Sannleikurinn getur sviðið.

Ósköp hefur starfsmaður REI orðið sár að heyra sannleikann. Það er nefnilega alveg hárrétt hjá Hönnu Birnu að stjórnmálamenn eiga ekki að vera uppteknir við það að velta fyrir sér fjárfestingartækifærum í öðrum löndum. Hvað sem einhverjum starfsmönnum hjá REI finnst.

Stjórnmálamenn eru ekki fjárfestar og borgarfulltrúar Reykjavíkur eiga að einbeita sér að því að gera borgina okkar að mannvænum og góðum stað að búa á. Þeir eiga einbeita sér að því að reka skóla og leikskóla, sklökkvilið og almenningssamgangnakerfi. Þeir eiga að sinna skipulagsmálum, velferðarmálum, umhverfismálum o.sv.fr..

Verkefni borgarinnar eru æði mörg. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að þau séu leyst vel af hendi og sem betur fer eru þau í góðum höndum hér í höfuðborginni.

Það er líka á ábyrgð stjórnmálamanna að fara vel með almannafé en ekki stunda spákaupmennsku og áhættufjárfestingar. Þeir eru ekki kosnir til slíkra starfa.

Hanna Birna, væri ég með hatt, tæki ég ofan fyrir þér.


mbl.is Verkefni REI í lausu lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ekki virðist þeim nú öllum vera sama. Einhver fór í fýlu þegar hann fékk að heyra sannleikann á tærri íslenzku.

Það er bara bezta mál ef menn hagnast á þekkingu sinni og hæfileikum. Það er líka bezta mál ef menn hagnast á því að taka svolitla áhættu. Þeir verða þá líka að taka afleiðingunum ef áætlanir þeirra ganga ekki upp.

Málið er einfaldlega að það er ekki opinberra fyrirtækja á við Orkuveitu Reykjavíkur að standa í svona starfsemi. Hennar er að sjá Reykvíkingum, og reyndar fleirum, fyrir vatni og rafmagni á sem hagkvæmastan hátt.

Það er heldur ekki stjórnmálamanna að "gambla" með almannafé og standa í áhættufjálfestingum. Þeirra hlutverk er allt annað.

Emil Örn Kristjánsson, 4.7.2008 kl. 17:20

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þessir starfsmenn voru ráðnir til að sinna útrásarverkefnum. Nú hefur atvinnurekandinn skipt um skoðun og vill ekki útrásarverkefni. Þá er lítið annað að gera fyrir starfsmennina en að fara.

Mér finnst ámælisvert að draga fólk á asnaeyrunum eins og hefur verið gert við þessa starfsmenn.

Nú er verið að eyðileggja fyrirtæki sem borgin hefur lagt í miljarða. Allt til þess að þóknast pólitíkusum sem kjósa að nota fyrirtækið sem baráttuvettvang.

Líka er verið að skaða orðspor Íslendinga sem forystuþjóðar í nýtingu jarðvarma. Ef REI hleypur frá hálfkláruðum verkefnum erlendis verður tekið eftir því.

Öllu þessu hefði mátt komast hjá ef sameiningarsamningurinn við GGE hefði verið samþykktur. Þar hefði borgin komið þekkingu OR í verð (10 miljarða) ásamt því að takmarka áhættu sína við hlutafé sitt í sameinuðu fyrirtæki. Áhættu af frekari fjárfestingum sameinaðs fyrirtækis hefði verið komið yfir á áhættufjárfesta þar sem hún á heima.

Einhvertíma var talað um hina dauðu hönd opinberra afskipta. Þarna höfum við gott dæmi þar sem miljörðum af almannafé er sóað. Sennilega væri íslensk útrás í jarðvarmavinnslu komin lengra núna ef opinberir aðilar hefðu aldrei komið nálægt málinu.

Finnur Hrafn Jónsson, 4.7.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hver er þessi gífurlega þekking sem íslendingar hafa framyfir aðrar þjóðir í beislun jarðvarma ? Það virðist alltaf vera sem við séum fremst og mest í öllu þegar við erum sjálf að ræða okkur sjálf. Lítum á stórfróðlega grein Ágústs H. Bjarnason verkfræðings frá í fyrra um einmitt jarðvarmabeislun okkar og ssvolítill fróðleikur um aðrar þjóðir í þeim efnum. Ágúst hefur langa reynslu í einmitt þessum bransa.

Larderello-1904

Fyrsta jarðvarmavirkjunin til framleiðslu á rafmagni sem Piero Ginori Conti prins fann upp á og gangsetti í Larderello dalnum á Ítalíu árið 1904. Fullvaxin virkjun var síðan reist þar árið 1911.
Í dalnum er nú framleidd meiri orka með jarðvarma en á öllu Íslandi.

 

Undanfarið hafa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) verið mikið í fréttunum vegna útrásarinnar á sviði jarvarmavirkjanna. REI er eins og allir vita dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og hefur þekking þeirra verið metin á hvorki meira né minna en tíu milljarða króna. Fjölmargir súpa hveljur af undrun og fá dollaraglampa í augun, þar á meðal stjórnmálamenn, en aðrir sem eru jarbundnari vita að þessi þekking er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til staðar innanhúss hjá OR/REI.

Mest öll þessi þekking er aftur á móti til staðar hjá öðrum fyrirtækjum, þ.e. þeim verkfræðistofum sem hannað hafa íslensk jarðvarmaorkuver þ.e. Kröfluvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjanir og Reykjanesvirkjun, svo og hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ÍSOR).  Af þessum virkjunum er Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun í eigu OR. Á verkfræðistofunum er þessi þekking til staðar, en aðeins í takmörkuðum mæli innanhúss hjá OR og REI. Auðvitað eru ágætir verkfræðingar og jarðvísindamenn hjá OR sem koma að undirbúningi nýrra virkjana, en fjöldi þeirra er aðeins brot af þeim fjölda sem hefur komið að hönnun virkjana OR og myndi vega lítið í útrás á erlendri grund.

Hvar er þessi þekking sem metin er á 10.000.000.000 kr.? Hjá OR/REI eða hjá íslenskum verkfræðistofunum? Svarið er: Þekkingin er fyrst og fremst hjá verkfræðistofunum og ÍSOR. Segjum t.d. 10% hjá orkuveitunni og 90% hjá ráðgjöfum hennar.  Hvort hún sé tíu milljarða króna virði er svo allt annað mál, en í heimi fjármálanna er ýmislegt ofvaxið skilningi jarbundinna manna.

Erum við íslendingar stærstir og bestir á sviði jarðvarmavirkjana? Margir virðast telja að svo sé. Raunin er allt önnur. Við erum hvorki bestir né í fararbroddi, en vissulega meðal hinna bestu. Við erum fjarri því að vera stærstir. Okkar sérþekking liggur m.a. í því að beisla saltan jarðsjó eins og í Svartsengi og á Reykjanesi þar sem jarðhitasvæðin eru einna erfiðust hér á landi og jafnvel þó víðar sé leitað. Þar hefur Hitaveitu Suðurnesja tekist mjög vel til með dyggri aðstoð íslenskra verkfræðistofa og ÍSOR. Bloggarinn hefur komið að hönnun jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis í þrjá áratugi og vill því ekki gera lítið úr reynslu okkar íslenskra tækni- og jarðvísindamanna, nema síður sé, en telur sig þekkja smávegis til málsins fyrir bragðið.

 Á þessari síðu eru fáeinar myndir sem sýna jarðgufuvirkjanir erlendis. Þær eru fjölmargar víða um heim eins og sést á neðstu myndinni. Ekki bara á Íslandi. Vissulega erum við færir, en það eru hinir fjölmörgu starfsbræður okkar um víða veröld einnig.

Íslenskar verkfræði- og jarðfræðistofur búa yfir gríðarmikilli reynslu á virkjun jarðvarma sem nær yfir nokkra áratugi. Starfsmenn þeirra hafa verið djarfir og útsjónarsamir við hönnunjarðvarmavirkjana og tekist að ná góðum tökum á tækninni og þekkja mjög vel vandamál sem upp koma, m.a. vegna tæringa og útfellinga. Hjá orkuveitunum eru stafsmenn sem búa yfir mikilli reynslu varðandi rekstur jarðvarmavirkjana sem er fyrst og fremst dýrmæt fyrir viðkomandi orkuveitu. Þar starfa einnig nokkrir verkfræðingar og jarðvísindamenn með mjög góða reynslu og yfirsýn, en þeir eru fáir. Allir þessir aðilar hafa verið mjög störfum hlaðnir undanfarið og hafa vart tíma til að líta upp úr þeim verkefnum sem bíða hér á landi. Hvort er viturlegra að nýta þessa þekkingu eins og hingað til í því skyni að nýta íslenskar náttúruauðlindir Íslendingum til hagsbóta, eða flytja hana úr landi útlendingum til örlítils hagræðis?

Við verðum fyrst og fremst að vera raunsæ.

 Ítalskir jarðgufumenn að störfum við að beisla jarðvarmann í Larderello árið 1911

 Larderello svæðið í dag þar sem framleidd er meiri raforka með jarðvarma en á öllu íslandi.

 

 Wairakei jarðhitasvæðið á Nýja Sjálandi

 

 Ein af 20 virkjunum á Geysis svæðinu í Bandaríkjunum.
 

Hatchobaru í Japan  
Hatchobaru jarðgufuorkuverið í Japan
 

 

Geothermal_Power_Plants  
Jarðvarmavirkjanir eru víða um heim

 Ítarefni:

Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna

Verktækni blað verkfræðinga og tæknifræðinga; sjá leiðarann "Hvaða þekkingu á að selja" sem fjallar um sama mál og hér. 

Introduction to Geothermal Energy - Slide Show "

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.7.2008 kl. 20:55

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það verður þó ekki tekið frá OR að þar er rekin stærsta hitaveita í heimi. Það er líka alveg rétt að þekking og reynsla við hönnun jarðvarmavirkjana liggur mest hjá verkfræðistofunum.

Það sem gerðist einfaldlega var að mikil umframeftirspurn á alþjóðavísu myndaðist eftir þekkingu á hönnun og rekstri jarðvarmavirkjana vegna orkuverðshækkana. Sama hefur gerst um hönnun og rekstur olíuvinnslumannvirkja. Umframeftirspurnin þýðir einfaldlega það að hægt er að fá mjög hátt verð fyrir aðgang að kunnáttu á þessu sviði.

Vitað er að það getur verið dýrt spaug að fara af stað með umfangsmikil verkefni í þessum geira með reynslulitlum mannskap.

Fjárfestar sáu viðskiptatækifæri í þessu og voru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir aðgang að þekkingu Orkuveitunnar. Þeir töldu líka mikilvægt að hafa greiðan aðgang að mannvirkjum Orkuveitunnar til að geta sýnt hugsanlegum kaupendum. Lýsingar á blaði jafnast ekki á við að sjá stórt og flókið mannvirki komið í fullan og arðbæran rekstur.

Með einbeittu átaki allra pólitíkusa sem komu að málinu, tókst að klúðra þessu gjörsamlega.

Finnur Hrafn Jónsson, 5.7.2008 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband