30.10.2008 | 16:38
Hún er nú óneitanlega fallegri...
Mér má svo sem í léttu rúmi liggja hver leiðir hvaða flokk í lýðveldinu þarna fyrir vestan.
Bæði vegna þess að ég konungssinni og einnig vegna þess að ég tel það skipta ákaflega litlu máli, jafnvel minna máli en víða annars staðar, hver velst til foryztu þar á bæ. Satt að segja finnst mér lítið annað en aldur, vaxtarlag og húðlitur skilja þá að sem nú berjast þar um völd.
Samt get ég þó ekki annað en fagnað því ef hún Sara kemst þar í leiðtogahlutverk. Hún er óneitanlega til muna fallegri en leiðtogarnir hafa verið hingað til.
Palin næsta forsetaefni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 4892
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Karlmaðurinn hefur talað hehe
Ekki er hægt að segja að Bush hafi verið kosinn vegna fríðleika,og ennþa´síður gáfna en Clinton ,guð minn góður,eigum við að ræða það eitthvað?
Líney, 30.10.2008 kl. 17:02
Lýuðveldi hvað, hvar? kosningavélarnar í Flórída eða? Það var nú öllu friðsamlegra á jörðinni meðan Clinton var við völd vestra. Þá var það ekki markmið stjórnvalda ... hvorki bandarískra né íslenskra að drepa konur og börn ... því meira því betra ... eins og verið hefur frá því mannvitsprekkan tók við þar vestra. Þá eru þetta sérstakar skoðanir nú í hruni og kreppu Íslands enda margir sem telja að Íraks-stríðið eitt ... og allur sá kostnaður sem því fylgir að drepa konur og börn þar í landi ... hafði valdið heimskreppunni og þar með fellt Ísland. Það skiptir alla heimsbyggðina griðarlegu máli hvort demókratar eða rebúblikanar ráða var vestra. Enn meira máli en hvort íhaldið eða skynsemin ræður á klakanum. Að þú látir þér það í léttu rúmi liggja hvort áfram verður haldið á dráps- og eyðslubrautinni þar vestra eða stefnt á friðsamari tíma er Íslendingi vart sæmandi. Morðum og eyðslu þarf að linna. Skynsemi, friður og náttúruvernd þarf að taka við af vitleysunni, jafnt vestra sem heima á klakanum.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:30
Jú, jú, Líney, maður talar bara út frá eigin smekk.
Björn minn kær, mér kemur á óvart hversu skipulagslaus og ruglingsleg skrif þín eru. Eins og þú getur nú verið vel ritfær, þegar svo ber undir. Ég er alls ekki viss um að ég skilji alveg hvað þú ert að fara.
Samt ætla ég að bara að segja að það verður ekki um það deilt að BNA er lýðveldi, hvað sem líður kosningafyrirkomulagi í Florida. Þjóðhöfðinginn heitir forseti en ekki kóngur, fursti e.þ.h. og embættinu er úthlutað eða kosið í það til ákveðins tíma en gengur ekki í erfðir. Þannig eru lýðveldi skigreind. Ég deili ekki aðdáun þinn í Cliton og leyfi mér að halda fram að stríð við Írak, eins hræðilegt og það er (en það á reyndar við um öll stríð), hefði verið barið í gegn af stríðsæsingaöflunum fyrir vestan, nolens volens, sama hver hefði setið í Hvíta húsinu.
Sigrún, ég ætla ekki að draga myrkrahöfðingjann inn í umræðuna... slíkt er dauðans alvara.Emil Örn Kristjánsson, 31.10.2008 kl. 00:22
Stjórnun hefur lítið með fegurðarsamkeppni að gera. Þegar kemur að hug- og framkvæmdaviti, þá er það "innlitið" en ekki útlitið sem skiptir máli. Palin hefur bara útlitið.
nicejerk, 1.11.2008 kl. 02:36
Rétt, Næsdjerk, stjórnun hefur lítið með fegurðarsamkeppni að gera. Ég hef líka efsemdir um hug- og framkvæmdavit Söru... og það á hún einmitt sameiginglegt með öðrum ráðamönnum þarna fyrir vestan.
Ég hef ekki orðið var við að þeir beinlínis reiði mannvitið í þverpokum. Þess vegna ætti manni að vera slétt sama hver verður kosinn í Hvíta húsið... og satt að segja er mér slétt sama en þætti þó ekki verra að sá fallegasti verði fyrir valinu. Því óhjákvæmilega kemur viðkkomandi til með að vera tíður gestur á sjónvarpsskjánum og forsíðum fréttablaða.
Emil Örn Kristjánsson, 3.11.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.