Rétt skal vera rétt, Eiríkur

Gott hjá Eiríki að skrifa þessa grein í Guardian. Vonandi sér brezkur almenningur hlutina í réttara ljósi á eftir. Vonandi gera þeir sér grein fyrir að Jarpur (lesist Brown) beitir sömu aðferðum og vondir menn beittu til að komast í valdastóla í Evrópu fyrir miðja síðustu öld og Bretar dansa eftir sömu múgæsingu og þær þjóðir sem studdu slíka menn til valda á sínum tíma.

Þó hef ég mína efasemdir eftir að hafa lesið nokkrar þeirra á fjórðahundrað athugasemda sem nú er komnar inn á vefinn.

Mér fannst samt að Eiríkur hefði vel getað látið það vera að hnýta í okkar eigin ríkisstjórn. Nú ríður á að við stöndum saman. Jarpur er vondur, Bretar eru óvinir en Íslendingar eiga að standa saman. Skot Eiríks á ráðamenn okkar, sem nú róa lífróður til bjarga því sem bjargað verður, dró mjög úr grein hans og er honum til vanza.

Þá fannst mér líka merkilegt að maður sem ber starfsheitið prófessor er ekki betur að sér í Íslandssögu en raun ber vitni. Vissulega er íslenzka lýðveldið ungt og vissulega var það stofnað 1944. Íslendingar hlutu hins vegar sjálfstæði (independence) árið 1918. Sumum kann að þykja ég smásmugulegur og segja mig vera að tapa mér í smáatriðum en rétt skal vera rétt.

 


mbl.is Grimmúðlegt og úthugsað auglýsingabragð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þökk sé Eiríki og ég er sammála þér að hann hefði betur látið það vera að sparka í ríkistjórnina þó vissulega beri hún ábyrgð. Við verðum að vera ein fjölskylda nú og standa saman út á við.

Halla Rut , 14.10.2008 kl. 12:52

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það var mjög gott hjá Eiríki að skrifa þetta. Og mér fannst einnig gott að vera ekki bara með "svart - hvíta" mynd: Vondir Bretar - góðir Íslendingar. Auðvitað ber stjórnvöldum okkar að viðurkenna mistök, en það virðist erfitt hjá sjálfstæðismönnunum.

Að standa saman þýðir ekki að neita að sjá staðreyndir.

Úrsúla Jünemann, 14.10.2008 kl. 14:07

3 identicon

passa sig, ekki skjóta sig í fótinn Emil......Fullveldi != Sjálfstæði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fara á: flakk, leita

Fullveldi felur í sér einkarétt til þess að fara með æðstu stjórn, dómsvald, löggjafarvald og framkvæmdavald, yfir landsvæði eða hópi fólks t.d. þjóð eða ættbálki. Yfirleitt fer ríkisstjórn með fullveldið, einhver álíka stofnun eða jafnvel einstaklingur allt eftir stjórnarfari.

Ríki geta haft fullveldi án þess að vera sjálfstæð. Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku en varð ekki sjálfstætt land fyrr en 17. júní 1944. Útskýringin er að Íslendingar hlutu fullveldi nema hvað Íslendingar viðurkenndu danska konunginn sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana.

Þórarinn Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir innleggið, Halla Rut.

Úrsúla, ég nenni ekki að vera munnhöggvast við þig út af einhverri alhæfingarpólitík. Að sjálfsögðu þarf að fara vel yfir ferlið þegar það versta er afstaðið. Það þarf að kryfja hlutina til mergjar. Mannkynið lærir af sögunni eins og hver einstaklingur lærir af reynzlunni. Það er hins vegar óþarfi að vera með innanbúðarskot út á við þegar mikið liggur við að sýna samstöðu. Fjölskylduerjur á að leysa innan fjölskyldunnar en ekki bera þær á torg.

Þórarinn, ég er engan veginn að skjóta mig í fótinn. Í fyrsta lagi verður Wikipedia seint talin öruggust heimilda, þó fróðleg sé. Í öðru lagi er fullyrðingin sem þú afritar hér: Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku en varð ekki sjálfstætt land fyrr en 17. júní 1944 er einfaldlega röng. Það er hægt að fara út í endalausan orðhengilshátt um muninn á fullveldi annars vegar og sjálfstæði hins vegar og menn myndu seint komast að niðurstöðu. Að halda því fram að Ísland hafi ekki orðið sjálfstætt ríki 1918 er sama og að halda því fram að Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland, Jamæka, Andorra og mörg fleiri lönd séu ekki sjáfstæð ríki í dag.

Útskýringin sem Wikipediu-ritari setur hér fram er rökleysa. Að Íslendingar hafi hafi sama (valdalausa) þjóðhöfðingja og Danir gerir þá ekkert minna sjálfstæða. Að Danir hafi séð um utanríkismál Íslendinga var byggt á gagnkvæmum samningi tveggja sjáfstæðra ríkja. Enda urðu öll sendiráð Danmerkur á þeim tíma sendiráð Danmerkur og Íslands og báru skjaldarmerki beggja sjálfstæðu ríkjanna sem þau voru fulltrúar fyrir.

Emil Örn Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 16:17

5 Smámynd: Líney

sameinaðir stöndum vér,sundraðir föllum vér eða var það ekki einhvernvegin þannig

Líney, 14.10.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einmitt, Líney. Nú ríður á að standa saman.

Emil Örn Kristjánsson, 14.10.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Einmitt, Líney. Nú ríður á að standa saman.

Altso um mína skoðun, segir Emil Örn

Gísli Sigurðsson, 14.10.2008 kl. 17:35

8 identicon

Hi,

I am English and I love Iceland, and have much respect for the people of Iceland.

Greedy banks & greedy politicians do not represent me.  I hope that ordinary people in the UK and Iceland are able to see through the nonsense and realise it's just a petty game of greed & blame.

Please ignore the rubbish in the news at the moment, and do not let the media control your opinions.  Think for yourself, we are all human beings :)

Sensible Sensible (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 4897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband