14.7.2008 | 12:54
Að handleggsbrotna á fótunum-Málfarshornið.
Þessi ungi maður á alla mína samúð og mér er sízt í hug að gera lítið úr þessu slysi. Ég má samt til að spyrja hvort það sé líka hægt að handleggsbrotna á fótunum eða jafnvel fótbrotna á fingrunum?
Hefði ekki verið nær að segja einfaldlega "brotnaði á báðum fótum"? Svona orðalag er bara kjánalegt, það fer ekki milli mála að fótbrot er á fæti... eða fótum og ef fótur brotnar þá heitir það fótbrot.
Fótbrotnaði á báðum fótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 4895
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaðan sem það kemur, allt er gott sem kemur manni til að brosa - segja bara "Fótbrotnaði á báðum" það fer ekki á milli mála að fæturnir eru á sama búknum.
bingo (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:48
Ósköp er að heyra í þér, Marti. Það mætti halda að þú hefðir ritað umrædda frétt. Annars fer það svo óskaplega í taugarnar á sumum að sjá ritaða zetu að þeir fyllast vandlætingu og fordómum gagnvart zetuliðinu.
Svona til að angra þig enn meir, karlinn minn, þá leyfi ég mér að halda því fram að ég sé þess fullfær að dæma orðfæri annara. Burtséð frá því hversu mikill "íslenzkumaður" ég er. Maður þarf ekki að vera matreiðslumeistari til að geta sagt hvort súpan góð eða ekki.
Sjálfum finnst mér texti minn til fyrirmyndar og það er rétt að málfarshornið er ákaflega þröngt og á að vera það.
Bingo, það er alveg rétt. Að sjálfsögðu hefði einnig mátt segja "fótbrotnaði á báðum.
Emil Örn Kristjánsson, 14.7.2008 kl. 14:32
Marti: Þú segist ekki vita hvort texti leiðsögumannsins Emils sé til fyrirmyndar hvað íslenskt málfar varðar. Það skil ég sem svo að þú lýsir því yfir að þú sért ekki dómbær um málið. En ég get upplýst þig um það að þeir textar sem ég hef lesið eftir leiðsögumanninn eru virkilega til fyrirmyndar hvað varðar málfar.
Setan er stafsetningarlegt fyrirbæri en ekki málfarslegt, svo að ekki er hægt að dæma um málfar út frá því hvort hún er notuð eða ekki. En "rétt" notkun hennar miðað við þær reglur sem giltu til 1974 eða svo er ekki á allra færi. Leiðsögumaðurinn sýnist mér þó að hafi hana fullkomlega á valdi sínu.
Ég er líka alveg sammála honum í því efni að málfarshornið á að vera þröngt. Það ber að gera kröfur til ritaðs og talaðs máls á opinberum vettvangi, svo sem eins og í öllum fjölmiðlum. En þeir standa sig vægast sagt illa og sumir hverjir mjög illa.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 16:31
Hér fjallaði ég um svipuð skemmtiatriði
Beturvitringur, 15.7.2008 kl. 18:57
Veit ekki hvort hitt virkaði, er að læra á þetta:
Beturvitringur, 15.7.2008 kl. 19:04
viltu vera vænn og eyða efri ath, tóm tjara hjá mér
Beturvitringur, 15.7.2008 kl. 19:05
Mér þykir það leitt, Beturvitringur, ég kann ekki að eyða athugasemdum.
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.