Málfarshornið-saltkjöt og baunir

Nú held ég að sé kominn tími til að pirra sig á einhverju öðru en kreppunni og peningamálunum og rita eilítið um málfar.

Það er mjög mismunandi hve vel er vandað til matseðla hjá hinum ýmsu veitingastöðum og þar með talið flatbökustöðum.

Einna stærstir í flatbökusölu á Íslandi eru staðir sem kenna sig við spilið dómínó: Domino's Pizza. Ekki vil ég segja að matseðlar þeirra séu neitt verri en gengur og gerist, nema síður sé.

Eitt sem angrar mig þó í innihaldslýsingum þeirra, og þeir eru þar alls ekki einir á báti, er að þeir taka fram að á sumum að flatbökum þeirra sé að finna "gular baunir". Nú vill til að ég hef keypt flatböku með því sem þeir kalla "gular baunir". Á henni var ekki neinar gular baunir að finna, heldur maískorn, sem þeir kjósa að nefna svo einkennilegu nafni.

Gular baunir er það sem maður sýður alla jafna í súpu og er vinsælt að bera fram með saltkjöti. Samanber: "Saltkjöt og baunir".

Það, sem þeir hjá Dominos og reyndar miklu fleiri, kalla "gular baunir" eru alls ekki baunir. Eins og áður sagði er hér um korn að ræða. Nánar tiltekið maískorn.

Ætli þessi málvilla hafi ekki orðið til þegar fólk tók að bera fram maískorn með helgarsteikinni, á sínum tíma, í stað grænna bauna eins og sígilt var. Var þarna komið meðlæti að svipaðri stærð og lögun og grænu baunirnar en með öðrum lit.

Ég hvet þá hjá Dominos til að leiðrétta matseðla sína svo þeir megi leggja sitt af mörkum til þess að þetta leiðinda rangnefni hverfi úr íslenzku máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Ég held að þetta sé alveg laukrétt skýring Emil. Alltaf gaman að pæla í málfari. E.t.v. má segja að þetta athæfi Dómínós-pizzna hafi haft Dómínó-áhrif á íslenskt mál til hins verra. Nú er spurning hvort að forsvarsmenn Dómínós-pizzna hafi manndóm í sér að axla ábyrgðina.

Jóhann G. Frímann, 18.11.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Líney

hef einmitt aldrei þolað þegar talað er um gular baunir,alltaf  hefur þetta heitið maiskorn á mínu heimilien gular baunir er kannski flottara heiti,ég veit ekki.

Líney, 18.11.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Beturvitringur

Ágiskunin um grænar baunir og þ.a.l. að hinar væru "gular baunir" er örugglega rétt.

Ég hélt bara að krakkaskjattarnir kölluðu þetta þessu nafni.

Reyndar, man ég núna, að þegar maður poppaði forðum - keypti maður maísbaunir eða jafnvel popp-baunir.  Kornið hefur greinilega breyst í baunir fyrir þann tíma :)

Allaf gaman að pæla, meira svona. 

Beturvitringur, 19.11.2008 kl. 03:22

4 identicon

Ekki er rétt að kenna Dóminós eða öðrum pizzusölum um "gulu baunirnar", þeir endurspegla bara þessa málvenju sem hefur skapast. En einu sinni voru bara til "grænar baunir" í dós, síðan kom á markaðinn "blandað grænmeti". Í einu heftinu af Íslenskri fyndni, því merka riti, segir af konu á Akranesi sem var boðið í mat og sagði svo frá að hún hefði fengið "allavega litar grænar baunir"! Síðar meir fékkst svokölluð "amerísk grænmetisblanda", í henni voru einmitt maískorn, ásamt gulrótum og grænum baunum. Ég hygg hún heyri sögunni til.

Stefán V. (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband