Málfarshornið-Svona lagað ætti að varða við lög

Alveg er það með eindæmum hvað fólk kemst upp með forðast fallbeyingar. Þetta á alveg sérstaklega við um ýmis firmanöfn.

Eitt þeirra fyrirtækja sem auglýsa mikið þessa dagana er verzlun sem kallast "Betra bak". Ekki man ég nú hvernig slagorðin eru en það sama hvert þeirra er notað, alltaf er nafn verzlunarinnar í nefnifalli. Þetta ætti að varða við lög.

"Fáðu þér rúm hjá Betra bak", "líttu við í Betra bak" er sagt þegar að sjálfsögðu á að segja "fáðu þér rúm hjá Betra baki" og "líttu við í Betra baki".

Fleiri fyrirtæki sem má nefna í þessum flokki eru t.d. Séð & heyrt, Byggt og búið, Eymundsson og Maður lifandi. Ég tek hins vegar ofan fyrir þeim sem stjórna hjá Skjá einum. Þó nafnið sem slíkt sé ekki mikið til að hrópa húrra fyrir þá hafa þeir alla vega metnað til fallbeygja það rétt.

Ef menn (karlar og konur) eru svona viðkvæmir fyrir fallbeygingum þá væri þeim nær að finna sér nöfn sem hafa þjálli beygingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband