Enn evra...

Enn er verið að tala um evruna. Það má varla líta við hérna ráðamaður frá ESB-landi án þess að vera spurður um möguleika okkar á að taka upp evru. Jafnvel skynsamt og viti borið fólk er farið að boða upptöku evru sem hina endanlegu lausn og frelsun íslenzks efnahags.

Er ekki allt í lagi?

Evraupptaka kemur bara til með binda efnahag okkar enn sterkari böndum við ESB. Um leið mun allur sveigjanleiki takmarkast við ESB og efnahagslíf okkar verður komið í hjónaband sem býður ekki upp á skilnað og þar sem annar aðilinn er tvímælalaust sá sterkari... og sá aðili er ekki litla og fámenna Ísland.

Ég man að fyrir um 30 árum síðan gengu sumir um grenjandi á upptöku bandaríkjadals. Það myndi alveg bjarga efnahagslífinu hér og koma í veg fyrir verðbólgu, sem á þeim tíma var töluverð.

Ætli við vildum vera í þeim sporum núna sem slíkar aðgerðir hefðu skilað okkur? Heimsmyndin og viðskiptaumhverfið verulega breytt frá því sem þá var en íslenzkt efnahagslíf rígbundið því bandaríska. Ég held varla.

Evruupptaka er ekkert annað en vafasöm skyndilausn sem ekki nokkur ábyrgur maður (karl eða kona) ætti svo mikið sem velta fyrir sér.

Ég frábið mér svo að gjaldeyrismál í Liechtenstein og San Marínó séu notuð sem rök í þessari umræðu. Slíkt er bara kjánaskapur.


mbl.is ESB-aðild forsenda evruupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Heyr!

vegna þess að það er skammgóður vermir... að pissa í skóna 

Beturvitringur, 3.9.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 4897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband