Jarpur er vondur maður

Jarpur (lesist Brown) hagar sér eins og fíll í glervöruverzlun. Eða eins og einn vefritari sagði: Hann skaut mýflugu með haglabyssu og nú er íbúðin ónýt.

Hann gerir ekki aðeins Íslendingum stórskaða, heldur er hann að gera þeim enn verr um vik að standa við skuldbindingar sínar við brezka sparifjáreigendur.

Jarpur er ekkert annað en vondur maður... já, ég segi og skrifa vondur maður. Svona haga góðir menn sér ekki. Hann er búinn að lýsa því yfir að heil þjóð sé hryðjuverkamenn. Svona yfirlýsingar, fordómar og múgsefjunarhæfni fleytti vondum mönnum í valdastóla í Evrópu fyrir miðja síðustu öld.

Nú þegar sendinefnd frá þessum vonda manni er á leið hingað, ef hún er ekki þegar komin, þá ættum við með réttu að handtaka þá sem útsendara alþjóðlegra glæpamanna. Síðan er tvennt í stöðunni. Annað hvort framseljum við þá til alþjóðadómstólsins eða við leyfum Jarp að bragða á eigin meðali. Tökum þessa kauða í gíslingu og sleppum þeim ekki fyrr en Jarpur hefur beðið opinberlega afsökunar og bætt skaðann sem hann hefur valdið.


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Sammála

Líney, 10.10.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Halla Rut

Sammála.

Hann gerir þetta til að breiða yfir eigin sofandahátt en það var búið að margvara hann við þessu en hann aðhafðist ekkert. Ekkert frekar en ráðamenn okkar hér. Það er nú rétt rúm vika síðan Geir og Ingibjörg voru í viku ráðstefnu hjá Sameinuðuþjóðunum, ekkert að pæla í Íslandi. Það er rúmlega mánuður síðan Geir sagði að það væri betra að gera ekki neitt en að gera vitleysu.

Halla Rut , 10.10.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 4902

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband