Akið varlega...

Í einum sígildum þætti um fjölskylduna gulu, Simpsons, er fjallað um þá tíð er fjölskyldufaðirinn Hómer starfaði með söngvasveitinni Bee-Sharps. Eitt af vinsælustu lögum sveitarinnar var lagið "Baby on Board", sem Hómer samdi þegar eiginkona hans, Marge, keypti samhljóðandi límmiða (barn um borð) til að líma á bifreið þeirra. Að eigin sögn svo: Ökumenn hætti að aka vísvitandi á okkur.

Þessi þáttur rifaðist upp fyrir mér í dag (lesist nú "í gær") þegar ég ók á eftir bifreið sem bar límmiða með merki félags hjúkrunarfræðinga og textann: Aktu varlega, það er hjúkrunarfræðingur í bílnum og það sárvantar hjúkrunarfræðinga.

Eitt augnablik fannst mér þetta fyndið en svo fór ég að velta fyrir mér hvaða hugmyndir hjúkrunarfræðingar hafa um umferðina og hvaða skilaboð þeir eru að senda með þessum límmiðum.

Ég tek það fram að ég virði mjög störf hjúkrunarfræðinga og tel þau ómetanleg. Rétt eins og svo margra annara, eins og til dæmis lögregluþjóna, flugumferðarstjóra, kennara, og ótal, ótal fleiri.

Mér finnst svona áróður samt bara hallærislegur og svolítið hrokafullur. Það er eins og einhver ímyndi sér að þegar ökuþórarnir halda út í umferðina þá hugsi þeir eitthvað á þessa leið: Nú er bezt að aka varlega, hann Siggi bakari er í bílnum á undan mér og það er víst skortur á bökurum... en þarna er hún Rannveig viðskiptafræðingur, það er sko nóg af svoleiðis liði og við hlið hennar get ég ekið eins og svín.

Svo mætti eins ímynda sér að þegar einhverjir óharnaðir ökumenn sjá svona merkingar þá fari þeir jafvel að haga ökulagi sínu samkvæmt því. Hjúkrunarfræðingum finnst kannske að það ætti að skylda fólk til að merkja bíla sína starfsheiti ökumanns svo aðrir í umferðinni geti metið hversu varlega eða óvarlega þeir ættu að aka í hvert sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er með á bílnum mínum, "Aktu varlega, það er verið að totta mig."

Kemur ekki málinu við. (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband