Gúrkutíð?

Er gúrkutíð? Þetta eru nú bara ósköp eðlileg tilmæli í ljósi herts öryggiseftirlits á flugvöllum. Það hefur nefnilega tíðkast lengi að fólk sem heimsækir þennan kraftaverkastað taki með sér vatn í brúsa heim til sín.

Annars er einkennilegt að  tala um vígt vatn í yfirskrift fréttarinnar þegar tekið er fram í féttinni sjálfri að vatnið sé ekki vígt. Samanburður við vatn í skírnarfonti er líka óttalega kjánalegur því hér erum mjög óskyldan hlut að ræða.

Lindin í Lourdes er "kraftaverkalind" vegna þess að þar hafa átt sér stað lækningar sem vísindin eiga erfitt með að útskýra. Reyndar er það stefna kaþólsku kirkjunnar að lýsa því ekki yfir að einstaka staðir séu kraftaverkastaðir, en neita heldur ekki tilvist þeirra. Reyndar töldu kirkjunnar menn upphaflega, þegar lækningarmáttur lindarinnar var uppgötvaður, að hér væri líklega um gabb að ræða.

Í Lourdes er starfandi hópur lækna og annara fulltrúa heilbrigðisstétta, sem heitir "Association Médicale Internationale de Lourdes". Er þar að finna fólk ýmissa kirkjudeilda og trúarbragða og einnig þá sem telja sig trúlausa. Kirkjan viðurkennir enga lækningu sem hugsanlegt kraftaverk nema þessi hópur hafi rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að lækningin verði ekki útskýrð útfrá læknisfræðilegu sjónarmiði. Hingað til hafa 67 tilfelli verið viðurkennd sem slík, þó að meðaltali komi 35 á ári til umfjöllunar.

Læknirinn og nóbelsverðlaunahafinn Alex Carell skrifaði fræga bók um för sína til Lourdes. Þangað fór hann sem ungur efahyggjumaður en varð vitni að kraftaverki og sannfærðist.

Svona í lokin langar mig til að rifja upp gamla gamansögu:

Gömul koma var að koma úr ferð til Frakklands. Þegar hún arkaði í gegnum tollinn spurði einn tollvarðanna hvort hún hefði eitthvað tollskylt meðferðis. Hún neitaði því og bað hann hana þá að opna tösku sína.

Eftir að hafa gramsað svolítið í töskunni dró tollvörðurinn fram brúsa með einhverjum vökva í og spurði konuna hvað hún væri með þarna. Hún svaraði því til að þetta væri kraftaverkavatn frá Lourdes. Hann opnaði þá brúsann, bragðaði á innihaldinu og sagði: "Mér sýnist þetta nú bara vera eðal-koníak, frú".

Þá hóf konan hendur sínar til himins og hrópaði: "KRAFTAVERK!"


mbl.is Varað við vígðu vatni í handfarangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Sagan í restina er alveg frábær. Já...þau eru af ýmsum toga kraftaverkin!!!!!!!!!

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband