15.8.2008 | 14:14
Hvað gengur konunni til?
Mér koma ekki innanhússmál Framsóknarflokksins neitt sérstaklega við en ekkert skil ég hvað henni Marsibil gengur til. Óskar er sá sem leiðir listann nú, þegar Björn Ingi er hættur í borgarstjórn. Það er því hans að taka ákvörðun um það við hvern flokkurinn gengur til samstarfs.
Marsibil getur verið sátt eða ósátt við það en það breytir því ekki að hún er varamaður Óskars og henni ber því að virða ákvörðun hans á sama hátt og Óskar virti ákvarðanir Björns Inga á sínum tíma.
Hvernig færu menn yfirleitt að því að mynda starfhæfa pólitíska meirihluta ef hver og einn frambjóðandi þykist geta svarið sig í sveit með hverjum sem honum sýnist strax að loknum kosningum algerlega óháð framboðslista?
Sér er nú hver flokkshollustan, segi ég nú bara. Vilji Marsibil ekki starfa með nýjum meirihluta þá er hennar eini kostur að segja sig úr Framsóknarflokknum.
Svo óska ég Reykvíkingum til hamingju með nýja borgarstjórn og ekki sízt með nýjan borgarstjóra. Hanna Birna er dugandi og traustur stjórnmálamaður sem á sannarlega eftir að láta til sín taka.
Hleypir spennu í sambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt hjá þér, sérstaklega í ljósi þess að flokksforystan stendur bak við Óskar.
Kolbrún Hilmars, 15.8.2008 kl. 14:24
Er nú flokkshollusta orðin jákvæður hlutur og það að hlýða á samvisku sína og fylgja sannfæringu neikvæður?! Erum við stödd í kommúnista-Kína?
Það má lengi deila um það hvort kjósendur séu yfirhöfuð að kjósa sér flokka eða fólk og vissulega er spurning um hvort fólk sé ekki á rangri flokkshillu rekist það ekki með sínum flokki en það allra sorglegasta sem ég sé í stjórnmálum eru aumingjar sem er barnir til hlýðni og þora vart að segja annað en það sama og flokksforingi þess þó samviska þess segi allt annað. Það er t.d. Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn í mínum augum. Það eina sem getur fært borgarstjórnmálunum trúverðugleika á ný eru ástríðustjórnmálamenn sem þora en ekki eymingjar sem vinna á bak við tjöldin við að færa valdagráðugum foringjum sínum þá fróun sem þeir vilja.
...désú (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:45
Hvar eru þeir sem voru á framboðslista Framsóknar síðast...sæti 1-5
Allir hættir nema Óskar og Marsibil sem ekki styður flokkinn...í þessu..þannig að vara - vara er líka farinn.... gæti verið eitthvað að ?
en það er von að þið sjallar verjið þetta....tryggir ykkur völd áfram og Framsóknarmenn hafa ekki prinsip eins og þó Ólafur F hefur.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 14:47
Á hún semsagt bara að fylgja honum í einu og öllu, sama hvað það er ? Ekki finnst mér það spennandi pólitíkus, sem fylgir flokknum í öllu sem hann gerir - þó það sé gegn sinni eigin sannfæringu...
Smári Jökull Jónsson, 15.8.2008 kl. 14:58
Hér að ofan eru þrír á móti engum sem verja sjálfstæði kjörinna fulltrúa. En til hvers er fólk þá að bjóða sig fram á lista stjórnmálaflokks ef það er ekki sammála stefnu flokksins "síns"? Ættum við kannski að taka upp einstaklingsframboð til sveitarstjórna?
Kolbrún Hilmars, 15.8.2008 kl. 15:25
Svona er þetta nú einu sinni í því kerfi sem við búum við. Það fylgir því ákveðin skuldbinding, bæði gagnvart kjósendum og meðframbjóðendum sínum, að setja sig á ákveðinn framboðslista.
Auðvitað getur Marsibil verið ósammála Óskari í ýmsum málum en henni er ekki stætt á því að setja sig á móti því meirihlutasamstarfi sem hann hefur nú, fyrir hönd flokks síns, ákveðið að taka þátt í.
Það yrði nú þrautin þyngri að koma á starfhæfri ríkisstjórn ef þessi hugsunarháttur ríkti innan þingflokkanna. Að mynda starfhæfa borgarstjórn er ekkert öðruvísi.
Auðvitað eru til öðruvísi stjórnkerfi. T.d. í BNA og víðar þar sem ekki er þingræði er ríkisstjórn óháð stuðningi frá þinginu. Þetta væri hægt að yfirfæra á sveitastjórnir eins og hefur til dæmis verið gert Lundúnum síðan árið 2000. Það er borgarstjórinn (mayor) kosinn sér í almennum kosningum og hefur víðtæk völd og svo er borgarstjórnin (London Assembly) einnig kosin sérstaklega (reyndar fara þessar tvær kosningar fram samtímis). Borgarstjórinn situr því í embætti í krafti eigin kjörfylgis og er á ekki háður meirihlutastuðningi borgarstjórnar.
Emil Örn Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 16:07
Við verðum að átta okkur á því að þetta mál er ekki svona svart/hvítt. Hvar hefur Marsibil lýst yfir vantrausti á stefnu flokksins? Hún er einfaldlega að lýsa yfir vantrausti á þetta samstarf sem kemur uppúr RAI málinu sem var mjög umdeilt og hjó stórt skarð í flokkinn á sínum tíma. Einnig hafa ekki öll kurl komið til grafar ennþá og óvíst hvað Marsibil gerir. Við skulum því bíða með fullyrðingar og líta á málið í víðara samhengi.
Það er alfarið óháð stefnu flokksins og hollustu Marsibilar við hana hvernig Óskar hefur spilað sínum spilum í þessari atburðarás og hvort Marsibil hafi hreinlega siðferðilegt geð á að starfa með þessari nýju borgarstjórn og lái ég henni það ekki. Það sjá allir hræsnina og óheiðarleikann sem hefur svifið yfir vötnum í borgarpólitíkinni á undanförnum misserum og er ég hræddur um að hún svífi enn og þykkari en nokkru sinni.
Sveinn Sigurður Kjartansson, 16.8.2008 kl. 11:47
Það er greinilegt að Marsibil er ekki starfanum vaxin. Hún á ekki að vera í þeirri stöðu sem hún er, veikir Óskar ef eitthvað er. Þarf að hugsa hlutverk sitt upp á nýtt.
365, 16.8.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.