Sá á ekki von á góðu

Svo Karadzic skrifaði um heilsu... og hvað með það? Karlinn er nú einu sinni læknir og eitthvað varð hann að hafa fyrir stafni til að hafa ofan í sig og á. Það eru kannske ekki margir sem vilja ráða meinta stríðsglæpamenn í vinnu.

Hann á hins vegar ekki von á góðu núna og á eftir að komast að því að það er ekki gott að hafa verið í tapliðinu. Það er engu líkara en Evrópusambandið sé á fullu að reyna að auðmýkja Serba áður en þeir hugsanlega velta því fyrir sér að taka þá inn þann umdeilda félagsskap.

Ég ætla ekki að verja gjörðir Karadzic en hefði hann verið öðru liði þá væri kannske ekki í þessum sporum í dag.

Stríð og allt sem því fylgir er andstyggilegt og stríðið í Bosníu var sérstaklega andstyggilegt, eins og oft vill verða um borgarastríð. Uppgjör sigurvegaranna er líka andstyggilegt og eru um það mýmörg dæmi. Það er eins menn læri ekki af mistökum eins og t.d. áttu sér stað í við Versalasamningana eftir fyrri heimstyrjöld. Þar voru sigurvegararnir svo uppteknir af því að auðmýkja þá sem töpuðu, sérstaklega Þjóðverja, að þeir hleyptu af stað nýju stríði; annari heimsstyrjöldinni.

Nú eru menn á sama hátt að auðmýkja Serba. Það er varla tilviljun að 3/4 sakborninga eru Serbar og það er varla tilviljun að bæði Tudjman frá Króatíu og Izetbegovic frá Bosníu sluppu við ákærur meðan Milosevic var dreginn fyrir Alþjóðadómstólinn.

Já, og hvað með Alþjóðadómstólinn? Þarna situr hópur dómara í Haag, sem hefur það eina hlutverk að fjalla um meinta stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Ég efast ekki um að þessir dómarar eru allir frómir menn (karlar og konur) og réttsýnir. En hvaða þjóðir eiga þarna fulltrúa?

Þær eru reyndar 28 og hvaðanæva að úr heiminum en ég ætla að nefna nokkur dæmi: Kína (Torg hins himneska friðar, Tíbet, Menningarbyltingin), Bandaríkin (Víetnam, Írak, Afganistan), Pakistan (sem studdu hvað dyggilegast við Talibana) og Tyrkland (þjóðarmorð á Armenum, kúgun og skiplagðar ofsóknir gegn Kúrdum). Maður spyr: Hvers er að dæma?

Tvískinnugur alþjóðasamfélagsins birtist líka í því að meðan menn eins og Milosevic og Karadzic eru ákærðir fyrir stríðsglæpi þá fellur Ariel Sharon í varanlegt dá sem fínn kall og forsætisráðherra í Ísrael og enginn virðist heldur þurfa taka á sig ábyrgð vorðaverkanna sem framin voru á Tímor fram á síðustu ár.

Er ekki betra að læra af reynzlunni: Láta af hefnigirninni, leyfa sárunum að gróa og láta Drottni eftir að dæma?


mbl.is Hyggst verja sig sjálfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra

Sammála þér um tvískinnunginn.

En finnst engum athugavert að Karadzic komst upp með það að stunda svokallaðar óhefðbudnar "lækningar"? Ástæðan er auðvitað sú að einskis er krafist af slíkum kuklurum, þeir geta stundað sitt kukl óáreittir án nokkurra réttmætra skilríkja uppá vasann. Hver sem er getur þóst vera læknir í takt við andvísinda- og nýaldarbullið sem á hug fólks allan. Hvað ætli þennan morðingja muni um að bæta við veiku fólki á útrýmingarlistann?

Bestu kveðjur

Þóra, 23.7.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þar voru sigurvegararnir svo uppteknir af því að auðmýkja þá sem töpuðu, sérstaklega Þjóðverja, að þeir hleyptu af stað nýju stríði; annari heimsstyrjöldinni."

