16.10.2008 | 15:51
Rís þú unga Íslands merki...
Það er bara mjög gott hjá Eimskip og Enn einum að taka upp á þessu. Betra að fleiri fylgdu í kjölfarið.
Sjálfur er ég með fánastöng í mínum garði og hef fyrir sið að flagga alltaf á sunnudögum, svo famarlega sem ég er heima, auk lögboðinna fánadaga.
Sumir nágranna minna hafa spurt mig, þegar þeir sjá fánann við hún, hvert tilefnið sé. Svara ég þá einatt að ég flaggi bara fyrir lífsgleði og föðurlandsást.
Það er ekkert að því að vera elskur að föðurlandi sínu og slíkt þarf á engan hátt að gefa í skyn að maður líti niður til annara. Auðvitað eiga allir að vera stoltir af sínu föður- eða fósturlandi.
Kannske á núverandi kreppuástand eftir að þjappa okkur enn frekar saman um það sem við eigum sameiginlegt: Föðurland, menningu, sögu og tungumál.
Kannske hættir sumum að þykja það hallærislegt að vera Íslendingur og í framtíðinni munum við hlæja að þeim sem vildu skipta íslenzkunni út fyrir útvatnaða samskiptaensku í viðskipum. Rétt eins og við hlæjum í dag að þeim sem eitt sinn töldu sig meiri heimsborgara fyrir að tala dönsku.
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öxar við ána árdags í ljóma
upp rísi þjóðlið og skipist í sveit.
Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma,
skundum á Þingvöll og treystum vor heit.
Fram, fram, aldrei að víkja,
fram, fram bæði menn og fljóð.
Tengjumst tryggðaböndum,
tökum saman höndum,
stríðum, vinnum, vorri þjóð.
Líney, 16.10.2008 kl. 16:14
Já, ég tek undir það.
Emil Örn Kristjánsson, 16.10.2008 kl. 16:37
Emil,,,,ég skal koma og gera "honneur" við fánastöng þína þegar þú ert búinn að draga Davíð eða Geir eða einhvern hinna flokksbræðra þinna uppá stöngina. Okkur vantar réttlæti, ekki rembu, búinn að fá yfir mig af henni.
nonni (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.