Er ekki allt í lagi?

Hvað er eiginlega að fólki?

Látum vera þó fólk fari til læknis og gangist undir "plastískar" skurðaðgerðir á kynfærum þegar eitthvað er að. S.s. óeðlilega stórir skapabarmar, þröng forhúð o.sv.fr.

En að gangast undir skurðaðgerð til að "gera kynfærin meira aðlaðandi"! Ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Stendur fólk úti á götu, inni á skemmtisöðum eða á mannamótum og berar á sér kynfærin fyrir hvort öðru? Eða er það kannske nýjasta nýtt hjá hjónum/pörum að sitja og skoða kynfæri hvors annars og dáðst að því hve "aðlaðandi" þau eru?

Hversu firrt er veröldin sem við lifum í ef fólk leggur á sig erfiði, sársauka og rándýrar skurðaðgerðir til að "gera kynfærin meira aðlaðandi"?

Og hvað er að þeim læknum sem telja fólk á svona vitleysu? Ég sá leikrit á síðasta vetri þar sem 2 lýtalæknar voru meðal persóna. Annar þeirra fór sjálfur í lýtaaðgerð og leit hræðilega út á eftir. Þegar fólk hafði orð á því hve illa hann liti út þá voru lýtalæknarnir fljótir til svars og sögðu þeim sem tjáðu sig þeir hefðu sko ekkert vit á lýtalækningum.

Eru ekki læknavísindin bara komin út í bölvaða vitleysu? Farin að búa til einhverjar ímyndaðar þarfir fyrir fólk?

Allt fólk sem er snyrtilegt, sjálfsöruggt og sátt við lífið er fallegt. Það þarf ekki skurðaðgerð til.


mbl.is Kynfæraaðgerðir vafasamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Þú skilur þetta þegar þú verður eldri.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 24.9.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Beturvitringur

Þetta hefur nú lengi verið stundað, a.m.k. í Ammríkunni. Las m.a. að konur vildu vera aðlaðandi þegar þær beygðu sig fram. /%$/&%$$%#!&%$"

Annars þarf ekki að undrast að læknarnir samþykki að framkvæma lýtaaðgerðir/skapaaðgerðir þegar verðlagningin er eins og hún er. Þeir fá dágott tímakaup, þótt kostnaður hafi verið dreginn frá, skv. ofangreindu verði.

Fengu ekki "undirmálslánveitingafulltrúarnir" greitt skv. fjölda lána?  Þá vannst ekki tími til að kanna bakgrunn og/eða greiðslugetu lántakandans. Enda hefðu þeir ekki fengið aurinn sinn, hefði "greiðslumat" aftrað þeim að lána viðkomandi.

Beturvitringur, 24.9.2008 kl. 19:28

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú segið það, Birgir. Sjálfur er ég nú karl á sextugsaldri og botna ekkert í þessu. Heldur þú kannske að þegar maður kemst á áttræðisaldurinn finnist manni kominn tími til að fegra sprellann?

Já, Beturvitringur, það er auðvelt að ginna fólk sem hefur næga peninga handa milli og er nógu vitlaust til telja sjálfum sér trú um að það eigi þá.

Þetta minnir mig á húnvetnska bóndann sem fór stórskuldugur í kaupstað og sagði þeim sem hann mætti á leiðinni að hann væri vesælastur allra og þetta væri efrið ferð enda skuldaði hann öllum sem hægt væri að skulda. Á heimleið var léttara yfir karli og sagði hann hverjum sem heyra vildi að nú væri hann sáttur og skuldlaus við Guð og menn. Hann hefði bara tekið víxil greitt öll sín lán!

Emil Örn Kristjánsson, 25.9.2008 kl. 09:38

4 Smámynd: Beturvitringur

EÖK, - það er ógrynni "húnvetnskra bænda" meðal íslensks almennings. Yngra fólk (aðallega) virðist líta á lán sem lottó- eða happdrættisvinning. Svo verður maður taugaveiklunarlega meðvirkur (allir meðvirkir nú á tímum) þegar afkomendur og önnur skyldmenni og vinir hafa anað áfram í fjárhagsskipulagningarblindni.

Er að leita mér að bíl. VÁ. Það er urmull bíla sem maður getur fengið með lánayfirtöku. Í einu tilviki var auglýst: engin útborgun, yfirtaka láns og 350þúsund í vasann"  Ástandið var þannig að hann þurfti að borga með bílnum. Því miður eru þetta ekki einsdæmi.

Beturvitringur, 25.9.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 4944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband