18.8.2008 | 23:26
Málfarshornið og Marsibil
Það er kannske bara bezt að Marsibil láti sig hverfa úr stjórnmálaumræðunni... alla vega þangað til fjölmiðlafólk lærir að beygja nafnið hennar. Núna síðast heyrði ég talað um stöðu Marsibil í tíufréttum Ríkissjónvarpsins og hér á mbl.is er vísað í bloggvef Marsibil.
Eignarfallið af Marsibil er náttúrulega Marsibilar. Mér var eitt sinn sagt, hjá ekki ómerkari stofnun en Oðabók Háskólans, að ekkert kvenmannsnafn á íslenzku væri eins í öllum föllum... ég held reyndar að Salóme sé þar undantekning.
Annars er þessi fallbeygingaflótti farinn að verða áhyggjuefni. Flestum finnst til að mynda í lagi að spyrja: Hvenær er opin í Byggt og búið? Þegar rétt er að segja: Hvenær er opið í Byggðu og búnu?
Sama gildir um Eymundsson. Þeir auglýsa: Þú færð það í Eymundsson. Rétt er: Þú færð það í Eymundssyni. Einnig eru auglýstar Viðskipabækur Eymundsson, sem ættu með réttu að heita Viðskiptabækur Eymundssonar.
Fólk getur ekki bara klæmst eins og því sýnist á móðurmálinu.
Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú meinar væntanlega „það var einu sinni sagt mér“ ... [glottir]
Hjördís Þráinsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.