Litla stúlkan og sígaunarnir

Það væri nú aldeilis gott ef litla stúlkan sem týndist er nú fundin. Maður getur nú bara samglaðst fjölskyldunni ef satt reynist.

Verra er ef þetta á eftir að verða til þess að enn aukist fordómar og illska í garð sígauna. Sígaunar eða roma, eins og þeir kjósa að kalla sig, hafa löngum orðið fyrir ofsóknum eins og ýmsir aðrir minnihlutahópar. Lífsmáti þeirra og viðhorf er mjög miklu öðruvísi en flestir vesturlandabúar telja eðlilegt og því skera þeir sig úr og eru ákjósanlegir blórabögglar. Sérstaklega þar sem þeir eiga sér fáa málsvara.

Búast má við að í kjölfar þessa glæps, ef rétt reynist, muni allir sígaunar verða fordæmdir. Þess hefur nú þegar sést merki hér í vefritum mbl.is.

Þau þjóðfélög, þar sem sígaunar eru fjölmennir hafa ítrekað reynt að þröngva lífsháttum sínum upp á sígauna. Það hefur skilað litlum árangi en skapað spennu og vandamál. Við þurfum að hugsa mat okkar á sígaunum upp á nýtt og gefa þeim tækifæri til að nálgast nútímann, alla vega að einhverju leiti, á sínum eigin forsendum.

Mér þótti reyndar fyrirsögn þessarar fréttar nokkuð fyndin. Hvernig getur stúlka fundist nema hún hafi verið týnd?

Svo skil hvorki upp né niður í lokasetningu fréttarinnar.


mbl.is Týnd stúlka hugsanlega fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki hvort þú hafir búið þar sem sígaunar staldra stundum við. Ég get sagt það og fullyrt að sígaunar í dag eru ekki ákjósanlegir nágrannar. Þeir fara fram á að bæjarfélög skaffi þeim vatn og rafmagn þeim að kostnaða lausu og allt út af því að þeir kjósa sér þennan lífsmáta. Þetta er allt of auðvelt.... Bjó í litlu þorpi í Sviss og þegar Sígaunar komu þá var fólki varað við að læsa hjá sér og búðareigendur beðnir að hafa augun opin. Það findnasta við það að þegar maður keyrði fram hjá þessu sígaunaþorpi þá voru hjólhýsin í þvílíkri niðurníslu en síðan voru glænýir Bensar fyrir utan!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:13

2 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi Emil.

Aprílrós, 13.9.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Beturvitringur

Las síðustu 2 setningarnar margoft, náði loks meiningunni en fy fa'n þessi fréttaskrifari hefur annað hvort verið á 5.glasi eða í 5.bekk (hið mesta)

Annars óttast ég að RAM hafi mikið til síns máls. Eins og Roma fólk hefur mátt þola, þá passa þeir ekki með öðrum hópum. Ekki það að þeir séu svona mikil illmenni heldur bara svo mikið öðruvísi en við sem látum álit okkar í ljós skína.

Beturvitringur, 13.9.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 4900

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband