3.7.2008 | 11:55
Og hvað?
Þrjú blöð duttu inn um lúguna hjá mér í morgun og öll lögðu þau forsíðuna undir sömu fréttina: "Fjórir starfsmenn segja upp hjá dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur"... og blöðin láta eins það hafi verið framið fjöldamorð eða eldgos sé hafið í Keili.
Hvað með það þó einhverjir ofurlaunaðir starfsmenn detti út af launaskrá fyrirtækis í eigu Reykjavíkur? Hvað með það þó ekkert verði af fjárfestingum í Djíbútí? Ég segi: Þó fyrr hefði verið.
Í fyrsta lagi þá er það hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur að sjá okkur Reykvíkingum fyrir vatni og rafmagni en ekki standa í áhættufjárfestingum út í heimi.
Í öðru lagi er það óðs manns æði að fjárfesta í Djibútí. Það hlýtur að vera alvarlega veruleikafirrt fólk sem í heldur í alvöru að peningum okkar sé borgið í einhverju fátækasta og spilltasta ríki í Afríku... og er þó af mörgum þar að taka.
Nú þegar fer að renna af mönnum eftir fjárfestingarfyllerí síðustu ára hljóta þeir að átta sig á því að sem betur fer varð þeim ekki af ætlun sinni í Djibútí. Með fullri virðingu fyrir Djibútum (sem reyndar eru 2 þjóðarbrot; Afar og Issar) þá eru þeir ekki fólkið sem á eftir að ávaxta peningana okkar.
Orkuveita Reykjavíkur er heldur ekki fjáfestingafyrirtæki og á ekkert með að reka einhver dótturfyrirtæki þar sem fólk á ofurlaunum er að leika sér að almannafé.
Svo held ég að fjölmiðlar ættu nú aðeins að endurskoða forgangsröðun sína á fréttaefni. Ef þessi frétt er efni í þrjár forsíður þá er ekki mikið að gerast í veröldinni.
Fjórir segja upp hjá REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikill munur á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknm. Sjálfstæðisflokkurinn leitar að vesalingum til að græða á. Samfylkingin leitar að einhverjum sem hún getur hjúfrað sig upp að og þegið skipanir frá. Það forðar henni frá þeirri ægilegu ábyrgð sem hún óttast svo mjög. Hún elskar reglugerðir sem eru svo flóknar að hún getur túlkað þær að eigin geðþótta.
Að þjóðin þurfi að búa við þennan óhuggulega hrærigraut í þrjú ár enn er ekki beinlínis ljúfur draumur.
Árni Gunnarsson, 4.7.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.