Að míga utan í náungann.

Frá því var greint í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að Listaháskóli Íslands muni innan fárra ára flytja á lóð við Laugaveg og að samkeppni hafi farið fram um hús skólans.

Einhvernveginn fór það framhjá mér að skólinn hefði fengið lóð úthlutað á þessum stað og einnig þessi samkeppni. Ekki svo að skilja að ég hafi ætlað mér að taka þátt í samkeppninni. Ég ætla ekki einu sinni að tjá mig um verðlaunatillöguna enda fengið yfir mig ýmsa bununa frá hinum ýmsu "listamönnum" fyrir að hafa tjáð mig um hluti sem ég, að þeirra mati, hef ekki og á ekki að hafa neitt vit á.

Það sem mig langar hins vegar að vita er hvar menn hafa hugsað sér að láta verðandi náms- og starfsmenn þessa skóla leggja bifreiðum sínum. Það þarf gera ráð fyrir að flestir ef ekki allir muni koma til vinnu og í skóla á sínum einkabíl og þó sumir sjái listamenn fyrir sér sem einhverjar "strætótýpur" þá held ég að sú sýn sé ekki raunhæf.

Annað: Nú er átak í Reykjavík að fá fólk til að hætta þeim ljóta sið að kasta af sér vatni upp við vegg og í húsasundum í miðbæ Reykjavíkur. Það þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því að það aukist þó Listaháskóli Íslands flytji í miðbæinn. Þar eru menn þekktir fyrir að míga hver utan í annan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Ekki frekar en þú inní þessum málum Listaskólans. Hitt veit ég að æði oft gleymist að flestallir eru á bílum (sem þarf að leggja e-s staðar). Kannski kreppan fækki e-ð bílaeigendum?

Sundlaug Kópavogs hefur nýlega varið einum milljarði í endurbætur og viðbætur á aðstöðu og aðbúnaði öllum EN það eru jafn FÁ bílastæði og voru fyrir. Var þó ærinn vandi að hafa uppá bílastæði þegar miklu færri sóttu laugina.

Beturvitringur, 18.7.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 4902

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband