Líklegt!!!

Já, líklegt að Pólverjar lesi Lögbirtingarblaðið "spjalda á milli" í leit að auglýsingum á pólsku.

Annars tek ég undir með öðrum bloggara sem hefur tjáð sig um þessa frétt að þetta er "misskilin hjálpsemi".  Þessi svokallaða fjölmenningarstefna, sem enginn hefur reyndar skilgreint, er að leiða okkur út í algerar ógöngur.

Ég varð fyrir því í fyrra að fá smávægilega umferðarsekt í ítölsku borginni Brescia. Var þar um að kenna vankunnáttu minni, enda greiddi ég sektina möglunarlaust, sem var heilar 650,- krónur. Henni fylgdi reyndar langt og ítarlegt bréf frá lögreglu staðarins og var það á ítölsku... að sjáfsögðu.

Það hvarlaði aldrei að mér ég myndi fá bréf á íslenzku frá ítölsku lögreglunni. Reyndar hvarflaði ekki heldur að mér að bréfið ætti að vera á nokkru öðru máli en ítölsku. Þó ég sé ekki læs á það mál er það ekki þeirra vandamál, heldur mitt.


mbl.is Auglýsingar á pólsku í Lögbirtingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvað er að ykkur?
Fólk sem kýs að búa hérna er örugglega langflest til í að læra að tala og lesa íslensku. En það gerist ekki á nokkrum vikum og það er virðingarvert að það sé komið á móts við það...amk í stjórnsýslunni.

Og af hverju ertu svona viss um að Pólverjar lesi ekki lögbirtingablaðið ef það er á skiljanlegu máli?

Heiða B. Heiðars, 28.8.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Bíddu við, er íslenzka ekki "skiljanlegt mál"?

Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2008 kl. 10:34

3 identicon

Mikið er ég sammála þér.

Gekk niður Laugaveginn síðast er ég kom til Íslands og það var leitun að búð með íslensku nafni. Hefði allt eins getað verið að labba niður götu í London. 

Sigbjörn (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 4897

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband