Er þetta sniðugt?

Í tíu-fréttum sjónvarpsins í gærkvöldi var umfjöllun um forkosningar og prófkjör vegna yfirvofandi forsetakosninga í Bandaríkjum Norður Ameríku. Var meðal annars litið við í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík þar sem bandaríkjamenn búsettir á Íslandi komu til að neyta kosningaréttar síns.Persónulega er mér slétt sama hvers rass það er sem á eftir að verma forsetastólinn í þessu landi handan hafsins næstu 4 árin. Það var annað sem vakti athygli mína.

Þarna var rætt við Paul nokkurn Nikolov, sem mun vera 1. varaþingmaður vitgrannra... afsakið, vinstrigrænna... í Reykjavíkurkjördæmi Norður og hefur því gengt því embætti að vera þingmaður á Alþingi Íslands en í nefndu sjónvarpsviðtali var hann hinsvegar titlaður “bandaríkskur ríkisborgari”.

Öðruvísi mér áður brá. Eru nú vinstrigrænir, arftakar gamla Alþýðubandalagsins og þar með Kommúnistaflokksins farnir að sækja frambjóðendur sína og þingmenn til Bandaríkjanna. Hét það ekki “heimsveldi hins illa” hér í eina tíð?

En ekki bara það. Það vill reyndar svo til að samkvæmt íslenzkum lögum er heimilt að hafa tvöfaldan ríkisborgararétt og samkvæmt bandarískum lögum einnig. Bandarísk yfirvöld taka þó fram að þau hvetja ekki til þess að fólk beri tvöfaldan ríkisborgararétt “vegna vandamála sem af slíku kann að leiða”.

Sumum kann að þykja þetta voða sniðugt en mér finnst það umhugsunarvert að maður sem situr á Alþingi Íslendinga er einnig virkur í bandarískum stjórnmálum. Allavega gefur hann sér tíma til þess að kjósa í prófkjöri og tjá sig um stjórnmál þar í landi sem bandarískur ríkisborgari.Maður gæti spurt: Hverra erinda gengur maðurinn þá þegar hagsmunaárekstrar verða milli þeirra tveggja ríkja sem hann hefur þegið borgararétt hjá? Við hvort þeirra verður tryggðin meiri?

Ég er ekki á nokkurn hátt að amast við því að nýjir ríkisborgarar séu virkir í þjóðfélaginu og einnig í stjórnmálum. Mér finnst það bara sjálfsagt og þá að þeir taki hlutverk sitt alvarlega og einbeiti sér að því en séu ekki að tjá sig sem erlendir ríkisborgarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

 Áhugaverður pistill. Ég sá umrædda stjónvarpsfrétt og velti þessu líka fyrir mér.  

Magnús Þór Hafsteinsson, 7.2.2008 kl. 18:29

2 Smámynd: Vignir Bjarnason

Mjög skarpur hér, mjög gott, þetta veltur upp áhugaverðum spurningum og spurning hvort setja eigi einhverjar skorður hjá æðstu embættismönnum og ráðamönnum um ríkisborgararétt.

Vignir Bjarnason, 7.2.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband