Málfarshornið-Þetta er fyrir neðan allar hellur!

Á einni af þeim íslenzku sjónvarpsrásum sem ég hef aðgang að tíðkast ekki að þýða nöfn erlendra þátta. Þykir mér þetta nokkuð miður þar sem þýðingar titla geta oft reynzt hreinustu listaverk. Frægt dæmi er t.d. íslenzkur titill bókarinnar og stórmyndarinnar "Gone with the Wind", sem var þýddur "Á hverfanda hveli". Ólíkt tilkomumeira en danska þýðingin "Borte med blæsten".

Nú er ég ekki að tala um að fólk eigi að sitja með sveittan skalla að finna nöfn á þætti sem bera mannanöfn, eins og t.d. Fraiser, Anna Pihl eða Simpsons en "Law and Order" mætti t.d. léttilega kalla "Lög og regla". Þeir hjá RÚV hittu líka á skemmtilegan titil þegar "Desperate Housewifes" fékk nafnið "Aðþrengdar eiginkonur".

Ástæða þess að ég set þessar hugleiðingar á skjá núna eru tvær dagskrárauglýsingar sem ég sá á nefndri sjónvarpsrás nú fyrir stuttu.

Þeir ætla nefnilega að fara að sýna þátt um útlagann fræga Hróa hött. Þættir þessir lofa góðu en því miður eru stjórnendur þarna á bæ svo uppteknir af því að sýnast heimsborgarar (en afhjúpa um leið eigin afdalamennsku) að þeir kynna þáttinn sem "Robin Hood". Hér á landi hefur þessi heimsþekkti útlagi og þjóðsagnapersóna ævinlega verið þekktur sem Hrói Höttur og aldrei þótt ástæða til að kalla hann annað. Svo frægur er hann að meira að segja hans helztu félagar eiga sér einnig nöfn á íslenzku; t.d. Vilhjálmur skarlat, Litli-Jón og Tóki munkur. Ég verð að segja að mér er gróflega misboðið.

Annar þáttur sem þessir snillingar eru að taka til sýningar er íslenzk útgáfa af erlendum þætti, sem á frummálinu heitir "Singing Bee" og mannvitsbrekkurnar hjá Skjá einum hafa ekki meira hugmyndaflug en það að nota erlenda nafnið hrátt: "Singing Bee" (Singing bí). Svona metnaðarleysi og menningarskortur þykir mér bara fyrir neðan allar hellur.

Látum vera þó menn þarna á bæ séu að éta upp erlendar hugmyndir því hingað til hafa þeir oft borið gæfu til þess að gefa þáttunum vel heppnuð íslenzk nöfn eins og "Allt í drasli" og "Ertu skarpari en skólakrakki". Þessi sóðaskapur verður hins vegar til þess að ég mun sniðganga þennan annars áhugaverða þátt og einnig þættina um Hróa hött þar til gáfnaljósin á Skjá einum hafa tekið upp aðra og betri málfarsstefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hvað gefur þér tilefni til þess að segja mig þykjast kunna íslenzku betur en aðrir, Marti?

Hvað varðar orðið bara, þá hefur það unnið sér ákveðinn þegnrétt í málinu, rétt eins og kirkja, bíll og eyðileggja enda þekkt í rituðu máli frá byrjun 18 aldar. Hér er það notað til leggja frekari áherzlu á fullyrðingu mína.

Emil Örn Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 17:19

2 identicon

Já í upphafi þá var Skjár einn mjög íslensku sinnuð stöð og snaraði mörum ef ekki öllum þáttar titlum yfir á íslensku, það heppnaðis mis vel, einsog gengur, en það var a.m.k gert, og ég kom nú þangað inn og þá voru heangandi uppi blöð með því hvernig ætti að fallbeyja "Skjár einn", svona til að hamra á því að starfsfólk færi rétt með.

Svo voru líka margir ódýrir en ágætir innlendir þætti sem báru snildar titla, eins og: Teiknileikni, Kómíski klukkutíminn,Með hausverk um helgar, og fleiri, góðir titlar, mis góðir þættir.

Gaui. (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jú, Gaui, maður man nú eftir þessu. Því miður hafa þeir hjá Skjá einum nú tekið upp aðra stefnu.

Emil Örn Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband