Umsýslugjald hvað???

Þett er náttúrulega bara bezta mál. Tolla og skatta er nú samt hægt að rökstyðja en sk. umsýslugjald Íslandspósts hef ég aldrei skilið.

Fyrir stuttu fékk sonur minn senda bók að gjöf erlendis frá. Þar lagðist ofan á virðisaukaskattur sem var einhver lítil upphæð en svo fylgdi eitthvert umsýslugjald upp á einhverjar hundruðir króna. Þegar ég spurði hvernig því sætti var mér svarað að að það væri alltaf lagt ofan á pakka án þess að það væri rökstutt frekar.

Fyrirgefið, Íslandspóstur, en þetta þykir mér nú frekt. Til hvers er sendandi búinn að greiða fullt póstburðargjald til þess eins að þið takið svo viðlíka gjald af móttakanda án þess hafa nokkuð annað haft af pakkanum að segja en að koma honum til viðtakanda?

Þetta er mál sem umboðsmaður neytenda mætti taka að sér. Svona einhliða gjaldtaka getur ekki átt rétt á sér. Það kostar sko engan fimmhundruðkall að reikna út 70 krónur.


mbl.is Vill fella niður tolla og skatta af ódýrustu pökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Gæti þetta verið um sýslugjöld?  (OK ég er skepna)

Beturvitringur, 18.8.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú segir nokkuð. Kannske við komum okkur að lokum frá sýslugjöldum en aldrei aftur til sýslugjalda.

Emil Örn Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Beturvitringur

Næst setja bankar, tryggingafélög, já, og pósturinn... á töðugjöld!

Hvernig finnst þér "endurnýjunargjald" hjá tryggingarfélagi/um. Á maður að borga aukalega fyrir að halda áfram hjá þeim?  Mér finnst það álíka og það legðist á aukagjald þegar maður kaupir mjólk... af því að maður keypti hana líka í gær!

verð

Beturvitringur, 18.8.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Núna stend ég einmitt í þrasi við eitt öryggisgæzlufyrirtækið. Ég leigi af þeim öryggisbúnað. Svo kemur starfsmaður þeirra eitt sinn til að yfirfara græjurnar og ég fæ reiking upp á fleiri þúsundir.

Ég man ekki til þess að hafa áður leigt einhvern hlut og þurft sjálfur að borga hefðbundið viðhald. Ætti ég tækin greiddi ég glaður viðhald og eftirlit en meðan skilmálarnir eru þeir að ég verði að leigja þau og greiði mánaðarlega leigu þá á viðhaldskostnaður ekki að vera á mínum höndum. 

Emil Örn Kristjánsson, 18.8.2008 kl. 23:31

5 Smámynd: Beturvitringur

Annað hvort eru þetta allt vitleysingar.... eða þeir halda að allir HINIR séu vitleysingar. OK, þetta var alhæfing, auðvitað er fullt af sanngjörnum fyrirtækjum. Það eru bara þessum sem tekst að koma í mann illt blóð (þá sér maður rautt!) sem valda því að maður þarf helst alltaf að vera með vesen (fyrirfram) ef maður á ekki að þurfa að standa í þrasi (eftirá)

 Viðhaldskostnaður á leigubúnaði. Það væri eins og þú hefðir gleðikonu að viðhaldi og fengir svo reikning fyrir tannviðgerð á kellingunni, eða einhverju þaðanaf verra.

Haltu áfram að sækjast eftir skýringum frá ör.fyrirt., helst skriflega. Gangi þér vel.

Beturvitringur, 19.8.2008 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband