11.7.2008 | 15:25
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Það er nefnilega kjarni málsins: "Það læra börnin sem fyrir þeim er haft". Því miður alast börnin okkar upp í virðingarleysi fyrir almennu siðgæði, góðri umgengni og almannafé. Þeir þykja flottastir sem hugsa bara um eigin rass og skara eld að sinni köku.
Einhverntíma sat ég fund í mínu heimahverfi þar sem rætt var um óæskilega hópmyndun unglinga og afbrotahneigð. Þá sagði einn pabbinn: "Þetta er náttúrulega borginni að kenna. Það vantar félagsmiðstöð! Maður veit aldrei hvar börnin manns eru."
Fólk er alltaf tilbúið til þess að finna einhverja sökudólga en sjaldnast að líta í eigin barm. Taka til í eigin ranni.
Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra sinna. Jafnvel löngu eftir að þau eru flogin að heiman.
Mér var sagt frá móður sem sótti barnið sitt í leikskóla og kvartaði þar við forstöðumann að neglur barnsins hennar væru aldrei klipptar. Það væri draumur sumra foreldra að gera farið með börnin sín í skólann eða leikskólann á mánudagsmorgni og sótt þau svo á föstudagskvöldi, nýböðuð og með klipptar neglur.
Uppeldið á ábyrgð foreldra" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og finnst þér ekki að börn sem eiga slíka foreldar ættu að hafa góða aðhlyningu frá samfélaginu? Erum við þá ekki pínu abyrg fyrir þeim einstaklingum sem eiga foreldra sem ekki eru að gera sitt? Eða er það bara einkamál hvers og eins barns/fjölskyldu?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:34
Ó, nei, Nanna Katrín. Samfélagið á að hlúa að börnunum en foreldrar geta samt ekki firrt sig ábyrgð og skellt skuldinni á "kerfið" eða "hið opinbera". Við eigum að keppa að því að vera góð fyrirmynd barnanna okkar.
Emil Örn Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 15:42
Nei sammála þér því, en til er fólk sem er bara of veikt til að geta sinnt sjálfum sér og hvað þá börnum sínum.
Þessi börn eru á ábyrgð okkar hinna.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:47
Vissulega. Því miður er samfélagið ekki góð fyrirmynd. Þú nefnir "refamömmuauglýsinguna" á blogginu þínu. Mér dettur líka í hug "Skítt-með-kerfið-auglýsingin" hún er beinlínis að hvetja til andfélagslegrar hegðunar.
Þú mátt ekki misskilja það svo að samfélagið beri enga ábyrgð og auðvitað er það samfélagsins að taka að sér þá einstaklinga sem þess þurfa en, eins og ég sagði, þá geta foreldrar og forráðamenn ekki verið "stikk frí".
Emil Örn Kristjánsson, 11.7.2008 kl. 16:01
Nei ég er alveg sammála þér foreldrar ættu auðvita að taka ábyrgð og við byrjum auðvita að treysta þeim. Það væri óskandi að þjóðfélagið tæki smá meiri ábyrgð.
Skólar gætu td. tryggt öllum börnum eina heita máltíð, skólaföt, lækniseftirlit ofl. mikilvægt.
Það mætti vera lög og reglur varðandi miðla og börn og við öll mættum vera betri fyrir myndir. En ég skil hvað þú átt við og ég er eiginlega sammála þér.
Hins vegar finnst mér alvarlegt þegar einhver sem talar fyrir ríkisstjórn eins og í þessari frétt segir að ábyrgðin sé foreldranna, það er bara fáranleg uppgjöf hjá honum og virkilega ekki það sem þessir krakkar sem eru að stíga skref í rangar áttir þurfa á að halda.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:08
Skil ekki kaldhæðnina hjá þér Laissez-Faire?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:30
Ahh fatta núna, það er jú kaldhæðnislegt en alveg rétt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:42
Þetta er gott dæmi hjá þér og þeir sem eru verstir í þessu eru sjálftökuliðið sem enginn stjórnmálamaður þorir að snerta
Einar Þór Strand, 11.7.2008 kl. 22:24
Ég er sammála
Sporðdrekinn, 11.7.2008 kl. 22:40
Þannig er það hvort sem okkur líkar eða ekki. Við foreldrar erum þaug sem berum mesta ábyrgð og ölum börnin okkar upp. Móðir kom til mín um daginn og sagði að dóttir sín hefði komið til sín, og þakkað sér fyrir það að hafa ekki leyft sér meðan hún var ung stúlka að kaupa sér tískuföt, og einnig agað sig, því vinkonur hennar í gamla daga, væru ýmist óléttar eða skuldum vafnar. Þið foreldrar berið ábyrgð, og verðið að skilja það. En því miður, aumingjarnir kenna alltaf öðrum um.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 03:05
Flestir foreldrar gera það besta sem þeir geta og kunna og skilja.
Óábyrgir foreldrar taka ekki ábyrgð á uppeldi barna sinna (hmm?)
Sumir eru HRÆDDIR við að taka ábyrgð og setja mörk.
Sumir eru EKKI FÆRIR um að ala upp börn, jafnvel ekki að sjá um sjálfa sig.
Hvað á að gera við þennan tiltölulega fámenna hóp?
Beturvitringur, 12.7.2008 kl. 04:22
Ég er alveg sammála því að við foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna og við eigum að kenna þeim góða siði og venjur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa s fengið sjálf að ala mín börn upp og það opinbera hafi ekki gert það fyrir mig.
Það er til fólk sem því miður er ekki hæft í að kenna sínum börnum og þá þarf að sjálfsögðu að aðstoða við það, sá hópur er samt í minnihluta sem beturfer og trúlega ekki sá hópur sem verið er að tala um í fréttinni.
Hópurinn sem er illa upp alin og kann ekki að haga sér er því miður hávær og oft óþreytandi hópur.
Það þekki ég af eigin reynslu og upplifun.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.7.2008 kl. 15:16
Auðvita ættu foreldrar að gera það en það er ekki alltaf þannig. Þá þarf að vera góð félagsleg ábyrgð og mér finnst sorglegt hversu fáir eru tilbúnir að taka slíka ábyrgð.
Til eru mörg börn sem búa við aðstæður sem engin ætti að búa við, ofbeldi, kúgun og kynferðisofbeldi.
Ef samfélagið er ekki alltaf meðvitað um þá ábyrgð og ríkisstjórn gleymir því eitt augnablik verða þessi börn undir.
Það er alltof sterkt ennþá hjá okkur að vilja ekki skipta sér að einkalífi annarra og tilkynningaskilda gagnvart börnum er ekki virt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 09:03
Ég er sammála þér Nanna að úrræðin þurfa að vera fleirri og betri, en þarna eins og annarsstaðar eru völd foreldrana allt of mikil. Því þau geta sagt nei þegar það hentar þeim, þó svo að það sé þvert á þarfir barnsins.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 14.7.2008 kl. 10:41
Það er eitt að segja að foreldrar eigi að taka ábyrgð á að ala börnin sín upp og annað að segja ríkistjórnin eigi ekki að grípa inn í þegar að þarf.
Allt of margir foreldrar, "allt of margir segi ég" en ekki allir, fussa og sveija yfir því hvað það er orðin lítill agi í skólunum. Málið er að við foreldrar eigum að kenna börnunum okkar virðingu. Ef að börnin okkar myndu öll virða kennarana og starfsfólk skólanna þá yrði mun auðveldara fyrir kennarana að sinna skildu sinni. Sem er að kenna börnunum okkar en ekki aga þau. Auðvitað þurfa kennarar að geta agað börnin þegar þarf, en til þess að kennslutíminn nýtist best verða börnin að virða kennarann.
Ég veit að það er til fullt af kennurum þarna úti sem að erfitt gæti verið að sýna virðingu og það þá vegna þess að þeir sjálfir sýna börnunum ekki virðingu. Við viljum öll láta virða okkur fyrir það sem að við erum og eru börn engin undantekning.
Almenn virðing, umburðalindi og að geta sett sig í spor annarra er eitthvað sem vanntar í okkar þjóðfélag. Ef að þessir hlutir væru í lagi þá myndi allt ganga svo miklu betur.
Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 16:09
Samt, barn er 6-9 tíma á einhverjum stofnunum stundum svolítið lengur. Auðvita verða þessar stofnanir að taka ábyrgð. Það er t.d. fáranlegt að ef barn skemmir eitthvað eða meiðir einhvern á skólatíma eru foreldrarnir ábyrgir. Það er ekki eins og þeir geti mætt og setið yfir barninu. Má það kannski?
Samkvæmt þessu hafa stofnanir börn stundum lengur að staðaldri hverja viku. Auðvita bera foreldrar ábyrgð en tímarnir hafa breyst og foreldrar hafa ekki lengur sama aðgengi að börnunum eins og áður.
Ég er ekki að segja að foreldar geti þar með sleppt sínu hlutverki en þeir bera ekki einir ábyrgð.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 16:15
Jú jú við berum ÖLL ábyrgð á börnunum. En ábyrgð er eitthvað sem að sumir reyna að fyrra sig í tíma og ótíma.
Mér finnst ég persónulega bera ábyrgð á því hvernig börnin mín haga sér innan um aðra, jafnvel þó að ég sé ekki á staðnum. Ég predika yfir mínum börnum að koma fram við aðra eins og þau vilja láta koma fram við sig. Og að sýna eigi því sem að er á skólalóð, starfsfólki skólans og námsmönnum virðingu. Ef að ég fæ kvörtun eða ábendingu frá skólanum um að þeir hafi ekki staðið sig vel á einhverju af þessum sviðum þá tek ég til minna ráða og aga börnin mín (ábendingar um hvað hefði betur mátt fara, dugar oftast). Þeir læra af því og gera betur næst. Ég fæ mjög oft hrós frá starfsfólki sólanna og öðrum um það hvað börnin mín eru kurteis og góð. Þetta kenndi engin þeim nema ég (pabbi þeirra á víst smá í þessu líka ) og þessu viðheldur heldur engin betur en ég. Börnin mín eru engir englar (sem betur fer) en vegna þess að þeir sýna virðingu og eru kurteisir fá þeir góð viðbrögð frá öðrum. Það gerir það að verkum að þeim líður betur í skólanum og því gengur þeim líka betur þar. Vonandi taka þeir þetta með sér út á vinnumarkaðinn og líf sitt sem fullorðnir einstaklingar og foreldrar.
Það eru ekki mörg ár síðan að fullorðið fólk skipti sér af annarra manna börnum sem voru að gera prakkarastrik úti á götu. Núna horfa flest allir í hina áttina og vona að einhver annar skerist í leikinn.
Ég held því fram að foreldrar eyði ekki nægum tíma með börnunum sínum. Ég veit að margir þurfa að vinna allt of mikið og gæfu fullt fyrir að hafa meyri tíma með börnunum. En sumir eru líka guðslifandi fegnir fyrir sjónvarpið og videoleikina, því þar eru mörg börn geymd á meðan að foreldrarnir slaka á eftir langa vinnu viku. Börnin læra ekki mannleg samskipti og virðingu á meðan þau eru fyrir framann skjáinn.
Sem betur fer eru ekki allir eins og sumir eyða sem mestum tíma með börnunum sínum eftir skóla og um helgar.
Ég er alveg sammála þér Nanna að ríkið og skólinn getur ekki fyrst sig allri ábyrgð. En ég tel að ábyrgðin sé samt fyrst og fremst hjá okkur foreldrunum.
Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 17:48
Spordreki ég er sammála þér að mörgu leiti. En það sem þú lýstir er vegna þess að þú ert góður foreldri, gerir þitt besta. Til eru börn sem hafa ekki slíka foreldra. Þau fá meiri uppeldi frá skólum og fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að það sé í lagi að vera slíkur foreldri en sumir eru lasnir, aðrir skuldum hlaðnir og ráða ekki við meir en þeir eru að gera og svo eru til foreldrar sem eru bara uppteknir af sjálfum sér og láta vinnu, einkalíf og frama ganga fyrir þarfir barna.
Það er mjög mikilvægt að mínu mati að þessi börn fái þá það sem hægt er að gefa þeim annars staðar. Að ekki öllum sé sama. Og eitt enn mér finnst ábyrgð fjölmiðla ætti að vera meiri. Þeir fría sig gagnvart öllu og það er stundum óhugnalegt hvað fjölmiðlar bjóða upp á til að ná til barna.
Ég er sammála þér spordrekinn auðvita ætti ábyrgðin að lyggja hjá foreldrunum en stundum klikka þau og þá verða börn að geta treyst á eitthvað.Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 18:17
Nanna ætli við séum ekki eins og þú segir sammála að flestu leiti, ég er allavega mikið sammála þér þarna með fjölmiðlana. Og já það verða einhverjir að vera vakandi þegar að foreldrarnir klikka. Börnin báðu jú ekki um að koma í þennan heim og eru einstaklega hjálparvana í hraða og ofsa heimsins.
Það er synd að ekki mega skilda suma foreldra í námskeið þar sem að þeim er kennt að vera góð fyrirmynd og gott foreldri. Ég er ekki að segja að hægt sé að vera 100% foreldri, ég er það allavega ekki, en við skuldum öll börnunum okkar að gera okkar allra, allra besta, alltaf.
Nanna ég vill þakka þér fyrir þessi orð "...þú ert góður foreldri, gerir þitt besta".
Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 18:59
Já mér sýnist við sammála.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.7.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.