Síðari heimstyrjöldin hófst 1. september 1939 þegar Þjóðverjar réðust inn í Póland eftir að hafa lagt undir sig Austurríki og Tékkóslóvakíu.

"Alarmed, and with Hitler making further demands on Danzig, France and Britain guaranteed their support for Polish independence; when Italy conquered Albania in April, the same guarantee was extended to Romania and Greece."

http://en.wikipedia.org/wiki/World_War_II

Þorsteinn Briem, 23.7.2008 kl. 20:22

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Hvað ertu að reyna að segja, Steini minn?

Vissulega er 01.09. 1939 hin hefðbundna dagsetning fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar en það er ekki eins og menn hafi vaknað að morgni þess dags og hugsað með sér: Nú væri fínt að hefja heimsstyrjöld.

Aðdragandinn var miklu lengri og þú nefnir réttilega innlimun Austurríkis og sundurlimun Tékkóslóvakíu. Flestir sem hafa eitthvað kynnt sér þessi mál hafa komizt að þeirri rökréttu niðurstöðu að við friðarsamningana í Versölum sáðu sigurvegararnir til þess sem þeirrar styrjaldar sem þeir síðar uppskáru.

Emil Örn Kristjánsson, 23.7.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Emil Örn. Þetta var akkúrat öfugt. Ef Þjóðverjum hefði algjörlega verið bannað að vera með her af einhverju tagi eftir Fyrri heimsstyrjöldina hefðu þeir að sjálfsögðu ekki getað ráðist inn í önnur ríki.

Bretar og Frakkar hefðu þá hvenær sem var getað ráðist inn í og ráðið því sem þeir vildu ráða í Þýskalandi, rétt eins og þeir gerðu í Vestur-Þýskalandi og Rússar í Austur-Þýskalandi eftir Seinni heimsstyrjöldina þegar þýski herinn var í rúst.

"The terms of the Treaty of Versailles were announced in May, and in June Germany was forced to sign the contract which, among other terms, imposed severe constraints on the size of Germany's armed forces. The army was limited to one hundred thousand men with an additional fifteen thousand in the navy."

"The total number of soldiers who served in the Wehrmacht during its existence from 1935 until 1945 is believed to approach 18.2 million."

http://en.wikipedia.org/wiki/Wehrmacht

Þar að auki hefði peningunum að sjálfsögðu verið mun betur varið í Þýskalandi í aðra hluti en uppbyggingu á gríðarlegri hernaðarmaskínu og styrjöldum úti um allar koppagrundir.

Enda þótt ég gefi þér utan undir er ekki þar með sagt að þú gerir sem siðaður maður slíkt hið sama við mig, nauðgir dóttur minni eða drepir son minn. Siðað fólk heldur ribböldum í skefjum og refsar þeim með valdi, hvort sem þeir heita Karadzic eða Hitler.

Karadzic verður á bakvið lás og slá það sem hann á eftir ólifað, Þýskaland og Serbía voru brotin á bak aftur með valdi, meðal annars af Bandaríkjunum, og bæði verða þessi ríki meðlimir í Evrópubandalaginu, ef að líkum lætur.

Þorsteinn Briem, 24.7.2008 kl. 00:57

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Steini minn

Þú afhjúpar alveg tvískinnunginn hérna: "Enda þótt ég gefi þér utan undir er ekki þar með sagt að þú gerir sem siðaður maður slíkt hið sama við mig, nauðgir dóttur minni eða drepir son minn. Siðað fólk heldur ribböldum í skefjum og refsar þeim með valdi...(leturbr. mín, E.) "

Sá sem tapar er alltaf ribbaldinn og sigurvegarinn er sá siðaði sem telur sér bæði rétt og skylt að refsa.

Tilvitnanir þínar renna engum rökum undir það sem þú er að reyna segja, þvert á móti, og ég væri þér þakklátur ef þú hættir að líma útlenzka texta inn á síðuna mína.

Emil Örn Kristjánsson, 24.7.2008 kl. 10:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Emil Örn. Við höfum vald til að halda ribböldum niðri. Þegar einhver brýtur eitthvað af sér er honum refsað með valdbeitingu, til dæmis fangelsisvist.

Ef þú neitar að greiða sektir ertu að lokum neyddur í gjaldþrot, sem vissulega er ein tegund valdbeitingar. Og lögreglan beitir hér daglega valdi gegn þeim sem brjóta lögin, til dæmis Almenn hegningarlög og Umferðarlögin.

Þorsteinn Briem, 24.7.2008 kl. 11:00

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Heyrðu, kallinn minn, ég held að við séum farnir að tala út um víðan völl... alla vega í sitthvora áttina.

Ég var alls ekki að tjá mig um almenna löghlýðni, hegningarlög eða þess háttar. Ég var að tala um hvernig eftirmáli stríðsátaka getur orðið andstyggilegur þegar annar aðilinn er auðmýktur og látinn bera ábyrgð á voðaverkum beggja.

Emil Örn Kristjánsson, 24.7.2008 kl. 11:25

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í málefnum fyrrverandi Júgóslavíu (ICTY):

http://www.un.org/icty/cases-e/index-e.htm

14.01.2000:

"Stríðsglæpadómstóllin í Haag í Hollandi dæmdi í morgun fimm Bosníu-Króata í allt að 25 ára fangelsi hvern fyrir stríðsglæpi í Bosníustríðinu."

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2000/01/14/5_bosniu_kroatar_daemdir_fyrir_stridsglaepi/

Og Stríðsglæpadómstóllinn er enn að rétta yfir Króötum:

11.03.2008:

"Réttarhöld hófust í dag við stríðsglæpadómstólinn í Haag yfir króatíska hershöfðingjanum Ante Gotovina. Hann er ásamt tveimur öðrum króatískum hershöfðingjum, Cermak og Markac, ákærður fyrir stríðsglæpi gegn Serbum í Krajina-héraði í Króatíu, m.a. að reka hundruð þúsunda Serba frá heimilum sínum árið 1995."

http://www.ruv.is/heim/frettir/mobile/frett/store64/item196328/

Þorsteinn Briem, 24.7.2008 kl. 12:30

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Fyrirgefðu, Steini, þú nærð þessu ekki. Mér er enginn akkur í því að Króötum sé líka refsað. Ég benti hins vegar á að Serbar eru um 3/4 sakborninga, sem gefur tilefni til umhugsunar. Ég benti einnig á að sumir dómaranna eru þegnar yfirvalda sem hafa frekar flekkóttar hendur og líka að meðan sumir eru dæmdir stríðsglæpamenn eru aðrir "ribbaldar" í örðum heimshlutum bara fínir kallar.

Læt ég svo þessum skeytasendingum lokið okkar í milli að sinni.

Emil Örn Kristjánsson, 24.7.2008 kl. 14:43

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Serbar eru um 9,4 milljónir talsins og Króatar um 4,4 milljónir, þannig að það þarf ekki að vera óeðlilegt að Serbar séu meirihluti sakborninga fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Múslímar voru hins vegar um 10% af íbúum allrar Júgóslavíu, um 240 þúsund talsins, áður en hún byrjaði að liðast í sundur.

Dómstólar geta verið í góðu lagi og farið eftir lögunum í einu og öllu, enda þótt stjórnvöld í viðkomandi landi geri það ekki og gagnrýna megi lögin, til dæmis í Kína.

Og ég ætla rétt að vona að stríðsglæpamenn verði leiddir fyrir dómstóla í framtíðinni. Segjum þetta gott að sinni.

Þorsteinn Briem, 24.7.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband