28.8.2008 | 12:26
Málfarshornið-Mér blöskra svona vinnubrögð
Ég fékk inn um lúguna hjá mér í morgun bækling frá einu af mörgum flatbökufyrirtækjum borgarinnar. Þar á bæ hafa menn verið svo frumlegir að nefna flestar bökur sínar eftir hinum ýmsu borgum, bæjum og kennileitum á Ítalíu.
Hugmyndin er góð en ekki er fyrir samræminu að fara. Við skulum hafa í huga að þetta er íslenzkur staður sem gefur sig út fyrir að bjóða upp á ítalskan mat. Eðlilegast væri þá að annað tveggja væru borgarnöfnin eingöngu á ítölsku eða á ítölsku og íslenzku þar sem til er sérstakt nafn á móðurmáli okkar fyrir viðkomandi borg (t.d. Róm og Feneyjar).
Snillingarnir hjá Rizzo hafa hins vegar kosið að fara þá leið að blanda saman nöfnum á ítölsku og ensku, án nokkurs samræmis!
Til dæmis bjóða þeir flatböku með ítölsku nafni höfuðborgarinnar Roma (ekki Róm eða Rome) en svo er einnig til baka sem heitir Milan, sem enskt heiti borgarinnar Milano. Þá má nefna að ein bakan heitir Florence en sú borg heitir á ítölsku Firenze og svo ber önnur nafn landsins en þá á ensku Italy í stað Italia. Svona mætti áfram telja Feneyjar eru t.d. kallaðar Venice en ekki Venezia en þó finnst mér steininn taka úr þegar ein bakan ber nafnið Napoli en önnur heitir Naples, sem er enskt heiti sömu borgar!
Hugmyndasmiðirnir hjá Rizzo ættu nú að taka sig á, læra landafræðina sína aðeins betur og koma á samræmi í nafgiftum sínum á flatbökum. Þangað til mun ég beina flatbökukaupum mínum annað.
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 4896
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hah!
Einhverra hluta vegna finnst mér sprenghlægilegt að nokkur maður skuli taka flatböku kaupum svona alvarlega.
Á sama tíma er ég þér innilega sammála, þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur (og nú tala ég algjörlega hæðnislaust).
Spurning um að senda þeim línu blessuðum?
Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:36
Skemmtileg snilld...
Markús frá Djúpalæk, 28.8.2008 kl. 13:22
ATH...
Vitaskuld á hér að ofan að standa flatböku "kaup" en ekki "kaupum".
Um leiðinda mistök er að ræða, og biðst ég forláts.
Kv.
Hjörtur A.
Hjörtur A. Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:07
Já, Hjörtur minn, maður stendur nú á sínum "prinsippum".
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2008 kl. 16:13
Ég rak einmitt augun í þetta hjá þeim í Árbænum fyrir a.m.k 3 ef ekki 4 árum síðan, þetta eru bara svo lang, lang beztu flatbökur sem bjóðast á Fróni í dag að maður verður bara að horfa framhjá þessu.
Gaui. (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:28
Já, Gaui minn, hver hefur sín takmörk. Þetta er meira en ég get sætt mig við. Hversu góðar sem flatbökur þeirra kunna að vera.
Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.