16.10.2008 | 11:17
Hví að hlýða á Bubba í Köben?
Ég hef aldrei skilið þessa áráttu að hópast til útlanda í örstutta ferð til þess eins að hlýða á tónleika íslenzkra tónlistarmanna (karla og kvenna).
Í fyrsta lagi verður það varla til að auka hlustun á viðkomandi snilling í útlöndum ef landinn er búinn að kaupa öll sætin á tónleikunum og í öðru lagi eru tækifærin líklega fleiri hér heima að komast á tónleika þessara manna.
Annars má mér svo sem vera sama í hvaða afþeyingu fólk kýs að eyða sínu fé. Það eru varla vildarvinir bankanna sem eru að skemmta sér á annara kostnað á þessum tónleikum. Ætli það verði ekki langt þangað til fjármálastofnanir láta umbreyta heilu þotunum í fyrsta farrými til að bjóða síðan nokkrum flugvélafyllum að gæðingum til útlanda að hlýða í íslenzka tónlistarmenn auk þess að splæsa í fimm stjörnu uppihald.
Ég verð samt lýsa yfir vanþóknun minni á niðurlagi þessarar fréttar. Ég hef reyndar enga skoðun á því hversu góða eða slæma tónlist Bubbi á að hafa samið "á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar". Né hef ég nokkra skoðun á því hversu miklu betri eða verri sú tónlist er sem hann semur nú. Það er heldur ekki blaðamannsins, sem ritar þessar frétt, að tjá sig um slíkt.
Hér er verið að skrifa frétt en ekki gagnrýni og mér þykja þessi vinnubrögð ákaflega ófagmannleg.
Engin kreppa hjá Bubba í Köben | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með niðurlag fréttarinnar. Óbeint verið að gefa í skyn að Bubbi hafi verið ömurlegur í að verða 20 ár.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:34
Fer hvorki á Bubba tónleika innanlands né utan en kannski maður ætti nú að fara að gera það,meina mannin vantar pjéning sko...ekki hægt að hafa hann fátækan er það? Betra að ég sé fátæk ekki satt?
Líney, 16.10.2008 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.