10.7.2008 | 16:11
Þetta eru náttúrulega bara glæpamenn!
Þetta er náttúrulega bara bezta mál. Auðvitað á fólk ekki að leggja uppi á gangstétt og það er með eindæmum hvað sumir eru fótafúnir. Reyndar finnst manni stundum að fótafúinn sé í réttu hlutfalli við bílastærðina.
Annað sem mætti líka taka á, og það af hörku, er sá aragrúi bílstjóra sem kann ekki að leggja í stæði og tekur lágmark 2 stæði undir eina bifreið.
Þetta er sérstaklega áberandi á stöðum þar sem er mikill fjöldi bifreiða og takmarkað rými fyrir stæði, s.s. í Kringlunni, við Spöngina og víðar.
Svona fólk á bara að fá háar sektir fyrir stuld á plássi og helzt að svipta það ökuleyfi við ítrekuð brot. Ekki væri verra ef eitthvert dagblaðið tæki að sér myndbirtingar af svona glæpum, rétt eins og hérna um árið þegar birtar voru myndir af þeim sem lögðu í stæði fyrir fatlaða án heimildar.
Þegar þessir tillitslausu klunnar fara svo að malda í móinn og kvarta undan því að þeir séu á svo stórum bílum þá má bara benda þeim á að ef þeir kunna ekki á stóran bíl sé þeim bara hollast að halda sig við þá sem eru minni.
Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér, óþolandi fyrir fólk í hjólastól þegar bílar eru lagðir þannig að ekki er hægt að komast.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.7.2008 kl. 16:59
Þetta hefur löngum verið mér hjartans mál enda með stóra fjölskyldu. En annar flötur sömu umræðu hefur líka skotið upp kollinum þegar ég ek götur eins og Njálsgötu. Þar eru nefninlega oft bílar sem annað tveggja eru miklu lengri eða breiðari en þeir sem bílastæðin voru reiknuð út frá. Hvorttveggja skilar sér í að þeir skaga það langt út í umferðina að aðrir akandi vegfarendur verða að (einmitt) lauma sér út á gangstéttina til að komast framhjá. En þetta ber að sama brunni, einatt eru það þeir á stóru bílunum (Dagur Sig. skrifaði einu sinni smásöguna "Meðvituð breikkun á rassgati") sem gefa okkur á minni bílunum tækifæri að gerast meðvirk í þeirra meðvituðu breikkun.
Ragnar Kristján Gestsson, 12.7.2008 kl. 09:09
Þegar littla frænka mín var 6 ára ætlaði hún yfir á gangbraut en bíll hafði lagt einmitt upp á gangstétt og fyrir þannig að bílar sem eru að koma gætu ekki séð littlar skottur og þær ekki bílana. Vegna þess varð hún fyrir bíl en sem betur fer var bílstjórinn á réttum hraða og hún slasaðist ekki alvarlega. Þarna hefði getað farið virkilega illa.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.7.2008 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.