Skemmtileg frétt

Enn ein skoðanakönnunin leit ljós á síðum Fréttablaðsins nú í morgun. Nánar tiltekið á blaðsíðu fjögur.Ég tek það fram að ég tek skoðanakönnunum alla jafna með miklum fyrirvara og myndi ekki, líkt og lýðurinn á pöllum ráðhússins í síðustu viku, krefjast þess að stjórnarmyndanir ættu að fara eftir skoðanakönnunum fjölmiðlanna.

Þessi tiltekna könnun þótti mér samt nokkuð áhugaverð.Þarna var verið að kanna hvort nýlegar vendingar í borgarstjórn hefðu áhrif á hvaða flokk svarendur myndu kjósa kæmi til kosninga nú.

Það vakti vissulega athygli að sviptingar í stjórn höfuðborgarinnar hafa greinilega áhrif meðal kjósenda úti á landi og einnig að kvenfólk lætur slíkar skiptingar hafa meiri áhrif á sig en karlmenn (mætti misskilja þessa setningu).

Merkilegast fannst mér þó að sjálfstæðismenn láta svona veðrabrigði ekki hafa mikil áhrif á sig og svöruðu  um 87% þeirra að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag.Hinsvegar svöruðu 45,7% kjósenda Samfylkingarinnar að þeir myndu láta nýorðnar breytingar hafa áhrif á atkvæði sitt.

Af þessu ætti maður að geta dregið eftirfarandi ályktun: Fylgi Samfylkingarinnar hlýtur að vera í bezta falli ákaflega ótryggt og um 45.7% kjósenda Samfylkingarinnar ætlar, vegna nýlegra vendinga í borgarstjórn, að kjósa eitthvað allt annað (líklegast þó Sjálfstæðisflokkinn) ef kæmi til kosninga í dag.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband