10.9.2008 | 23:37
Málfarshornið-Meinleg þýðingarvilla
Fyrr í kvöld horfði ég á þáttinn "Afríka heillar" í sjónvarpinu. Þessi þáttur var, eins þeir eru flestir, ósköp hlýr og notalegur og hélt mér uppteknum þann tíma sem hann tók.
Eitt þeirra villidýra sem var í hlutverki í þessum tiltekna þætti var dýr sem heitir á ensku "cheetah" og acinonyx jubatus á latínu. Það skemmdi svolítið fyrir mér ánægjuna að nafn þessarar dýrategundar var þýtt fjallaljón á íslenzku, sem er alrangt.
Fjallaljón gæti átt við kattardýrið púmu (puma concolor) enda er það oft kallað "mountain lion" á ensku.
Púman er vesturheimsk skepna en þessi þáttur gerist í Afríku, eins og nafnið bendir til, og þar er engar púmur (fjallaljón) að finna í náttúrunni. Dýrið "Cheetah " heitir nefnilega á íslenzku blettatígur og hefði það því verið rétt þýðing.
Mér þykir það óvönduð vinnubrögð af þýðanda, sem tekur að sér að þýða þætti sem fjalla að stórum hluta um dýrin í Afríku, að vera ekki betur upplýstur en þetta.Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 4903
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta ergir mann svolítið. Þetta er samt hátíðasöngur miðað við daglegt íslenskt mál.
Ég fæ gubbuna upp í háls þegar talað er um að "ÞÖKULEGGJA". Hef ætíð kallað það að tyrfa. Óþarfi að taka upp nýyrði þegar til er orð.
Nýjasta ógeðið sem ég heyrði í útvarpi; ábending um umferðartafir vegna "MALBIKSYFIRLAGNAR" Frá hvaða plánetu er þetta?
Beturvitringur, 11.9.2008 kl. 00:59
Hvað með að "brottvísa" og "framkvæma leit"? Eða þegar maðurinn sagði "framkvæmd leitar er ekki lokið".
Emil Örn Kristjánsson, 11.9.2008 kl. 11:14
Það veit aldrei á gott þegar beturvitringar rekast á. Ég hélt nefnilega að sú athöfn að leggja þökur út á jörð til að fá sléttan grasblett héti að þekja. Að tyrfa væri að þekja með torfi og torf er í minni vitund miklu þykkara og óþjálla efni að vinna úr heldur en þökur og erfitt að fá úr því sléttan blett.
En Emil Örn -- ég rak augun líka í þetta fjallaljón og hugsaði með mér hvort cheetah væri virkilega sú skepna? En um blettatígurinn vissi ég ekki -- sem er tígulegt nafn.
Sigurður Hreiðar, 11.9.2008 kl. 12:34
Nú er fjör! Eftirlætis umræðan mín.
SH. Þegar tveir beturvitringar rekast á, veit það á gott. Úr því verður viskuhraðall! sem splundrar og þá myndast bestvitrungar. Oftast nær hafa þeir báðir sannleikann fram að færa en samt líklega hvorugir ALLAN sannleikann.
"torf" sem þú segir - skil ég eins og þú, en það er líka til "torfa".
Hjá mér og mörgum voru þessir "bleðlar" kallaðir "túnþökur" Sumir kölluðu þetta "grasþökur"
Bæði torfur og torf var notað til að "tyrfa" sem er að "þekja" og slétta. Við tölum um torfbæina okkar; hlaðna úr torfi og oftast voru torfu á þaki. Látnir fara undir græna torfu (ekki grænt torf)
Beturvitringur, 13.9.2008 kl. 04:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.