16.7.2008 | 13:11
Málfarshornið: Hvað ætli hún Björk sé há?
Þegar ég smellti á þessa frétt átti ég reyndar von á einhverju allt öðru. Hélt jafnvel að indíáninn í skápnum (eða var hann kannske í skúffunni?) væri nú kominn í eðlilega líkamsstærð.
Öðru nær, hér er fjallað um útgáfufyrirtæki sem hefur meðal annars gefið út tónlist Sigur Rósar og annara hljómsveita.
Það væri nú orðhengilsháttur hjá mér að spyrja hvernig þessi "Feiti köttur", sem um ræðir, hefur farið að því að gefa út Sigur Rós og "gefa út sveitir". Menn geta gefið út blöð og bækur og tónlist... hljómdiska, hljómplötur o.sv.fr. Líklega er það tónlist þessara sveita sem hér er átt við og þetta munu ekki vera sveitir eins og Þingvallasveit, Mývatnssveit eða Hvítársíða.
Það sem hins vegar vakti sérstaka athygli mína var að hún Björk mun vera stærsti listamaðurinn "á mála" hjá Litla indíánanum. Nú hef ég aldrei velt því neitt fyrir mér hversu há hún Björk er í loftinu en mér hefur aldrei fundizt hún með hærri mönnum (körlum og konum). Ætli listamenn séu almennt frekar lágvaxnir eða hefur Litli indíáninn verið að safna um sig listamönnum sem hæfa hans eigin líkamshæð?
Litli indíáninn stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.