Hátíð fer að höndum ein

Senn rennur upp mesta trúarhátíð kristinna manna. Margir munu gera sér dagamun og þykja fríið sjálfsagt án þess að leiða hugann að því hversvegna hátíðin er haldin og jafnvel þykja lítið til tilefnisins koma.

Því rifjast upp fyrir mér lítil saga sem gerist um það leyti sem kristnir menn halda aðra mestu trúarhátíð sína.

Birna litla og Hassan litli voru samferða heim úr skólanum í byrjun desember. "Hlakkar þú ekki til jólanna, Hassan?", spurði Birna.

"Nei, veiztu það, Birna", sagði Hassan þá. "Við erum ekki sömu trúar og þið og við höldum ekki jól."

Þegar Birna kom heim hljóp hún beint til mömmu sinnar og var mikið niðri fyrir. "Veiztu hvað mamma?", sagði hún. "Hassan og fjölskyldan hans trúa ekki á jólasveina".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband