1.2.2008 | 16:51
Skemmtileg frétt
Enn ein skoðanakönnunin leit ljós á síðum Fréttablaðsins nú í morgun. Nánar tiltekið á blaðsíðu fjögur.Ég tek það fram að ég tek skoðanakönnunum alla jafna með miklum fyrirvara og myndi ekki, líkt og lýðurinn á pöllum ráðhússins í síðustu viku, krefjast þess að stjórnarmyndanir ættu að fara eftir skoðanakönnunum fjölmiðlanna.
Þessi tiltekna könnun þótti mér samt nokkuð áhugaverð.Þarna var verið að kanna hvort nýlegar vendingar í borgarstjórn hefðu áhrif á hvaða flokk svarendur myndu kjósa kæmi til kosninga nú.
Það vakti vissulega athygli að sviptingar í stjórn höfuðborgarinnar hafa greinilega áhrif meðal kjósenda úti á landi og einnig að kvenfólk lætur slíkar skiptingar hafa meiri áhrif á sig en karlmenn (mætti misskilja þessa setningu).
Merkilegast fannst mér þó að sjálfstæðismenn láta svona veðrabrigði ekki hafa mikil áhrif á sig og svöruðu um 87% þeirra að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag.Hinsvegar svöruðu 45,7% kjósenda Samfylkingarinnar að þeir myndu láta nýorðnar breytingar hafa áhrif á atkvæði sitt.
Af þessu ætti maður að geta dregið eftirfarandi ályktun: Fylgi Samfylkingarinnar hlýtur að vera í bezta falli ákaflega ótryggt og um 45.7% kjósenda Samfylkingarinnar ætlar, vegna nýlegra vendinga í borgarstjórn, að kjósa eitthvað allt annað (líklegast þó Sjálfstæðisflokkinn) ef kæmi til kosninga í dag.
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.