1.2.2008 | 17:35
Að fara með rangt mál.
Það var nokkuð sérkennileg grein á blaðsíðu 30 í Morgunblaðinu í morgun. Þar ritar Jón nokkur Bjarnason, þingmaður vinstri grænna, pistil sem hann kallar: Prettir Sjálfstæðisflokksins í flugvallarmálinu.
Fullyrðir Jón að á fundi sjálfstæðismanna á Hótel Sögu sl. laugardag hafi borgarfulltrúar flokksins lýst því yfir að þeir hafi aðeins verið að plata Ólaf F. Magnússon borgarstjóra í flugvallarmálinu og að þeir hafi ekki annað í hyggju en flytja hann úr Vatnsmýrinni.
Vitnar Jón í orð Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa og formanns borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins máli sínu til stuðnings og hefur síðan uppi stór orð um óheilindi, ónærgætni og sviksemi sjálfstæðismanna.
Nú vill svo til að ég sat sjálfur þennan umrædda fund og ég varð ekki var við að Jón þessi Bjarnason væri þar í salnum. Líklegast er Jón því að gefa sér ýmsar forsendur og fylla upp í eyður þar sem hann skortir upplýsingar.
Það vill til að rétt er vitnað í Gísla Martein Baldursson í umræddri grein en það er hins vegar alrangt af Jóni að gera orð hans að orðum allra borgarfulltrúa. Það vill nefnilega líka til að í Sjálfstæðisflokknum, ólíkt því sem hugsanlega gerist í þeim flokkum sem eiga sér aflagða alræðisflokka að forverum, má fólk hafa ólíkar skoðanir á málunum og þar er flugvallarmálið engin undantekning.
Ég tek það fram að ég er fyllilega sammála Jóni um mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Eigi Reykjavík að standa undir nafni sem höfuðborg landsins verður hún janframt að vera samgöngumiðstöð landins alls og þar gegnir flugvöllurinn stærstu hlutverki.
Það er líka nokkuð merkilegt að Jón kemst að þeirri niðustöðu í lok greinar sinnar að í öllum flokkum séu skiptar skoðanir um Reykjavíkurflugvöll og að enginn stjórnmálaflokkur hafi í raun samþykkt að hann fari úr Vatnsmýrinni.
Hvernig hann kemst því að þeirri niðurstöðu að samstaða sé hjá sjáfstæðismönnum um að gabba Ólaf F. Magnússon og ryðja flugvellinum í burtu er því gersamlega rakalaust og að brigzla sjálfstæðismönnum um óheilindi og pretti út frá hans eigin uppdiktuðu forsendum er bara lítilmannlegt af greinarhöfundi og bitnar verst á honum sjálfum.
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.