Nei, hættið nú alveg

Ekki misskilja mig. Mér finnst vinnuveitanda bæði rétt og skylt að greiða ferðakostnað vegna starfsmanna sem ferðast vegna vinnunnar. Mér blöskrar heldur ekki 168þúsund króna reikningur fyrir 13 manna snæðing á veitingahúsi og hótelgistingu fyrir 6 manns.

Hins vegar finnst mér þetta bara fáránlegt. Hvar er siðferðið hjá fólki finnst þetta vera í lagi? Látum vera þó þau "slútti" fundi með sameiginlegri máltíð á kostnað vinnuveitanda (þ.e.a.s. skattgreiðenda) en hvað er fólk að hugsa að láta greiða fyrir sig gistingu þegar þau eru ekki einu sinni að heiman? Ætli Árni Þór eigi ekki búsetu lengst í burtu af þeim sem þarna gistu, en hann á heima á Tómasarhaga, sem er innan við hálftíma akstur.

Það veitti líklega ekki af að skóla suma þingmenn svolítið til í almennu siðgæði. Mér er alveg sama þó þeir hafi þurft að funda fram á kvöld og halda svo áfram næsta dag. Annað eins hefur nú gerzt án þess að fólk þurfi að kaupa undir sig gistingu í Kópavogi. Ætli það hafi ekki verið tímafrekara að pakka niður fyrir eina nótt en að leggja aðeins fyrr af stað að heiman til fundarsetu.

Enn og aftur: Mér blöskrar ekki upphæðin sem slík en hvernig fer það fólk með almannafé sem finnst þetta í lagi?


mbl.is Gisting á kostnað skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Já mikið rétt..þetta stóð í blöðunum en hvers vegna ekki að fá það staðfest?

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Sigga, Kínaferðirnar eru nú eitt. En ég tek fram að ég er ekki að fjalla um upphæðir, heldur þann hugsunarhátt eða það hugsunarleysi sem lýsir sér í þessu framferði.

Fjóla, það er vitnað í Steinunni Valdísi í fréttinni. Það held ég sé næg staðfesting.

Emil Örn Kristjánsson, 28.8.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Það mætti alveg taka á þessum málum, sérstaklega þar sem allir þurfa að spara þessa daganna - þá er hræðilegt að horfa uppá þetta bruðl ráðamanna.

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 4899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband