Forsjárhyggja eða velferð?

Þetta er ekki spurning um það hvernig trú og skóli fara saman; alls ekki.

Þetta er spurningin um það hversu mikil á og má forsjárhyggja hins opinbera vera.

Ég er ekki, alls ekki, að mæla með því að múslimskir siðir og áherzlur finni leið inn í skóla og aðrar stofnanir Vesturlanda. Höfum samt í huga að þó hinn almenni múslimi fasti þá sveltur hann ekki.

Okkur veitir ekki af að staldra við og spyrja okkur hvort "kerfið" sé að fara aðeins fram úr sjálfum sér í umhyggju sinni fyrir borgurunum. Svo mjög að fólk hættir að hugsa og lætur "kerfinu" allt eftir um leið og "kerfið" ætlast til þess að allir geri eins, með góðu eða illu.

Mér var eitt sinn sagt frá móður, sem sótti barnið sitt í leikskóla og spurði hvort þeir böðuðu aldrei börnin eða klipptu á þeim neglurnar. Það gæti verið stutt í "kerfið" taki börnin okkar á mánudagsmorgnum og skili þeim svo aftur á föstudagskvöldum, nýböðuðum og með klipptar neglur. Svo getur við leikið okkur við þau um helgar... allt eftir hinnu opinberu forskrift, að sjálfsögðu.


mbl.is Deilt um föstu barna í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Samvinna, samvinna, umburðarlyndi og skilningur ... og þá á BÁÐA BÓGA.

Held að aldrei hafi ég nokkurn tíma reiðst og hneykslast eins mikið og þegar Austurbæjarskóli tók svínakjöt útaf matseðli skólaeldhússins; þessi skóli hefði hæsta hlutfall innflytjenda og þeir mættu margir ekki éta svín.  Þarna náði tillitssemin yfir strikið og bitnaði á þeim sem tillit þurftu að taka   Ekki það að ég vorkenni nokkrum manni að fá ekki svínakjöt (ekki borða ég það nema fyrir kurteisissakir (boð o.þ.u.l.)

Einhvern veginn hefði mér þótt eðlilegt (ekki bara eðliLEGRA) að hafa samlokur, fiskibollur eða slíkt á svínakjötsdögum fyrir þá sem leyfðist ekki grísaát

Beturvitringur, 12.9.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fiskibollur? Bara jógúrt og brauð.

Sjálfur á ég barn með bráðaofnæmi við ýmsum fæðutegundum. Okkur datt ekki í hug að fara fram á að þær fæðutegundir yrðu teknar af lista þar sem hann snæddi. Hann varð einfaldlega að láta sér nægja eitthvað annað sem framreitt var án fyrirhafnar.

Ég man vel eftir þessu með Austurbæjarskóla og það sauð á mér. Þvílík firra, þvílíkt rugl. Hins vegar megum við ekki þröngva því fæði upp á fólk sem það ekki vill og ekki heldur þröngva fæði í fólk sem telur sér, af einhverjum ástæðum skylt að fasta. Höfum um leið í huga að  það er náttúrulega munur á föstu og svelti.

Emil Örn Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Beturvitringur

"Vararéttir" (Plan B) alls ekki þröngva neinum af neinum ástæðum. Samþ.

Rétt er það Fasta er alls ekki svelti. Reyndar kom fram í fréttinni að fólk misjafnlega vel byggt fyrir sveiflukennda matmálstíma (blóðsykurflökt o.þ.h.)

Beturvitringur, 12.9.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 4902

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband