Vönun þarf ekki að vera það sama og vönun

Svona fréttir vekja alltaf hörð viðbrögð og menn (karlar og konur) skiptast í tvær fylkingar með og á móti.

Það er ekki laust við að þessi umræða hafi komið upp, og það nokkrum sinnum, hér á Íslandi. Þ.e. hvort vana skuli kynferðisglæpamenn. Þá hafa menn í annari fylkingunni lokið upp einum munni og sagt að þetta sé það eina sem dugi til að fólk sé óhult fyrir slíkum svíðingum. Hin fylkingin svarar á móti, á engu lægri nótum, að slíkt sé rakið ofbeldi og að líkamlegar refsingar séu löngu aflagðar og eigi aldrei að taka aftur í lög.

Reyndar hafa báðir nokkuð til síns máls. Það væri vissulega svakalegt afturhvarf ef líkamlegar refsingar væru aftur lögleiddar en hins vegar þá á fólk kröfu á því að hið opinbera verndi það gegn ofbeldismönnum eins og kostur er. Reyndar mætti hið opinbera standa sig mun betur hvað það varðar.

í þessari umfjöllun allri vantar samt að skilgreina vönun. Vönun er ekkert endilega það sama og vönun. Það er hægt að vana menn á þann hátt að þeir geti ekki getið börn en kynhvöt þeirra breytist ekki að öðru leyti. Hins vegar held ég að hér sé ætlunin að stemma á einhvern hátt kynhvöt þessara manna.

Sé takmarkið einhver sú aðferð eða meðferð sem heftir eða dregur út kynhvöt þeirra á einhvern hátt án þvingunar þá mætti hugsa sér að bjóða hana til styttingar refsidvalar. Þar með væri það mannanna sjálfra að taka ákvörðun og ekki væri hægt að halda öðru fram en að mannréttindi þeirra væru óskert. Þetta ættu jafnvel þeir sem telja slíka menn sjúklinga að geta samþykkt því sjúkdóma þarf að meðhöndla, ekki satt?

Það sem ég gat þó lesið sem gleðiefni út úr þessari frétt var að hvað sem fulltrúum á Evrópuþinginu finnst um þessa hugsanlegu lagasetningu þá hafa þeir ekki vald yfir pólska löggjafarþinginu. Það þýðir að Evrópuþingið og þar með Evrópusambandið er ekki jafn almáttugt og oft er látið í veðri vaka...og ekki jafn almáttugt og það kýs að telja sig jafnvel. ATH.: Þessi síðasta athugasemd mín er almenn og algerlega óháð efni og tilgangi umræddrar og hugsanlegrar lagasetningar í Póllandi.


mbl.is Vill láta vana barnaníðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Ég held líka að sumir haldi að það eigi að skera undan mönnunum. Einhver talaði um að það væri ansi harkalegt að fólk þyrfti að gjalda fyrir glæpina með kynfærum sínum. [Hristir hausinn]

Annars held ég að hér á Íslandi þyrfti ansi margt að breytast til að hægt væri að bjóða kynferðisafbrotamönnum upp á lyfja-vönun til styttingar á refsingu. T.d. þyrfti að byrja á því að refsa þeim áður en hægt væri að stytta refsinguna. Mánuður í fangelsi fyrir nauðgun er ekki beint eitthvað sem mér finnst að ætti að stytta...

Ég veit þó að þessi frétt er frá Póllandi og allt það - bara smá vangaveltur.

Hjördís Þráinsdóttir, 25.9.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur fyrir innlitið Brynja og RokkSokkur.

Það er rétt að manni þykir refsiramminn fyrir kynferðisafbrot og reyndar marga aðra ofbeldisglæpi óttalega þröngur. Það þyrfti náttúrulega að rýmka hann til að geta boðið einhverskonar meðgerð/aðgerð sem valkost.

Emil Örn Kristjánsson, 25.9.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband