kl. 00:29
Nei, alls ekki. Mér bara finnst þetta og þú þolir það ekki. Ég er ekki eins og þú lýsir og ekki heldur Bandaríkjamenn. Hins vegar hefur þú sýnt ólýsanlegan hroka sjálfur. Hroka og fordóma og þjóðrembu. Fordóma og gýfuryrði. .Ég hef búið í báðum löndum og hef viðmiðin. Þú hins vegar dæmir út í loftið miðað við ljótar fréttir. Lýsingar þínar um mig passa vel við skrif þín svo ekki sé fastar að orði kveðið. Og ég er ekki nafnlaus, heldur er ekki óhætt að koma fram sem bandarískur ríkisborgari á bloggsíðu fordóma og haturs. Núna ertu búinn að verða sjálfum þér til skammar og vilt loka á fólk sem ekki líkar við hroka þinn og ýmissa Íslendinga. Og fólk sem ver Bandaríkjamenn gegn fordómum og hatri.
EE (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 09:53
Fordómarnir og hatrið og ofstopinn þinn gegn Bandaríkjamönnum og þeim sem verja Bandaríkjamenn hefur komsst á prent Emil. Núna geturðu lokað.
EE (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:31
Það ert þú sjálfur sem ert með fordóma, hroka, ofstopa, fúkyrði og gýfuryrði Emil Örn Kristjánsson. Og núna ætlarðu að koma sökinni yfir á þann Bandaríkjamann sem ver sig og fólk sitt. Sjálfur sýnist mér, og nokkrum öðrum með mér, þú sjálfur vera eins og þú lýsir EE, þ.e. óþroskaður, hörundsár, ofstopafullur, fordómafullur, hefnigjarn, orðljótur, gýfuryrtur og í alla staði óvandaður. Hrokinn og ofstopinn uppmálaður. Kannski ættirðu að ræða við einhvern um ofstopa þinn? Ekkert hrokafullt eða ofstopafullt kemur fram í lýsingum EE.
Jón (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:12
Stop lying about us and our nation. We will consider taking you to court for slander.
John and Sean (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 12:18
Ég get vel skilið ofanverð ummæli EE. Ef fólk ræðst á Bandaríkjamenn með svívirðingum, sem þú gerðir, við hverju býstu? Og kannski þarftu að ná ryki úr augum þínum því ýmsir útlendingar hafa lengi haft orð á dónaskap og yfirgangi Íslendinga. Og núna í seinni tíð er landið þekkt fyrir bankarán og þjófnað á sparifé bæði landsmanna og útlendinga. Það er líka Íslendingum sem finnst Íslendingar dónalegir þursar. Og þannig finnst mér þú Emil hafa komið fram að ofan, með bæði dónaskap og ofsafengnum þjóðarhroka, því miður. Óþarfi að sýna útlendingum vanvirðingu.
Lisa (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:02
Hér eru einir 4–5 óskráðir innleggjarar, og allir gefa þeir einungis upp fornafn sitt í mesta lagi. Þannig ertu, Emil, að lenda í þeim sama vanda, sem ég varð að leysa með því að loka á athugasemdir frá ágengum og ábyrgðarlausurum innleggjurum, enda er jafnvel ekki hægt að treysta því, að nöfn þeirra séu rétt, þótt þeir gefi þau upp, því að þeir geta skrifað þar hvað sem er!
Jón Valur Jensson, 23.2.2009 kl. 11:58
Alltaf finnst mér það jafn lágkúrulegt að ráðast á menn í skjóli nafnleyndar. Þeir sem hér tjá sig, öllu heldur ausa úr sér, án þess að koma fram undir fullu nafni geta varla ætlast til að nokkur taki mark á þeim.
Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:17
Þakka ykkur fyrir, Jón Valur og Aðalbjörg.
Ég læt mér reyndar svona barnaskap í léttu rúmi liggja. Að ég skyldi uppskera þvílíkan austur frá nafnlausum netverjum vegna ádrepu minnar um auðsæranlegt og útblásið þjóðarstolt Kanans getur ekki skrifast á annað barnaskap.
Það er augljóst þegar ádrepur í minn garð eru lesnar hér að viðkomandi gefa sér ýmsar forsendur, viljandi eða óviljandi. Flest af því, sem mér er kennt um, kemur hvergi fram í mínum skrifum.
Reyndar ritaði ég ofangreinda veffærslu vegna ákveðins misskilnings á þjóðerni þess manns sem fjallað var um í tengdri frétt. Það hef ég viðurkennt í athugasemd, en taldi ekki rétt að fjarlægja færsluna vegna umræðna, sem komnar voru af stað... og fóru svo út í tóma vitleysu.
Ég vil þó taka fram að ég tel það misskilning að orðið Kani sé notað til minnkunar. Þetta er ekkert annað en stytting á orðinu "Ameríkani". Að vísu einkennilegt að Bandaríkjamenn skuli komast upp með að kalla sig "Americans" því Ameríka er heil heimsálfa og reyndar tvær, eins og EE bendir að vísu á, og því fer fjarri að þær heyri allar undir Bandaríki Norður Ameríku.
Orðið Kani finnst mér frekar vinalegt og engan hátt meiðandi og ég leyfi mér að nota á sama hátt orð eins og Nojari, Tjalli og Spanjóli. Já, og mér finnst það bara notalegt þegar Færeyingar kalla okkur Jáara.
Emil Örn Kristjánsson, 23.2.2009 kl. 16:41
En Aðalbjörg var það ekki jafn lágkúrulegt af Emil að ráðast á fólk undir nafni? Undir nafni, ekki undir nafni, það er jafn mikið verið að ráðast á fólk og þ.a.l. jafn lágkúrulegt. Nafn skiptir þar engu máli og órökrétt að halda það. Að maður sem kallar sig Emil geti bara ráðist á fólk af því hann gerir það undir nafni. Hann kallaði EE öllu illu. Lestu listann. EE útskýrði hvers vegna Bandaríkjamaður gæti ekki komið fram undir nafni á bloggsíðu fordóma og haturs gegn Bandaríkjamönnum. Fyrirsögn Emils var: Allltaf sami hrokinn í Kananum! En kannski mætti hann segja: Alltaf sami hrokinn í Íslendingum!
Jón (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 20:56
Akkúrat Jón. Ef ég ætla að ráðast á þig þarf ég bara að segja fyrst hvað ég heiti fullu nafni og þá er árásin eðlileg, samkvæmt rökum þeirrar Aðalbjargar Tryggvadóttur að ofan. Hún sagði:"- án þess að koma fram undir fullu nafni geta varla ætlast til að nokkur taki mark á þeim". Getum við nokkuð vitað að hann/hún heiti í alvöru Aðalbjörg Tryggvadóttir? Nei, það vitum við ekki. Getum við nokkuð vitað hver nokkur bloggari er með vissu? Nei, það vitum við ekki. Þvílík endemis rökleysa.
Jón Guðmundur Jónas Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.